Mömmurnar í fararbroddi á Opna bandaríska risamótinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2020 10:30 Serena Williams með dóttur sína Alexis Olympia eftir sigur í móti en þær eiga enn eftir að fagna sigri saman á risamóti. Getty/ Hannah Peters Serena Williams, Victoria Azarenka og Tsvetana Pironkov eiga allar annað sameiginlegt en að vera komnar alla leið í átta manna úrslit á Opna bandaríska meistaramótinu i tennis. Þetta er í fyrsta sinn í nútímasögunni þar sem þrjár mömmur eru komnar svo langt á einu virtasta tennismóti heims. Serena Williams og Victoria Azarenka tóku báðar börnin sín með til New York en Tsvetana Pironkov var hörð og skildi soninn sinn eftir heima. Serena Williams og Victoria Azarenka hafa báðar verið á efsta palli á heimslistanum og ólétta þeirra á síðustu árum átti mikinn þátt í því að pressa meira á það að auðvelda tenniskonum að eignast börn en halda svo ferlinum áfram. Það var stigið stórt skref í byrjun síðasta árs þegar WTA tennismótaröðin uppfærði reglur sínar um að staða tenniskvenna á heimslistanum helst óbreytt í þrjá ár á meðan þær eru í barneignarfríi. Serena Williams, Victoria Azarenka and Tsvetana Pironkova lead the March of the Mums at the US Open | @Mike_Dickson_DM https://t.co/0hgm3d5ruP— MailOnline Sport (@MailSport) September 9, 2020 Það er ljóst að gengi þessara þriggja á þessu móti að mömmurnar eru að koma sterkar inn eftir að hafa varla sést á stóra sviði tennissins þar á undan. Victoria Azarenka mætir hinni belgísku Elise Mertens í átta manna úrslitunum en svo verður mömmu-slagur þegar Serena Williams keppir við hina 32 ára búlgörsku tenniskonu Tsvetönu Pironkova. Pironkova eignaðist soninn sinn í apríl 2018 og þetta er fyrsta mótið hennar síðan hún byrjaði að keppa á nýjan leik. Hún er þegar búin að vinna fjóra leiki á mótinu og ein þeirra á móti gamla Wimbledon meistaranum Garbine Muguruza. Strákurinn hennar er heima hjá föðurnum í Búlgaríu en það er fyrrum knattspyrnumaðurinn Mihail Mirchev. Olympia Ohanian Jr. stole the show at the U.S. Open match on Saturday when she waved to mom, Serena Williams from the stands. https://t.co/mLbrhtVmfi— HOLA! USA (@USAHOLA) September 8, 2020 Serena Williams er aftur á móti með dótturina Olympia með sér í New York og sömu sögu er að segja af Victoriu Azarenka og syni hennar Leo. Victoria Azarenka háði forræðisdeilu við barnsföður sinn sem er íshokkíleikmaðurinn Billy McKeague en þau hafa nú leyst málið. Hin 38 ára gamla Serena Williams hefur þegar unnið 24 risatitla á ferlinum en er enn að bíða eftir þeim fyrsta eftir að hún varð móðir. Olympia kom í heiminn í september 2017 en Williams fagnaði síðast sigri á risamóti á opna ástralska mótinu árið 2017. Allar þessar þrjár eiga möguleika á því að vera aðeins fjórða konan til að vinna ristitil í nútímanum eða frá árinu 1968. Hinar eru Kim Clijsters, Evonne Goolagong og Margaret Court. Jennifer Brady og Naomi Osaka hafa þegar unnið sinn leik í átta manna úrslitum og eru því þegar komnar í undanúrslitin. Tennis Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Bein útsending: Sviss - Ísland | Styttist í EM Handbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Í beinni: Haukar - Valur | Hart tekist á í Hafnarfirði Bein útsending: Sviss - Ísland | Styttist í EM Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Sjá meira
Serena Williams, Victoria Azarenka og Tsvetana Pironkov eiga allar annað sameiginlegt en að vera komnar alla leið í átta manna úrslit á Opna bandaríska meistaramótinu i tennis. Þetta er í fyrsta sinn í nútímasögunni þar sem þrjár mömmur eru komnar svo langt á einu virtasta tennismóti heims. Serena Williams og Victoria Azarenka tóku báðar börnin sín með til New York en Tsvetana Pironkov var hörð og skildi soninn sinn eftir heima. Serena Williams og Victoria Azarenka hafa báðar verið á efsta palli á heimslistanum og ólétta þeirra á síðustu árum átti mikinn þátt í því að pressa meira á það að auðvelda tenniskonum að eignast börn en halda svo ferlinum áfram. Það var stigið stórt skref í byrjun síðasta árs þegar WTA tennismótaröðin uppfærði reglur sínar um að staða tenniskvenna á heimslistanum helst óbreytt í þrjá ár á meðan þær eru í barneignarfríi. Serena Williams, Victoria Azarenka and Tsvetana Pironkova lead the March of the Mums at the US Open | @Mike_Dickson_DM https://t.co/0hgm3d5ruP— MailOnline Sport (@MailSport) September 9, 2020 Það er ljóst að gengi þessara þriggja á þessu móti að mömmurnar eru að koma sterkar inn eftir að hafa varla sést á stóra sviði tennissins þar á undan. Victoria Azarenka mætir hinni belgísku Elise Mertens í átta manna úrslitunum en svo verður mömmu-slagur þegar Serena Williams keppir við hina 32 ára búlgörsku tenniskonu Tsvetönu Pironkova. Pironkova eignaðist soninn sinn í apríl 2018 og þetta er fyrsta mótið hennar síðan hún byrjaði að keppa á nýjan leik. Hún er þegar búin að vinna fjóra leiki á mótinu og ein þeirra á móti gamla Wimbledon meistaranum Garbine Muguruza. Strákurinn hennar er heima hjá föðurnum í Búlgaríu en það er fyrrum knattspyrnumaðurinn Mihail Mirchev. Olympia Ohanian Jr. stole the show at the U.S. Open match on Saturday when she waved to mom, Serena Williams from the stands. https://t.co/mLbrhtVmfi— HOLA! USA (@USAHOLA) September 8, 2020 Serena Williams er aftur á móti með dótturina Olympia með sér í New York og sömu sögu er að segja af Victoriu Azarenka og syni hennar Leo. Victoria Azarenka háði forræðisdeilu við barnsföður sinn sem er íshokkíleikmaðurinn Billy McKeague en þau hafa nú leyst málið. Hin 38 ára gamla Serena Williams hefur þegar unnið 24 risatitla á ferlinum en er enn að bíða eftir þeim fyrsta eftir að hún varð móðir. Olympia kom í heiminn í september 2017 en Williams fagnaði síðast sigri á risamóti á opna ástralska mótinu árið 2017. Allar þessar þrjár eiga möguleika á því að vera aðeins fjórða konan til að vinna ristitil í nútímanum eða frá árinu 1968. Hinar eru Kim Clijsters, Evonne Goolagong og Margaret Court. Jennifer Brady og Naomi Osaka hafa þegar unnið sinn leik í átta manna úrslitum og eru því þegar komnar í undanúrslitin.
Tennis Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Bein útsending: Sviss - Ísland | Styttist í EM Handbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Í beinni: Haukar - Valur | Hart tekist á í Hafnarfirði Bein útsending: Sviss - Ísland | Styttist í EM Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Sjá meira