María Birta hefur þurft að fara á spítala eftir leiksýningar Stefán Árni Pálsson skrifar 1. september 2020 10:29 María Birta er búsett í Las Vegas en hefur undanfarnar vikur verið hér á landi. Leikkonan María Birta Bjarnadóttir hefur búið undanfarin ár í Bandaríkjunum þar sem hún hefur verið að reyna fyrir sér í leiklistinni. Sem stendur er hún búsett í Las Vegas og tekur þátt í sýningu þar í borg tíu sinnum í viku. María Birta var á sínum tíma verslunareigandi í Reykjavík og gekk reksturinn vel og þegar best var velti búðin tíu milljónum á mánuði. Hún átti tískufataverslunina Maníu. María er er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar. Í viðtalinu ræða Sölvi og María Birta meðal annars um nýjasta verkefnið og líkamlegu átökin eru ekkert grín. Hlutverkið stækkaði og stækkaði „Mér er sagt að ég sé nunna í þessu showi, svo fannst þeim allt í einu frábær hugmynd að allir myndu berja nunnuna og ég hef ekki tölu á því hvað ég hef verið kýld oft í andlitið og svo er brotin flaska á hausnum á mér í sýningunni og hlutverkið mitt stækkar alltaf og núna er ég í 70 mínútur af 100 mínútum á sviðinu,“ segir María. „Ég hef alveg þrisvar sinnum þurft að fara á spítala og farið í röntgenmyndatökur eftir sýningarnar og alls konar. Það er til dæmis brotinn stóll á bakinu á mér í hverri sýningu og af því að hver einasti stóll kostar talsverðan pening þá er hann límdur saman og það fer eftir því hversu mikið lím er notað hversu harður hann verður og líka hver er að brjóta hann á mér. Ég hef nokkrum sinnum farið úr lið á hendinni og verið með svarta marbletti á mjöðminni og fleira. Ég veit að þetta hljómar furðulega, en þetta er bara eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert á ævinni.” Sýningin er nú í tímabundnu hléi vegna heimsfaraldursins, sem var vægast sagt sérstakur fyrir Maríu Birtu og Ella Egilsson, eiginmann hennar. „Ég og Elli tókum bara strax þá ákvörðun að við myndum ekki hitta neinn, þannig að frá 16. mars og alveg þangað til við komum til Íslands í ágúst hittum við eina stelpu. Annars vorum við bara saman í einangrun í 5 mánuði. Við fórum ekki út úr húsi í tvö mánuði, ekki einu sinni í labbitúr. Svo fórum við í fyrsta göngutúrinn í maí og Elli tekur krúttlega selfie af okkur og ég sé myndina og ég hugsaði: „hver er þetta?” af því að ég var búin að fitna svo mikið. Ég hef aldrei í mínu lífi fitnað en þarna var ég búin að fitna um 11 kíló á tveimur mánuðum af því að ég hreyfði mig ekki neitt. Ég var bara orðin eins og helíum blaðra.” Í viðtalinu ræða Sölvi og María Birta líka um menninguna í leiklistinni bæði í Bandaríkjunum og á Íslandi og hvað hefur breyst eftir metoo byltinguna. Metoo breytti miklu „Það hafa alveg verið moment á Íslandi þar sem mér leið ekki vel á setti. Fyrir mig breyttist andrúmsloftið mikið hérna heima í leiklistinni eftir metoo byltinguna og mér fannst gott að senda inn mína sögu og klára mitt mál. Ég lék nýlega í nektarsenu úti og þá fann maður vel breytinguna. Það var svo vel passað upp á að allt væri í lagi og að mér liði vel að það var næstum því hlægilegt. Það hefði aldrei verið svona áður en metoo átti sér stað. En það er rétt að taka það fram að þessi sena var klippt út og fór ekki neitt.” Í viðtalinu ræða Sölvi og María Birta um adrenalínfíknina, löngunina til að vera alltaf að læra eitthvað nýtt, ferilinn í leiklistinni og margt margt fleira. Viðtalið í heild má sjá hér að neðan. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
Leikkonan María Birta Bjarnadóttir hefur búið undanfarin ár í Bandaríkjunum þar sem hún hefur verið að reyna fyrir sér í leiklistinni. Sem stendur er hún búsett í Las Vegas og tekur þátt í sýningu þar í borg tíu sinnum í viku. María Birta var á sínum tíma verslunareigandi í Reykjavík og gekk reksturinn vel og þegar best var velti búðin tíu milljónum á mánuði. Hún átti tískufataverslunina Maníu. María er er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar. Í viðtalinu ræða Sölvi og María Birta meðal annars um nýjasta verkefnið og líkamlegu átökin eru ekkert grín. Hlutverkið stækkaði og stækkaði „Mér er sagt að ég sé nunna í þessu showi, svo fannst þeim allt í einu frábær hugmynd að allir myndu berja nunnuna og ég hef ekki tölu á því hvað ég hef verið kýld oft í andlitið og svo er brotin flaska á hausnum á mér í sýningunni og hlutverkið mitt stækkar alltaf og núna er ég í 70 mínútur af 100 mínútum á sviðinu,“ segir María. „Ég hef alveg þrisvar sinnum þurft að fara á spítala og farið í röntgenmyndatökur eftir sýningarnar og alls konar. Það er til dæmis brotinn stóll á bakinu á mér í hverri sýningu og af því að hver einasti stóll kostar talsverðan pening þá er hann límdur saman og það fer eftir því hversu mikið lím er notað hversu harður hann verður og líka hver er að brjóta hann á mér. Ég hef nokkrum sinnum farið úr lið á hendinni og verið með svarta marbletti á mjöðminni og fleira. Ég veit að þetta hljómar furðulega, en þetta er bara eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert á ævinni.” Sýningin er nú í tímabundnu hléi vegna heimsfaraldursins, sem var vægast sagt sérstakur fyrir Maríu Birtu og Ella Egilsson, eiginmann hennar. „Ég og Elli tókum bara strax þá ákvörðun að við myndum ekki hitta neinn, þannig að frá 16. mars og alveg þangað til við komum til Íslands í ágúst hittum við eina stelpu. Annars vorum við bara saman í einangrun í 5 mánuði. Við fórum ekki út úr húsi í tvö mánuði, ekki einu sinni í labbitúr. Svo fórum við í fyrsta göngutúrinn í maí og Elli tekur krúttlega selfie af okkur og ég sé myndina og ég hugsaði: „hver er þetta?” af því að ég var búin að fitna svo mikið. Ég hef aldrei í mínu lífi fitnað en þarna var ég búin að fitna um 11 kíló á tveimur mánuðum af því að ég hreyfði mig ekki neitt. Ég var bara orðin eins og helíum blaðra.” Í viðtalinu ræða Sölvi og María Birta líka um menninguna í leiklistinni bæði í Bandaríkjunum og á Íslandi og hvað hefur breyst eftir metoo byltinguna. Metoo breytti miklu „Það hafa alveg verið moment á Íslandi þar sem mér leið ekki vel á setti. Fyrir mig breyttist andrúmsloftið mikið hérna heima í leiklistinni eftir metoo byltinguna og mér fannst gott að senda inn mína sögu og klára mitt mál. Ég lék nýlega í nektarsenu úti og þá fann maður vel breytinguna. Það var svo vel passað upp á að allt væri í lagi og að mér liði vel að það var næstum því hlægilegt. Það hefði aldrei verið svona áður en metoo átti sér stað. En það er rétt að taka það fram að þessi sena var klippt út og fór ekki neitt.” Í viðtalinu ræða Sölvi og María Birta um adrenalínfíknina, löngunina til að vera alltaf að læra eitthvað nýtt, ferilinn í leiklistinni og margt margt fleira. Viðtalið í heild má sjá hér að neðan.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira