Kom út úr skápnum sem kona með hjálp tölvuleiksins World of Warcraft Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. september 2020 09:30 Tölvuleikjaspilun hjálpaði Uglu Stefaníu Kristjönudóttur Jónsdóttur að koma út úr skápnum sem kona. vísir/stöð 2 esport Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir segir að tölvuleikurinn World of Warcraft hafi hjálpað sér að koma út úr skápnum. Hún greindi frá þessu í þættinum Talað um tölvuleiki sem er sýndur á Stöð 2 eSport. „Bróðir minn var alltaf að spyrja mig af hverju ég væri að spila með kvenkyns karaktera. Þá var ég ekki komin út úr skápnum. En þegar ég kom út úr skápnum tengdi stóri bróðir minn við það af hverju ég spilaði með kvenkyns karaktera,“ sagði Ugla í Talað um tölvuleiki þar sem hún var gestur ásamt leikkonunni Aldísi Amah Hamilton. „Þá var ég að leita í eitthvað sem ég tengdi við. Ég vissi ekkert nákvæmlega af hverju þegar ég var krakki en þetta var eitthvað sem ég tengdi miklu betur við.“ Gerðu ráð fyrir því að ég væri stelpa Ugla byrjaði að spila World of Warcraft þegar leikurinn kom út. Þar bjó hún sér til karakter sem var kvenkyns. Og þannig litu meðspilarar hennar á hana. „Þú ert að spila leikinn til að búa til karakter í þessum heimi og svo hlutverkaspilarðu, eins og þú býrð til karakter í Dungeons & Dragons. Ég bjó til kvenkyns karakter og spilaði sem kona. Svo þegar maður fór að kynnast spilurunum á bak við karakterana gerðu allir ráð fyrir því að ég væri stelpa,“ sagði Ugla og bætti við að hún hafi ákveðið að leiðrétta það ekki. „Ég var komin í heim þar sem allir sáu mig sem stelpu og það var ekkert mál. Við hittumst náttúrulega ekkert. Ég fór að spila alls konar karaktera og á endanum leiddi það til þess að ég kom út úr skápnum.“ Fyrsta skipti sem ég fékk að vera ég Svo kom að því að Ugla hitti meðspilara sína í raunheiminum, nánar tiltekið í London. Þá var hún sautján ára. „Þá sagði ég fyrstu manneskjunni, vinkonu minni, frá þessu. Hún sagðist ætla að hjálpa mér og pantaði líka miða til London. Við fórum saman og þetta var í fyrsta skipti sem ég fékk að vera ég,“ sagði Ugla. Hún segist hafa verið taugaóstyrk fyrir því að hitta meðspilara sína í fyrsta sinn, augliti til auglitis. Sagði að ég yrði að grípa tækifærið „Þau vissu ekki að ég væri trans því það kom málinu ekkert við. Ég var ógeðslega stressuð að hitta þetta fólk. En ég hafði spilað tölvuleiki með þeim í mörg ár þannig ég þekkti þau rosalega vel,“ sagði Ugla og lýsti svo fyrsta fundinum. „Ég sagðist ekki geta þetta en vinkona mín sagði að þetta væri tækifæri sem ég yrði að grípa og við værum ekkert að fara til baka. Hún greip í höndina á mér og dró mig að þeim. Svo var þetta æði. Enginn kippti sér upp við neitt. Þau vissu ekki að ég væri trans og það skipti heldur engu máli,“ sagði Ugla að endingu. Innslagið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan en þátturinn verður sýndur allur á Stöð 2 eSport í kvöld klukkan 20.15. Klippa: WoW hjálpaði Uglu að koma út úr skápnum Rafíþróttir Hinsegin Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn
Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir segir að tölvuleikurinn World of Warcraft hafi hjálpað sér að koma út úr skápnum. Hún greindi frá þessu í þættinum Talað um tölvuleiki sem er sýndur á Stöð 2 eSport. „Bróðir minn var alltaf að spyrja mig af hverju ég væri að spila með kvenkyns karaktera. Þá var ég ekki komin út úr skápnum. En þegar ég kom út úr skápnum tengdi stóri bróðir minn við það af hverju ég spilaði með kvenkyns karaktera,“ sagði Ugla í Talað um tölvuleiki þar sem hún var gestur ásamt leikkonunni Aldísi Amah Hamilton. „Þá var ég að leita í eitthvað sem ég tengdi við. Ég vissi ekkert nákvæmlega af hverju þegar ég var krakki en þetta var eitthvað sem ég tengdi miklu betur við.“ Gerðu ráð fyrir því að ég væri stelpa Ugla byrjaði að spila World of Warcraft þegar leikurinn kom út. Þar bjó hún sér til karakter sem var kvenkyns. Og þannig litu meðspilarar hennar á hana. „Þú ert að spila leikinn til að búa til karakter í þessum heimi og svo hlutverkaspilarðu, eins og þú býrð til karakter í Dungeons & Dragons. Ég bjó til kvenkyns karakter og spilaði sem kona. Svo þegar maður fór að kynnast spilurunum á bak við karakterana gerðu allir ráð fyrir því að ég væri stelpa,“ sagði Ugla og bætti við að hún hafi ákveðið að leiðrétta það ekki. „Ég var komin í heim þar sem allir sáu mig sem stelpu og það var ekkert mál. Við hittumst náttúrulega ekkert. Ég fór að spila alls konar karaktera og á endanum leiddi það til þess að ég kom út úr skápnum.“ Fyrsta skipti sem ég fékk að vera ég Svo kom að því að Ugla hitti meðspilara sína í raunheiminum, nánar tiltekið í London. Þá var hún sautján ára. „Þá sagði ég fyrstu manneskjunni, vinkonu minni, frá þessu. Hún sagðist ætla að hjálpa mér og pantaði líka miða til London. Við fórum saman og þetta var í fyrsta skipti sem ég fékk að vera ég,“ sagði Ugla. Hún segist hafa verið taugaóstyrk fyrir því að hitta meðspilara sína í fyrsta sinn, augliti til auglitis. Sagði að ég yrði að grípa tækifærið „Þau vissu ekki að ég væri trans því það kom málinu ekkert við. Ég var ógeðslega stressuð að hitta þetta fólk. En ég hafði spilað tölvuleiki með þeim í mörg ár þannig ég þekkti þau rosalega vel,“ sagði Ugla og lýsti svo fyrsta fundinum. „Ég sagðist ekki geta þetta en vinkona mín sagði að þetta væri tækifæri sem ég yrði að grípa og við værum ekkert að fara til baka. Hún greip í höndina á mér og dró mig að þeim. Svo var þetta æði. Enginn kippti sér upp við neitt. Þau vissu ekki að ég væri trans og það skipti heldur engu máli,“ sagði Ugla að endingu. Innslagið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan en þátturinn verður sýndur allur á Stöð 2 eSport í kvöld klukkan 20.15. Klippa: WoW hjálpaði Uglu að koma út úr skápnum
Rafíþróttir Hinsegin Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn