„Þitt líf og allra nálægt þér mun aldrei verða eins aftur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 3. september 2020 10:15 Gabríel lést seint á síðasta ári. Í gærkvöldi fengu áhorfendur Stöðvar 2 að heyra sögu Evu Skarpaas, en sonur hennar Gabríel Jaelon Skarpaas Culver svipti sig lífi í nóvember árið 2019 eftir að hafa háð baráttu við þunglyndi. Gabríel var hraustur og hamingjusamt barn, þegar hann var þriggja ára kynntist móðir hans Þórólfi Inga sem gekk honum í föðurstað. Hann var vinmargur, gekk vel í skóla og afar duglegur í íþróttum og framtíðin afar björt. Þegar Gabríel var tólf ára fór hann og hitti föðurfjölskylduna sína í fyrsta sinn í Bandaríkjunum og segir hún að vonir hans og þrá um samband við blóðföður sinn hafi brugðist og það hafi verið afar þungt fyrir Gabríel og segir Eva það hafi verið upphaf á erfiðum andlegum veikindum. „Hann var með yfir níu í meðaleinkunn í tíunda bekk, hann flaug í gegnum menntaskólann en þá var hann kominn út í sterkari efni, sem ég vissi ekki þá en veit núna. Hann var annarsvegar á mjög beinni braut og að standa sig í lífinu gagnvart okkur og umheiminum en hinsvegar er hann að lifa lífi sem núna ég er að fá upplýsingar um,“ segir Eva í samtali við Evu Laufey í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Viku áður en hann verður sautján ára var hann búinn að kaupa sér bíl og búinn að safna sér fyrir því. Vinirnir fara í útileigu og vinur hans keyrir nýja bílinn. Um nóttina ákveður hann drukkinn að fara út að keyra með þrjá stráka með sér. Bíllinn fer útaf og hann rústar bílnum og hann slasar sjálfan sig en vinir hans sleppa. Þarna fær hann rosalega stórt áfall en vinnur sig út úr því. Hann heldur áfram í skólanum og kynnist þar kærustunni sinni. Hann var rosalega sætur og alltaf rosalega mikið af stelpum svosem en svo kemur hann einn daginn heim og segir við mig, mamma ég er búinn að eignast kærustu. Ég finn bara mikinn létti, hann er búinn að finna sig,“ segir Eva. Sökk í djúpt þunglyndi eftir ferðina Gabríel var á þessum tíma orðinn vinsæll á Instagram og var uppnuminn af athyglinni sem hann fékk í gegnum samfélagsmiðla, hann kynntist Instagram stjörnu frá Japan sem sýndi honum mikinn áhuga og eftir nokkurra vikna samskipti tekur hann ákvörðun um að hætta með kærustunni sinni á Íslandi og byrjar með japönsku instagram stjörnunni. Hann bókar miða til Japans, fer þangað í nokkrar vikur og þar tekur yfir mikil neysla og glysgjörn veröld sem Eva vissi ekki af. Þegar hann sneri aftur heim var hann brotinn, fullur eftirsjár af skyndiákvörðun sinni og hegðun. Eva segir það hafa verið gríðarlega erfitt að upplifa sig sem misheppnað foreldri og ekki getað hjálpað meira til. „Í kjölfarið af þessu áfalli steypist hann í djúpt þunglyndi. Hann ákveður að hætta allri neyslu og talar mjög opinskátt um það við mig. Ég er með hann heima í viku, tíu daga í fráhvörfum. Hann vildi ekki fara og hitta neinn, ekki fara í meðferð og ætlaði að gera þetta sjálfur. Ef það myndi ekki heppnast ætlaði hann sér að leita sér hjálpar. Honum fannst hann svo mikill lúser ef hann myndi fara og leita sér hjálpar.“ Gabríel fékk lyf og fór reglulega í læknisheimsókn með móður sinni, hann samþykkti að leita til Píeta samtakanna sem sinnir forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum, hann var farinn að vinna og fjölskyldan vonaði að nú myndi honum loks fara að líða betur. „Það hvarflaði aldrei að mér að þetta myndi gerast í alvörunni. Þetta er svo mikið feil. Hvernig feilarðu mest sem móðir? Að barnið þitt vill ekki lifa. Af því að ég skil ekki þennan sjúkdóm og ég held að þú getir ekki skilið hann nema þú sért inni í honum. Mér er að mistakast af því að ég get ekki lagað barnið mitt sem er veikt. Svo verður viðsnúningur og við förum til læknis á mánudegi, hann deyr á laugardeginum, og til þess að stilla af skammtinn hans af lyfjunum. Þá segir hann við lækninn að það gangi fínt í vinnunni og þetta sé allt að koma. Þarna hugsa ég inni í mér, við unnum, þetta er komið en þarna var hann búinn að ákveða sig,“ segir Eva en þetta var í nóvember á síðasta ári. Kom ekki heim í mat „Seinna í vikunni fer hann í sturtu um morguninn og kemur til mín og knúsar mig og segist elska mig. Við höldum að hættan sé þarna liðin hjá. Svo fæ ég skilaboð frá pabba hans að hann hafi ekki komið heim í kvöldmat. Maður vonar auðvitað að af því að honum var farið að líða betur að hann hafi kannski farið eitthvað út með vinum sínum. Hann svarar ekki í símann og við sváfum ekkert þessa nótt. Eldsnemma um morguninn fórum við á löggustöðina ég og pabbi hans og erum þarna búin að hringja út um allt og leita af honum. Þegar við erum þar fáum við upplýsingar um það að hann fór ekki úr vinnunni og var einn eftir þar. Við áttum okkur á því hvað gæti verið að gerast. Svo erum við að keyra í vinnuna hans og það er bara ekkert hægt að taka þennan bíltúr, líf þitt er bara tekið og því er snúið á haus. Þitt líf og allra nálægt þér mun aldrei verða eins aftur,“ segir Eva og þegar á staðinn var komið fann pabbi hans hann. Eva og Gabríel á góðri stundu fyrir nokkrum árum. „Svo áttar mig sig á því að það hræðilegasta í heiminum er að koma fyrir okkur. Þá er maður kannski nálægt því að vera á þeim stað sem hann var, því þig langar ekkert meira. Svo á maður bara önnur börn og á foreldra og maður er sjálfur ekki veikur. Ég er bara í rúst af sorg og ég veit að sorg er eitthvað ferli. Skynsemi mín segir mér að maður lifir þetta af. Fólk lifir af að missa börnin sín, ég þekki fólk sem hefur misst börnin sín og ég hef alveg séð þau hlægja og halda áfram með lífið. Ég er svo sorgmædd að hann hafi þurft að fara þangað og þurft að standa í þessum sporum en ég er aldrei reið við hann. Hann var ekki að gera þetta til að reyna meiða okkur,“ segir Eva. Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is. Ísland í dag Geðheilbrigði Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Í gærkvöldi fengu áhorfendur Stöðvar 2 að heyra sögu Evu Skarpaas, en sonur hennar Gabríel Jaelon Skarpaas Culver svipti sig lífi í nóvember árið 2019 eftir að hafa háð baráttu við þunglyndi. Gabríel var hraustur og hamingjusamt barn, þegar hann var þriggja ára kynntist móðir hans Þórólfi Inga sem gekk honum í föðurstað. Hann var vinmargur, gekk vel í skóla og afar duglegur í íþróttum og framtíðin afar björt. Þegar Gabríel var tólf ára fór hann og hitti föðurfjölskylduna sína í fyrsta sinn í Bandaríkjunum og segir hún að vonir hans og þrá um samband við blóðföður sinn hafi brugðist og það hafi verið afar þungt fyrir Gabríel og segir Eva það hafi verið upphaf á erfiðum andlegum veikindum. „Hann var með yfir níu í meðaleinkunn í tíunda bekk, hann flaug í gegnum menntaskólann en þá var hann kominn út í sterkari efni, sem ég vissi ekki þá en veit núna. Hann var annarsvegar á mjög beinni braut og að standa sig í lífinu gagnvart okkur og umheiminum en hinsvegar er hann að lifa lífi sem núna ég er að fá upplýsingar um,“ segir Eva í samtali við Evu Laufey í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Viku áður en hann verður sautján ára var hann búinn að kaupa sér bíl og búinn að safna sér fyrir því. Vinirnir fara í útileigu og vinur hans keyrir nýja bílinn. Um nóttina ákveður hann drukkinn að fara út að keyra með þrjá stráka með sér. Bíllinn fer útaf og hann rústar bílnum og hann slasar sjálfan sig en vinir hans sleppa. Þarna fær hann rosalega stórt áfall en vinnur sig út úr því. Hann heldur áfram í skólanum og kynnist þar kærustunni sinni. Hann var rosalega sætur og alltaf rosalega mikið af stelpum svosem en svo kemur hann einn daginn heim og segir við mig, mamma ég er búinn að eignast kærustu. Ég finn bara mikinn létti, hann er búinn að finna sig,“ segir Eva. Sökk í djúpt þunglyndi eftir ferðina Gabríel var á þessum tíma orðinn vinsæll á Instagram og var uppnuminn af athyglinni sem hann fékk í gegnum samfélagsmiðla, hann kynntist Instagram stjörnu frá Japan sem sýndi honum mikinn áhuga og eftir nokkurra vikna samskipti tekur hann ákvörðun um að hætta með kærustunni sinni á Íslandi og byrjar með japönsku instagram stjörnunni. Hann bókar miða til Japans, fer þangað í nokkrar vikur og þar tekur yfir mikil neysla og glysgjörn veröld sem Eva vissi ekki af. Þegar hann sneri aftur heim var hann brotinn, fullur eftirsjár af skyndiákvörðun sinni og hegðun. Eva segir það hafa verið gríðarlega erfitt að upplifa sig sem misheppnað foreldri og ekki getað hjálpað meira til. „Í kjölfarið af þessu áfalli steypist hann í djúpt þunglyndi. Hann ákveður að hætta allri neyslu og talar mjög opinskátt um það við mig. Ég er með hann heima í viku, tíu daga í fráhvörfum. Hann vildi ekki fara og hitta neinn, ekki fara í meðferð og ætlaði að gera þetta sjálfur. Ef það myndi ekki heppnast ætlaði hann sér að leita sér hjálpar. Honum fannst hann svo mikill lúser ef hann myndi fara og leita sér hjálpar.“ Gabríel fékk lyf og fór reglulega í læknisheimsókn með móður sinni, hann samþykkti að leita til Píeta samtakanna sem sinnir forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum, hann var farinn að vinna og fjölskyldan vonaði að nú myndi honum loks fara að líða betur. „Það hvarflaði aldrei að mér að þetta myndi gerast í alvörunni. Þetta er svo mikið feil. Hvernig feilarðu mest sem móðir? Að barnið þitt vill ekki lifa. Af því að ég skil ekki þennan sjúkdóm og ég held að þú getir ekki skilið hann nema þú sért inni í honum. Mér er að mistakast af því að ég get ekki lagað barnið mitt sem er veikt. Svo verður viðsnúningur og við förum til læknis á mánudegi, hann deyr á laugardeginum, og til þess að stilla af skammtinn hans af lyfjunum. Þá segir hann við lækninn að það gangi fínt í vinnunni og þetta sé allt að koma. Þarna hugsa ég inni í mér, við unnum, þetta er komið en þarna var hann búinn að ákveða sig,“ segir Eva en þetta var í nóvember á síðasta ári. Kom ekki heim í mat „Seinna í vikunni fer hann í sturtu um morguninn og kemur til mín og knúsar mig og segist elska mig. Við höldum að hættan sé þarna liðin hjá. Svo fæ ég skilaboð frá pabba hans að hann hafi ekki komið heim í kvöldmat. Maður vonar auðvitað að af því að honum var farið að líða betur að hann hafi kannski farið eitthvað út með vinum sínum. Hann svarar ekki í símann og við sváfum ekkert þessa nótt. Eldsnemma um morguninn fórum við á löggustöðina ég og pabbi hans og erum þarna búin að hringja út um allt og leita af honum. Þegar við erum þar fáum við upplýsingar um það að hann fór ekki úr vinnunni og var einn eftir þar. Við áttum okkur á því hvað gæti verið að gerast. Svo erum við að keyra í vinnuna hans og það er bara ekkert hægt að taka þennan bíltúr, líf þitt er bara tekið og því er snúið á haus. Þitt líf og allra nálægt þér mun aldrei verða eins aftur,“ segir Eva og þegar á staðinn var komið fann pabbi hans hann. Eva og Gabríel á góðri stundu fyrir nokkrum árum. „Svo áttar mig sig á því að það hræðilegasta í heiminum er að koma fyrir okkur. Þá er maður kannski nálægt því að vera á þeim stað sem hann var, því þig langar ekkert meira. Svo á maður bara önnur börn og á foreldra og maður er sjálfur ekki veikur. Ég er bara í rúst af sorg og ég veit að sorg er eitthvað ferli. Skynsemi mín segir mér að maður lifir þetta af. Fólk lifir af að missa börnin sín, ég þekki fólk sem hefur misst börnin sín og ég hef alveg séð þau hlægja og halda áfram með lífið. Ég er svo sorgmædd að hann hafi þurft að fara þangað og þurft að standa í þessum sporum en ég er aldrei reið við hann. Hann var ekki að gera þetta til að reyna meiða okkur,“ segir Eva. Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is.
Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is.
Ísland í dag Geðheilbrigði Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira