Marvel's Avengers: Fjölspilun þvælist fyrir í annars skemmtilegum leik Samúel Karl Ólason skrifar 8. september 2020 08:50 Hetjurnar í Marvel's Avengers. Vísir/Square Enix Ég hef skemmt mér merkilega vel yfir Marvel's Avengers, fyrir utan netspilunina sem er þó stór hluti þessa leiks. Eins skemmtileg og einspilunin er, þá er fjölspilunin það ekki og hún kemur niður á einspiluninni. Þar er mikið um endurtekningar og svokallað grind. Það er þó vel hægt að spila einspilunina og hunsa alfarið fjölspilunina. Ég hef að mestu gert það og skemmt mér vel. Ég geri mér í hugarlund að börn sem eru einnig aðdáendur söguheims Marvel muni skemmta sér konunglega. Leikurinn byrjar á A-degi, þar sem þúsundir eru komin saman í San Fransisco til að fagna hetjunum sem skipa Avengers og nýjum orkugjafa sem knúa á fljúgandi flugmóðurskip þeirra. Eins og gengur og gerist fer þó allt til andskotans. Nýi orkugjafinn, Terrigen, reynist slæmur. Golden Gate brúin hrynur, af því að auðvitað, og þúsundir deyja. Það sem verra er, terrigen dreifist um Bandaríkin og veitir fólki ýmsa ofurhæfileika. Breytir þeim sum sé í fólk sem kallast Inhumans í söguheimi Marvel. Avengers riðlast í sundur og fyrirtækið AIM tekur svo gott sem yfir stjórn heimsins, til þess að berja niður Inhumans. Spilarar þurfa að setja sig í spor hinnar ungu Kamala Khan, eða Ms. Marvel, og sameina Avengers á ný, byggja upp flugmóðurskipið fljúgandi og Shield og bjarga heiminum. Beisik. Þetta er allt þrususkemmtilegt. Það er gaman að lumbra á sveitum AIM sem mismunandi ofurhetjur, eins og Ms. Marvel, Hulk og Iron Man. Í fyrstu þótti mér bardagakerfi leiksins ekki upp á marga fiska en það breyttist þegar ég lærði betur á það. Hver ofurhetja hefur eigin bardagastíl og árásir og það er gaman að læra inn á þær. Eins og svo oft í svona leikjum, þá eiga bardagar það þó til að verða einsleitir. Maður er í grunnin ítrekað að ganga frá heilu bylgjunum af sömu óvinunum. Það er líka pirrandi hvað maður er lengi að geta spilað sem ofurhetjur Avengers. Það tekur töluverðan tíma að geta spilað sem aðrar hetjur en Ms. Marvel og fær maður oft á tilfinninguna að einspilunin sé eingöngu upphitun fyrir fjölspilunina, sem hún auðvitað er. Saga einspiluninnar er þó skemmtileg og áhugaverð. Bardagakerfið er það sömuleiðis. Ég er þrusuánægður með þann hluta leiksins. Það er allt farið til fjandans þegar Kamala Khan þarf að bjarga málunum.Vísir/Square Enix Stórir bakpokar fullir af drasli Loot-kerfi leiksins tekur mið af því að þetta er fjölspilunarleikur og svokallaður Live Service leikur. Maður er sífellt að finna eitthvað drasl, og það er yfirleitt drasl, sem bætir ofurhetjuna manns oggulítið, og þarf endalaust að skipta út einu armbandi fyrir annað sem gerir árásir aðeins betri og svo þarf maður að losa sig við gamalt drasl. Það fer fáránlega mikill tími í þetta tilgangslausa kjaftæði, sem breytir ekki einu sinni útlit viðkomandi ofurhetja. Að lokum var ég alveg hættur að spá í þessu. Ég týndi þetta drasl upp úr kistum og kössum víðsvegar um borð leiksins. Þegar ég fékk meldingar um að ég hefði ekki pláss fyrir meira, hélt ég inni L2, þannig að leikurinn setur sjálfvirkt á ofurhetjuna það besta sem er í bakpoka hennar og svo