Fyrsti 100% hreini rafbíllinn frá Mazda Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 3. september 2020 07:00 Mazda-MX30 Mazda MX-30, fyrsti 100% hreini rafbíll Mazda, er nú á leiðinni til Íslands og mun Brimborg bjóða hann með ríkulegum staðalbúnaði, víðtækri ábyrgð og innbyggðri varmadælu á verði frá 3.980.000 kr. Forpöntun á Mazda MX-30 hefst í Vefsýningarsal Brimborgar á miðnætti 4. september. Sýningar- og reynsluakstursbílar koma til Íslands í október og afhendingar til viðskiptavina hefjast í lok árs. Bakkmyndavél og GPS vegaleiðsögn staðalbúnaður Í SKY grunnbúnaði MX-30 er að finna bakkmyndavél, fjarlægðarstillanlegan hraðastilli (Mazda Radar Cruise Control), GPS vegaleiðsögn ásamt umferðaskiltalesara, öflug hljómtæki, 8,8“ skjá, Mazda Connect með USB tengingu fyrir Android Auto eða Apple Car Play, leðurklætt stýrishjól, tölvustýrða miðstöð með loftkælingu (AC) og 18“ álfelgur svo fátt eitt sé nefnt. Lágmörkun á mengunarfótspori frá framleiðslu til förgunar Hnattræn hlýnun kallar á nýjar lausnir. Við hönnun Mazda MX-30 var lögð áhersla að minnka mengunarfótspor bílsins í heild þ.e. heildarmengun bílsins frá framleiðslu til förgunar (Life Cycle Assesement). Þá er horft til umhverfisvænna aðfanga og framleiðsluferla, notkunar bílsins á líftíma hans og að lokum förgunar. Hluti af þessari vegferð er að létta bílinn sem dregur úr notkun aðfanga. Léttari bíll með léttari drifrafhlöðu lækkar rafmagnsnotkun í akstri (orkueyðsla) og raundrægni verður sem næst mældri drægni, aksturseiginleikar verða betri og förgunarkostnaður í lokin lágmarkaður. Með þessari nálgun er hleðslutími drifrafhlöðunnar einnig lágmarkaður og hún tekur ekkert af farangursrými bílsins sem eykur notagildi hans. Mazda-MX30 í sambandi. Létt drifrafhlaðan er eldsnögg í hleðslu og skilar framúrskarandi drægni fyrir bæjarsnattið Daglegur meðal akstur á Íslandi er um 40 km og með 35,5 kWh drifrafhlöðunni er bæjardrægni einstaklega góð eða 265 km. og blönduð drægni með langkeyrslu 200 km. skv. WLTP mælingum. Bæjardrægni rafbíla er oft umtalsvert meiri en langakstursdrægni sökum þess að hraði er minni og hemlaorka nýtist oftar til að hlaða inn á drifrafhlöðuna. Miðað við hefðbundna bæjarnotkun þá þarf aðeins að hlaða drifrafhlöðuna að jafnaði á viku fresti. Mazda MX-30 100% rafbíll er með 6,6 kW 16A hleðslustýringu og í einfasa 7,4 kW hleðslustöð (AC) heima eða í vinnu er hægt að hlaða úr 20% í 80% drægni á rúmum 3klst. Tóma drifrafhlöðu má síðan fullhlaða yfir nótt á 5 klst. Fyrir lengri ferðir út á land þarf að bæta á rafmagni og í algengustu hraðhleðslustöðvum (DC) á Íslandi, 50 kW, tekur aðeins 36 mínútur að hlaða úr 20% í 80% drægni. Varmadæla er mikilvægur búnaður í rafbílum, sérstaklega á Íslandi því hún vinnur best frá 5 gráðum undir frostmarki og til 15 gráðu hita og er staðalbúnaður í Mazda MX-30 á Íslandi. Varmadæla endurnýtir orku úr umhverfinu fyrir bæði miðstöð og drifrafhlöðu bílsins sem gerir kleift að að spara orku drifrafhlöðunnar við hitun eða kælingu bílsins. Það getur munað allt að 30 km eða um 15% af drægni bílsins hvort varmadæla er í bílnum eða ekki. Mazda-MX30 5 ára víðtækri ábyrgð og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu Við hönnun Mazda MX-30 var ekkert slakað á gæðakröfum japanska bílaframleiðandans sem endurspeglast í 5 ára víðtækri ábyrgð á bílnum og 8 ára (160.000 km.) ábyrgð á drifrafhlöðu. Ábyrgðarskilmálar gilda aðeins um bíla sem eru seldir hjá Brimborg og eru háðir því að bíllinn komi í þjónustu skv. skilmálum Mazda Motor Corporation og Brimborgar. e-Skyactiv aksturstækni Mazda skilar einstökum aksturseiginleikum 100% hreini rafbíllinn Mazda MX-30 er hannaður út frá áratugalangri keppnisreynslu Mazda bílaframleiðandans. Rafvélin er 145 hestafla og skilar 270,9 Nm af togi. e-Skyactiv aksturstæknin heldur bílnum sem límdum við götuna eins og Mazda er einum lagið þar sem einstakt fjöðrunarkerfið og akstursstjórnunartæknin Electric G-Vectoring Control Plus (e-GVC PLUS) leika lykilhlutverk. Nýja rafdrifna orkugjöfin notar nýja tækni til að ná tilætluðum hraða með því að greina líkamsstöðu ökumanns og fyrirhugaða hröðun eða hraðaminnkun. Fyrir fullkominn hemlunarárangur leyfir hemlafótstigið hemlaþrýsting að byggjast upp varlega, viðhalda stöðugum styrk og sleppa síðan mjúklega. Þetta tryggir náttúrulega akstursánægju Mazda. Mazda MX-30 er með einstaka hurðaopnun. Einstök hurðaopnun sem skapar framúrskarandi aðgengi Einstök Kodo hönnun Mazda MX-30 100% hreina rafbílsins á engan sinn líka. Hábyggð yfirbyggingin sómir sér vel á götu, stórar rúður skapa gott útsýni, einstök hurðaopnun býður upp á einstakt aðgengi með 82 gráðu opnun framhurða og 80 gráðu opnun afturhurða og há sætisstaðan býður ökumenn og farþega velkomna. Innrarými í nýjum Mazda-MX30 Innrarými með einstöku notagildi, hárri sætisstöðu og umhverfismildum gæðaefnum Þegar sest er inn í Mazda MX-30 100% hreina rafbílinn blasir við einstakt samval gæðaefna sem hafa verið valin með umhverfisvernd og endingu að leiðarljósi. Korkur er notaður í miðjustokk sem unnin er úr trjám án þess að þau séu felld og efni í innréttingum framleidd úr endurunnum plastefnum. Áferð, saumar og önnur smáatriði bera þess merki að vera samsett af mikilli natni og gefa bílnum einstaka lúxusásýnd. Mazda MX-30 fékk Red Dot 2020 alþjóðlegu hönnunarverðlaunin en áður höfðu Mazda 3 og Mazda CX-30 fengið þessi virtu verðlaun. Forpantanir hefjast 4. september á verði frá 3.980.000 kr. Brimborg mun byrja að taka við forpöntunum á Mazda MX-30 100% rafbílnum á miðnætti þann 4. september í Vefsýningarsal nýrra bíla hjá Brimborg. Sýningar- og reynsluakstursbílar verða hjá Brimborg í október og afhendingar til kaupenda hefjast í lok árs. Mazda MX-30 100% rafbíllinn verður kynntur á einstaklega hagstæðu verði eða aðeins frá 3.980.000 kr. og er Mazda MX-30 því einn ódýrasti rafbíllinn á Íslandi. Staðfestingargjald við staðfestingu pöntunar er 10% eða 400.000 kr. Vistvænir bílar Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent
Mazda MX-30, fyrsti 100% hreini rafbíll Mazda, er nú á leiðinni til Íslands og mun Brimborg bjóða hann með ríkulegum staðalbúnaði, víðtækri ábyrgð og innbyggðri varmadælu á verði frá 3.980.000 kr. Forpöntun á Mazda MX-30 hefst í Vefsýningarsal Brimborgar á miðnætti 4. september. Sýningar- og reynsluakstursbílar koma til Íslands í október og afhendingar til viðskiptavina hefjast í lok árs. Bakkmyndavél og GPS vegaleiðsögn staðalbúnaður Í SKY grunnbúnaði MX-30 er að finna bakkmyndavél, fjarlægðarstillanlegan hraðastilli (Mazda Radar Cruise Control), GPS vegaleiðsögn ásamt umferðaskiltalesara, öflug hljómtæki, 8,8“ skjá, Mazda Connect með USB tengingu fyrir Android Auto eða Apple Car Play, leðurklætt stýrishjól, tölvustýrða miðstöð með loftkælingu (AC) og 18“ álfelgur svo fátt eitt sé nefnt. Lágmörkun á mengunarfótspori frá framleiðslu til förgunar Hnattræn hlýnun kallar á nýjar lausnir. Við hönnun Mazda MX-30 var lögð áhersla að minnka mengunarfótspor bílsins í heild þ.e. heildarmengun bílsins frá framleiðslu til förgunar (Life Cycle Assesement). Þá er horft til umhverfisvænna aðfanga og framleiðsluferla, notkunar bílsins á líftíma hans og að lokum förgunar. Hluti af þessari vegferð er að létta bílinn sem dregur úr notkun aðfanga. Léttari bíll með léttari drifrafhlöðu lækkar rafmagnsnotkun í akstri (orkueyðsla) og raundrægni verður sem næst mældri drægni, aksturseiginleikar verða betri og förgunarkostnaður í lokin lágmarkaður. Með þessari nálgun er hleðslutími drifrafhlöðunnar einnig lágmarkaður og hún tekur ekkert af farangursrými bílsins sem eykur notagildi hans. Mazda-MX30 í sambandi. Létt drifrafhlaðan er eldsnögg í hleðslu og skilar framúrskarandi drægni fyrir bæjarsnattið Daglegur meðal akstur á Íslandi er um 40 km og með 35,5 kWh drifrafhlöðunni er bæjardrægni einstaklega góð eða 265 km. og blönduð drægni með langkeyrslu 200 km. skv. WLTP mælingum. Bæjardrægni rafbíla er oft umtalsvert meiri en langakstursdrægni sökum þess að hraði er minni og hemlaorka nýtist oftar til að hlaða inn á drifrafhlöðuna. Miðað við hefðbundna bæjarnotkun þá þarf aðeins að hlaða drifrafhlöðuna að jafnaði á viku fresti. Mazda MX-30 100% rafbíll er með 6,6 kW 16A hleðslustýringu og í einfasa 7,4 kW hleðslustöð (AC) heima eða í vinnu er hægt að hlaða úr 20% í 80% drægni á rúmum 3klst. Tóma drifrafhlöðu má síðan fullhlaða yfir nótt á 5 klst. Fyrir lengri ferðir út á land þarf að bæta á rafmagni og í algengustu hraðhleðslustöðvum (DC) á Íslandi, 50 kW, tekur aðeins 36 mínútur að hlaða úr 20% í 80% drægni. Varmadæla er mikilvægur búnaður í rafbílum, sérstaklega á Íslandi því hún vinnur best frá 5 gráðum undir frostmarki og til 15 gráðu hita og er staðalbúnaður í Mazda MX-30 á Íslandi. Varmadæla endurnýtir orku úr umhverfinu fyrir bæði miðstöð og drifrafhlöðu bílsins sem gerir kleift að að spara orku drifrafhlöðunnar við hitun eða kælingu bílsins. Það getur munað allt að 30 km eða um 15% af drægni bílsins hvort varmadæla er í bílnum eða ekki. Mazda-MX30 5 ára víðtækri ábyrgð og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu Við hönnun Mazda MX-30 var ekkert slakað á gæðakröfum japanska bílaframleiðandans sem endurspeglast í 5 ára víðtækri ábyrgð á bílnum og 8 ára (160.000 km.) ábyrgð á drifrafhlöðu. Ábyrgðarskilmálar gilda aðeins um bíla sem eru seldir hjá Brimborg og eru háðir því að bíllinn komi í þjónustu skv. skilmálum Mazda Motor Corporation og Brimborgar. e-Skyactiv aksturstækni Mazda skilar einstökum aksturseiginleikum 100% hreini rafbíllinn Mazda MX-30 er hannaður út frá áratugalangri keppnisreynslu Mazda bílaframleiðandans. Rafvélin er 145 hestafla og skilar 270,9 Nm af togi. e-Skyactiv aksturstæknin heldur bílnum sem límdum við götuna eins og Mazda er einum lagið þar sem einstakt fjöðrunarkerfið og akstursstjórnunartæknin Electric G-Vectoring Control Plus (e-GVC PLUS) leika lykilhlutverk. Nýja rafdrifna orkugjöfin notar nýja tækni til að ná tilætluðum hraða með því að greina líkamsstöðu ökumanns og fyrirhugaða hröðun eða hraðaminnkun. Fyrir fullkominn hemlunarárangur leyfir hemlafótstigið hemlaþrýsting að byggjast upp varlega, viðhalda stöðugum styrk og sleppa síðan mjúklega. Þetta tryggir náttúrulega akstursánægju Mazda. Mazda MX-30 er með einstaka hurðaopnun. Einstök hurðaopnun sem skapar framúrskarandi aðgengi Einstök Kodo hönnun Mazda MX-30 100% hreina rafbílsins á engan sinn líka. Hábyggð yfirbyggingin sómir sér vel á götu, stórar rúður skapa gott útsýni, einstök hurðaopnun býður upp á einstakt aðgengi með 82 gráðu opnun framhurða og 80 gráðu opnun afturhurða og há sætisstaðan býður ökumenn og farþega velkomna. Innrarými í nýjum Mazda-MX30 Innrarými með einstöku notagildi, hárri sætisstöðu og umhverfismildum gæðaefnum Þegar sest er inn í Mazda MX-30 100% hreina rafbílinn blasir við einstakt samval gæðaefna sem hafa verið valin með umhverfisvernd og endingu að leiðarljósi. Korkur er notaður í miðjustokk sem unnin er úr trjám án þess að þau séu felld og efni í innréttingum framleidd úr endurunnum plastefnum. Áferð, saumar og önnur smáatriði bera þess merki að vera samsett af mikilli natni og gefa bílnum einstaka lúxusásýnd. Mazda MX-30 fékk Red Dot 2020 alþjóðlegu hönnunarverðlaunin en áður höfðu Mazda 3 og Mazda CX-30 fengið þessi virtu verðlaun. Forpantanir hefjast 4. september á verði frá 3.980.000 kr. Brimborg mun byrja að taka við forpöntunum á Mazda MX-30 100% rafbílnum á miðnætti þann 4. september í Vefsýningarsal nýrra bíla hjá Brimborg. Sýningar- og reynsluakstursbílar verða hjá Brimborg í október og afhendingar til kaupenda hefjast í lok árs. Mazda MX-30 100% rafbíllinn verður kynntur á einstaklega hagstæðu verði eða aðeins frá 3.980.000 kr. og er Mazda MX-30 því einn ódýrasti rafbíllinn á Íslandi. Staðfestingargjald við staðfestingu pöntunar er 10% eða 400.000 kr.
Vistvænir bílar Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent