Fishpartner með kastnámskeið fyrir byrjendur Karl Lúðvíksson skrifar 9. september 2020 11:21 Fluguveiði er frábært sport Marga dreymir um að geta kastað flugu með glæsibrag og áreynslulaust í ánna eða vatnið sitt með þeirri von um að krækja í fisk. Það segir sig sjálft að auðveldasta leiðin til að læra að kasta flugu er að fara á námskeið og fá leiðsögn í réttu handtökunum strax í byrjun. það munar ótrúlega miklu að mæta í veiði eftir slíkt námskeið og dýr veiðitíminn við ánna fer ekki í að læra að kasta flugu heldur að veiða ánna. Fish Partner stendur fyrir námskeiði fyrir byrjendur og lengra komna og hér fyrir neðan er tilkynning frá þeim fyrir þetta námskeið. Byrjendanámskeið er undirstöðunámskeið fyrir byrjendur sem og lengra komna. Farið er yfir helstu grunnatriði í flugukasti og nemendum kennt að kasta rétt. Aðferðin sem kennd er mun gefa nemendum mikla færni á skömmum tíma. Námskeiðið hentar einnig veiðimönnum sem vilja bæta sig í grunnþekkingu. Á námskeiðunum fá nemendur persónulega og einstaklingsmiðaða kennslu þar sem aðeins fjórir nemendur verða á hverju námskeiði. Hverju námskeiði er stýrt af einum kennara en allir kennarar eru með kennararéttindi frá Fly Fishers International. Helstu þættir: – Afslöppuð líkamsstaða og hreyfingar. – Viðnám og stærð á kastlykkjum. – Hugtökin kastvinkil, kastsveifla og kraftbeiting útskýrð. – Stjórn á flugulínunni í kasti. – Samræmi milli hægri og vinstri handar í köstunum. – Að fá línuna til að leggjast beint á vatnsflötinn. Fluguveiðiakademían útvegar stangir ef nemendur eiga ekki sjálfir. Verð: 15.900 kr. námskeiðið. Hvert námskeið er tvær klukkustundir. Nemendum er bent á möguleikann á niðurgreiðslu frá stéttarfélögum og að yngri kynslóðin geti nýtt frístundarkortið eða samskonar styrki. Þú finnur allar nánari upplýsingar um námskeiðið og skráningu HÉR Stangveiði Mest lesið 43 laxar á 5 dögum úr Brynjudalsá Veiði Norðurá komin í 400 laxa Veiði Mikill subbuskapur við sum vötnin Veiði Góð veiði á svæðum SVFK Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði Bleikja langleiðina upp að Kárahnjúkum Veiði 38 laxar á land í fyrsta hollinu í Hítará Veiði Veiði er hafin í Elliðavatni Veiði Veður gerir veiðimönnum erfitt um vik Veiði Vorveiðinni lokið í Laxá í Kjós Veiði
Marga dreymir um að geta kastað flugu með glæsibrag og áreynslulaust í ánna eða vatnið sitt með þeirri von um að krækja í fisk. Það segir sig sjálft að auðveldasta leiðin til að læra að kasta flugu er að fara á námskeið og fá leiðsögn í réttu handtökunum strax í byrjun. það munar ótrúlega miklu að mæta í veiði eftir slíkt námskeið og dýr veiðitíminn við ánna fer ekki í að læra að kasta flugu heldur að veiða ánna. Fish Partner stendur fyrir námskeiði fyrir byrjendur og lengra komna og hér fyrir neðan er tilkynning frá þeim fyrir þetta námskeið. Byrjendanámskeið er undirstöðunámskeið fyrir byrjendur sem og lengra komna. Farið er yfir helstu grunnatriði í flugukasti og nemendum kennt að kasta rétt. Aðferðin sem kennd er mun gefa nemendum mikla færni á skömmum tíma. Námskeiðið hentar einnig veiðimönnum sem vilja bæta sig í grunnþekkingu. Á námskeiðunum fá nemendur persónulega og einstaklingsmiðaða kennslu þar sem aðeins fjórir nemendur verða á hverju námskeiði. Hverju námskeiði er stýrt af einum kennara en allir kennarar eru með kennararéttindi frá Fly Fishers International. Helstu þættir: – Afslöppuð líkamsstaða og hreyfingar. – Viðnám og stærð á kastlykkjum. – Hugtökin kastvinkil, kastsveifla og kraftbeiting útskýrð. – Stjórn á flugulínunni í kasti. – Samræmi milli hægri og vinstri handar í köstunum. – Að fá línuna til að leggjast beint á vatnsflötinn. Fluguveiðiakademían útvegar stangir ef nemendur eiga ekki sjálfir. Verð: 15.900 kr. námskeiðið. Hvert námskeið er tvær klukkustundir. Nemendum er bent á möguleikann á niðurgreiðslu frá stéttarfélögum og að yngri kynslóðin geti nýtt frístundarkortið eða samskonar styrki. Þú finnur allar nánari upplýsingar um námskeiðið og skráningu HÉR
Stangveiði Mest lesið 43 laxar á 5 dögum úr Brynjudalsá Veiði Norðurá komin í 400 laxa Veiði Mikill subbuskapur við sum vötnin Veiði Góð veiði á svæðum SVFK Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði Bleikja langleiðina upp að Kárahnjúkum Veiði 38 laxar á land í fyrsta hollinu í Hítará Veiði Veiði er hafin í Elliðavatni Veiði Veður gerir veiðimönnum erfitt um vik Veiði Vorveiðinni lokið í Laxá í Kjós Veiði