varði ég nokkrum mínútum í að halda inni takka til að eyða hverjum og einum mun fyrir sig. Það tekur tíma sem maður er að verja í bókstaflega ekki neitt. Við þetta loot kerfi er einnig hæfileikakerfi, þar sem ofurhetjurnar safna reynslustigum sem hægt er að nota til að bæta árásir þeirra og veita þeim nýja hæfileika. Hetjurnar geta komist á stig 50 en við einspilun leiksins komast þær varla upp í tíu stig. Þetta er eingöngu fyrir fjölspilunina og felur í sér enn meira grind. Annað sem er óþolandi. Þegar maður deyr í einspiluninni er hleðslutími leiksins merkilega langur. Ég er reyndar búinn að spila leikinn á beisik PS4 en það er asnalegt að ef ég hoppa óvart fram af einhverjum kletti þurfi ég að bíða í allt að mínútu eftir því að geta reynt aftur. Gallar stungu upp kollinum við spilun mína. Ég þurfti að horfa á eitt myndband án hljóðs, og textinn datt líka út, sem var skrítið. Hikst og litlir grafíkgallar eru einnig til staðar. Samantekt-ish Ég er búinn að vera neikvæðari en ég ætlaði mér. Í grunninn þá er Marvel's Avengers góður og skemmtilegur leikur. Netspilunarhluti hans kemur þó verulega niður á honum að mínu mati. Maður tekur fljótt eftir því að góð saga leiksins mun ekki taka enda þegar einspiluninni lýkur og í rauninni er bara verið að byggja upp svokallað Endgame (No pun intended). Það er í eðli „Live service“ leikja að þeir taka breytingum og þeir hafa margir átt í vandræðum í upphafi en ég get ekki ímyndað mér að miklu verði bætt við einspilunarhluta leiksins. Vonandi samt. Það er vel hægt að skemmta sér yfir einspilunarhluta leiksins, og það vel. Ég gerði það allavega. Leikjavísir Leikjadómar Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Ég hef skemmt mér merkilega vel yfir Marvel's Avengers, fyrir utan netspilunina sem er þó stór hluti þessa leiks. Eins skemmtileg og einspilunin er, þá er fjölspilunin það ekki og hún kemur niður á einspiluninni. Þar er mikið um endurtekningar og svokallað grind. Það er þó vel hægt að spila einspilunina og hunsa alfarið fjölspilunina. Ég hef að mestu gert það og skemmt mér vel. Ég geri mér í hugarlund að börn sem eru einnig aðdáendur söguheims Marvel muni skemmta sér konunglega. Leikurinn byrjar á A-degi, þar sem þúsundir eru komin saman í San Fransisco til að fagna hetjunum sem skipa Avengers og nýjum orkugjafa sem knúa á fljúgandi flugmóðurskip þeirra. Eins og gengur og gerist fer þó allt til andskotans. Nýi orkugjafinn, Terrigen, reynist slæmur. Golden Gate brúin hrynur, af því að auðvitað, og þúsundir deyja. Það sem verra er, terrigen dreifist um Bandaríkin og veitir fólki ýmsa ofurhæfileika. Breytir þeim sum sé í fólk sem kallast Inhumans í söguheimi Marvel. Avengers riðlast í sundur og fyrirtækið AIM tekur svo gott sem yfir stjórn heimsins, til þess að berja niður Inhumans. Spilarar þurfa að setja sig í spor hinnar ungu Kamala Khan, eða Ms. Marvel, og sameina Avengers á ný, byggja upp flugmóðurskipið fljúgandi og Shield og bjarga heiminum. Beisik. Þetta er allt þrususkemmtilegt. Það er gaman að lumbra á sveitum AIM sem mismunandi ofurhetjur, eins og Ms. Marvel, Hulk og Iron Man. Í fyrstu þótti mér bardagakerfi leiksins ekki upp á marga fiska en það breyttist þegar ég lærði betur á það. Hver ofurhetja hefur eigin bardagastíl og árásir og það er gaman að læra inn á þær. Eins og svo oft í svona leikjum, þá eiga bardagar það þó til að verða einsleitir. Maður er í grunnin ítrekað að ganga frá heilu bylgjunum af sömu óvinunum. Það er líka pirrandi hvað maður er lengi að geta spilað sem ofurhetjur Avengers. Það tekur töluverðan tíma að geta spilað sem aðrar hetjur en Ms. Marvel og fær maður oft á tilfinninguna að einspilunin sé eingöngu upphitun fyrir fjölspilunina, sem hún auðvitað er. Saga einspiluninnar er þó skemmtileg og áhugaverð. Bardagakerfið er það sömuleiðis. Ég er þrusuánægður með þann hluta leiksins. Það er allt farið til fjandans þegar Kamala Khan þarf að bjarga málunum.Vísir/Square Enix Stórir bakpokar fullir af drasli Loot-kerfi leiksins tekur mið af því að þetta er fjölspilunarleikur og svokallaður Live Service leikur. Maður er sífellt að finna eitthvað drasl, og það er yfirleitt drasl, sem bætir ofurhetjuna manns oggulítið, og þarf endalaust að skipta út einu armbandi fyrir annað sem gerir árásir aðeins betri og svo þarf maður að losa sig við gamalt drasl. Það fer fáránlega mikill tími í þetta tilgangslausa kjaftæði, sem breytir ekki einu sinni útlit viðkomandi ofurhetja. Að lokum var ég alveg hættur að spá í þessu. Ég týndi þetta drasl upp úr kistum og kössum víðsvegar um borð leiksins. Þegar ég fékk meldingar um að ég hefði ekki pláss fyrir meira, hélt ég inni L2, þannig að leikurinn setur sjálfvirkt á ofurhetjuna það besta sem er í bakpoka hennar og svo varði ég nokkrum mínútum í að halda inni takka til að eyða hverjum og einum mun fyrir sig. Það tekur tíma sem maður er að verja í bókstaflega ekki neitt. Við þetta loot kerfi er einnig hæfileikakerfi, þar sem ofurhetjurnar safna reynslustigum sem hægt er að nota til að bæta árásir þeirra og veita þeim nýja hæfileika. Hetjurnar geta komist á stig 50 en við einspilun leiksins komast þær varla upp í tíu stig. Þetta er eingöngu fyrir fjölspilunina og felur í sér enn meira grind. Annað sem er óþolandi. Þegar maður deyr í einspiluninni er hleðslutími leiksins merkilega langur. Ég er reyndar búinn að spila leikinn á beisik PS4 en það er asnalegt að ef ég hoppa óvart fram af einhverjum kletti þurfi ég að bíða í allt að mínútu eftir því að geta reynt aftur. Gallar stungu upp kollinum við spilun mína. Ég þurfti að horfa á eitt myndband án hljóðs, og textinn datt líka út, sem var skrítið. Hikst og litlir grafíkgallar eru einnig til staðar. Samantekt-ish Ég er búinn að vera neikvæðari en ég ætlaði mér. Í grunninn þá er Marvel's Avengers góður og skemmtilegur leikur. Netspilunarhluti hans kemur þó verulega niður á honum að mínu mati. Maður tekur fljótt eftir því að góð saga leiksins mun ekki taka enda þegar einspiluninni lýkur og í rauninni er bara verið að byggja upp svokallað Endgame (No pun intended). Það er í eðli „Live service“ leikja að þeir taka breytingum og þeir hafa margir átt í vandræðum í upphafi en ég get ekki ímyndað mér að miklu verði bætt við einspilunarhluta leiksins. Vonandi samt. Það er vel hægt að skemmta sér yfir einspilunarhluta leiksins, og það vel. Ég gerði það allavega.
Leikjavísir Leikjadómar Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira