KR vann Fylki í spennandi leik Bjarni Bjarnason skrifar 2. september 2020 08:05 Fyrstu viðureigninni í Vodafone-deildinni lauk með sigri KR í hörkuspennandi leik við Fylki. Kortið Nuke var valið af liði KR sem var heimalið í þessari viðureign. Þaulreynt lið KR byrjaði með góðum stíganda í sókn (terrorist) og þegar þeir tóku fyrstu lotuna leit allt út fyrir að KR-ingar myndu fara auðveldlega í gegnum Fylkismenn. Fylkir reyndi að malda í móinn og náði að krækja í eina og eina lotu en náðu ekki að fylgja nógu vel eftir lotunum sem þeir tóku. Skipid (Tumi Geirsson), leikmaður Fylkis, tók út þrjá leikmenn KR í mikilvægu í áttundu lotu en það var ekki nóg til að koma Fylki af stað. Þeir voru þvingaðir til lélegra kaupa í 15. lotu og KR lokaði hálfleiknum í góðri stöðu 10-5. KR-ingar byrjuðu seinni hálfleik líka vel með því að taka fyrstu lotu og það virtist ekki vera mikil von hjá Fylki. En Fylkir kom KR á óvart með því að kaupa í annarri lotu og komu sér af stað inn í leikinn. Staðan var 11-6 KR í vil, en það lið sem er fyrst í 16 vinnur leikinn. Markaði þessi leikflétta upphaf endurreisnarinnar fyrir Fylki. Þeir virtust vera búnir að stela keflinu af KR-ingum og stýrðu leiknum þrátt fyrir að vera undir. Þegar staðan var 14-13 fyrir KR þá leit allt út fyrir að leikurinn færi í framlengingu. Hvort það var inngrip óheilladísarinnar eða spennan sem náði til viruz (Magnús Árni Magnússon) þá klikkaði hann á mikilvægu skoti og komust KR-ingar aftur inn í leikinn, staðan 15-13 fyrir KR. Leikmenn Fylkis börðust hetjulega og fengu KR-ingar sannarlega að svitna en það dugði ekki til. KR vann leikinn 16-13. Fylkir sendi skýr skilaboð að þeir ætli sér að berjast um efstu fjögur sætin með stórskemmtilegum leik á heimavelli KR. Critical maður leiksins var Midgard (Heiðar Flóvent Friðriksson) sem átti frábæran leik og tók margar áhrifamiklar ákvarðanir sem breyttu gangi leiksins KR í vil. Vodafone-deildin Rafíþróttir Fylkir KR Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Fyrstu viðureigninni í Vodafone-deildinni lauk með sigri KR í hörkuspennandi leik við Fylki. Kortið Nuke var valið af liði KR sem var heimalið í þessari viðureign. Þaulreynt lið KR byrjaði með góðum stíganda í sókn (terrorist) og þegar þeir tóku fyrstu lotuna leit allt út fyrir að KR-ingar myndu fara auðveldlega í gegnum Fylkismenn. Fylkir reyndi að malda í móinn og náði að krækja í eina og eina lotu en náðu ekki að fylgja nógu vel eftir lotunum sem þeir tóku. Skipid (Tumi Geirsson), leikmaður Fylkis, tók út þrjá leikmenn KR í mikilvægu í áttundu lotu en það var ekki nóg til að koma Fylki af stað. Þeir voru þvingaðir til lélegra kaupa í 15. lotu og KR lokaði hálfleiknum í góðri stöðu 10-5. KR-ingar byrjuðu seinni hálfleik líka vel með því að taka fyrstu lotu og það virtist ekki vera mikil von hjá Fylki. En Fylkir kom KR á óvart með því að kaupa í annarri lotu og komu sér af stað inn í leikinn. Staðan var 11-6 KR í vil, en það lið sem er fyrst í 16 vinnur leikinn. Markaði þessi leikflétta upphaf endurreisnarinnar fyrir Fylki. Þeir virtust vera búnir að stela keflinu af KR-ingum og stýrðu leiknum þrátt fyrir að vera undir. Þegar staðan var 14-13 fyrir KR þá leit allt út fyrir að leikurinn færi í framlengingu. Hvort það var inngrip óheilladísarinnar eða spennan sem náði til viruz (Magnús Árni Magnússon) þá klikkaði hann á mikilvægu skoti og komust KR-ingar aftur inn í leikinn, staðan 15-13 fyrir KR. Leikmenn Fylkis börðust hetjulega og fengu KR-ingar sannarlega að svitna en það dugði ekki til. KR vann leikinn 16-13. Fylkir sendi skýr skilaboð að þeir ætli sér að berjast um efstu fjögur sætin með stórskemmtilegum leik á heimavelli KR. Critical maður leiksins var Midgard (Heiðar Flóvent Friðriksson) sem átti frábæran leik og tók margar áhrifamiklar ákvarðanir sem breyttu gangi leiksins KR í vil.
Vodafone-deildin Rafíþróttir Fylkir KR Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira