Rafíþróttir

Í beinni: Ná Fylkismenn að halda toppsætinu?

Sigtryggur Óskar Hrafnkelsson skrifar
Dusty Academy mætir Fylki. 
Dusty Academy mætir Fylki.  vísir

Önnur vika Vodafonedeildarinnar í League of Legends hefst í kvöld í beinni á Stöð 2 Esports kl. 19:30. 

Í fyrstu viðureign kvöldsins mætir feikansterkt lið Dusty Academy liði Fylkis en eins og er deila Fylkir fyrsta sæti með VITA og XY Esports.

Dusty hinsvegar þurfti að þola annað erfitt tap gegn XY Esports í ótrúlega spennandi leik og náði því ekki fullu húsi stiga.

Þeir virðast ekki hafa jafnað sig alveg á því að missa Nipplu yfir til XY.Esport í sumar og Fylkir getur því reynt að halda sér efst í stigatöflunni.

Það skal samt vera á hreinu að spilararnir í Dusty Academy eru með bestu LoL spilurum landsins - þó þeir séu haltrandi munu þeir bíta frá sér.

Því er mikil pressa á Fylkismenn að gera allt sem þeir geta til að hækka sigurlíkurnar sínar og mun valið á hetjum skipta gríðarlegu máli.

Í botnbaráttunni hittast KR og Make It Quick.

Eins og nefnt var í síðustu viku unnu MIQ sér inn plássið sem Tindastóll gaf frá sér. Bæði liðin töpuðu öllum leikjunum sínum í síðustu viku en MIQ áttu strangheiðarlega tilraun gegn Fylki, þó það hefði að lokum endað í sáru tapi. Sömuleiðis voru KR-ingar yfir Dusty Academy í gulli í þó nokkurn tíma þar til að Dusty menn hrukku í gang. Það er því fullsnemmt að tala um botnlið

MIQ - Pongu 

Pongu þurftu að þola erfitt tap gegn Fylki eftir að hafa verið gríðarlega langt yfir. Í kjölfarið kom verra tap gegn VITA þar sem þeim var hreinlega pakkað saman.

Núna er tækifærið fyrir bæði lið að girða sig í brók, sýna að síðasta vika fór ekki með þá og sækja sér tvö stig.

VITA - KR

Í gegnum deildirnar hefur verið erfitt fyrir KR-ingana að sigra FH og það gæti verið raunin áfram þó að FH-ingar spili undir öðru nafni. Nýr miðjuspilari VITA stóð algjörlega undir gælunafninu "Geggjaður" koOn í síðustu viku eftir frábæra frammistöðu og það er klárt mál að það væri mikill andlegur sigur fyrir KR-inga að ná höggi á VITA hér.

Fylgist með í beinni í opinni dagskrá á Stöð 2 Esports eða á Twitch streyminu, https://www.twitch.tv/SiggoTV, útsending hefst klukkan 19:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×