Sport

Dagskráin í dag: Toppslagur í Olís-deild og Seinni bylgjan, golf, spænskur körfubolti og fótbolti

Sindri Sverrisson skrifar
Það má búast við hörkuleik hjá Val og FH í kvöld.
Það má búast við hörkuleik hjá Val og FH í kvöld. VÍSIR/VILHELM

Það verður handbolti, fótbolti, körfubolti og golf í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2 í dag. Stórleikur er á dagskrá í Olís-deild karla í handbolta.

FH og Valur, tvö af þeim þremur liðum sem helst er spáð að berjist um titilinn í Olís-deild karla í handbolta, mætast í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 18. Eftir leikinn, eða kl. 19.40, er svo Seinni bylgjan í beinni útsendingu þar sem farið verður yfir fyrstu umferð deildarinnar.

Í Olís-deild kvenna fara meistarar meistaranna, KA/Þór, til Vestmannaeyja og mæta sterku liði ÍBV kl. 16.30, einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Leikið verður í allan dag á Stöð 2 Golf, á Evrópumótaröðinni, PGA og LPGA-mótaröðinni. Keppni á Evrópumótaröð kvenna er sýnd á Stöð 2 esport en því miður eru þær Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr leik.

ÍBV og Keflavík berjast um að komast í Pepsi Max-deildina

ÍBV og Keflavík mætast í afar áhugaverðum slag í Lengjudeild karla í fótbolta kl. 14. Bæði lið stefna upp í Pepsi Max-deildina. Með sigri kæmist ÍBV upp fyrir Keflavík sem er í 2. sæti.

Haukar og Grótta mætast í Lengjudeild kvenna kl. 12 og þurfa nauðsynlega á þremur stigum að halda til að halda í vonina um að komast upp í efstu deild.

Spænski ofurbikarinn í körfubolta

Spænski körfuboltinn verður áberandi á Stöð 2 Sport 2 í vetur og þar verður leikið í ofurbikarnum í dag. Barcelona mætir Baskonia kl. 16.30 og í hinum undanúrslitaleiknum mætast Tenerife og Real Madrid kl. 19.30.

Spænski fótboltinn er einnig að fara af stað og þar mætast Eibar og Celta Vigo kl. 14, en Cadiz og Osasuna kl. 19.

Þá mætast Birmingham og Brentford í ensku B-deildinni kl. 11.30.

Upplýsingar um beinar útsendingar.

Upplýsingar um dagskrána.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×