„Heil kynslóð gæti misst af skólagöngu“ Heimsljós 27. ágúst 2020 11:09 Forsíðumynd skýrslunnar „Heimurinn stendur frammi fyrir fordæmalausum aðstæðum sem geta grafið undan margra áratuga árangri í menntamálum og aukið ójöfnuð til muna. Það dylst engum hversu neikvæð áhrif langvarandi lokun skóla getur haft á börn og ungmenni og því lengur sem skólar eru lokaðir og engin önnur tækifæri bjóðast til menntunar, því meiri hætta er á að börn flosni upp úr námi,“ segir Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Í dag kom út skýrsla á vegum Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) um menntun barna á tímum COVID-19 sem sýnir hversu gífurleg áhrif heimsfaraldurinn hefur haft og mun hafa á tækifæri barna til náms. Þar segir að neyðarástand ríki í menntamálum um allan heim og bent á að þegar skólum var lokað í vor til að hefta útbreiðslu COVID-19 hafi það haft áhrif á menntun 1,5 milljarða barna í 190 löndum. Í skýrslunni kemur fram að þriðjungur skólabarna gat ekki stundað fjarnám - í gegnum sjónvarp, útvarp, síma eða tölvu - þegar skólar þeirra lokuðu, eða um 463 milljónir barna. „Verst er staða barna í Afríku sunnan Sahara, en þar hafði helmingur skólabarna engan aðgang að fjarkennslu,“ segir í frétt frá UNICEF. Skýrslan varpar ljósi á mikla misskiptingu milli heimshluta þegar kemur að tækifærum barna til menntunar. Hún sýnir einnig að lokun skóla bitnar hvað verst á þremur hópum barna: þeim yngstu, sem undir venjulegum kringumstæðum væru að hefja skólagöngu sína, þeim fátækustu og þeim sem búa á afskekktustu svæðunum. „Þetta er eitt stærsta verkefni á sviði menntamála sem UNICEF hefur nokkru sinni staðið frammi fyrir. Aðstæður eru erfiðar og hindranirnar margar en allt kapp er lagt á að finna lausnir. Heil kynslóð gæti misst af skólagöngu og því brýnt að bregðast við,“ segir Birna. „Að tryggja menntun barna um allan heim er forgangsatriði hjá UNICEF. Skólinn er ekki eingöngu staður til að læra. Skólinn getur til að mynda veitt börnum stöðugleika og daglega rútínu, getur hjálpað börnum að komast yfir sálræn áföll og kvíða og komið í veg fyrir að stúlkur séu gefnar barnungar í hjónaband. Auk þess eru skólamáltíðarnar oft eina heita máltíðin sem börn fá yfir daginn og þar fá börn einnig mikilvægar bólusetningar,“ segir meðal annars í frétt UNICEF. Þar segir ennfremur að UNICEF sendi ákall til ríkisstjórna heimsins að efla leiðir til fjarkennslu fyrir hundruð milljóna barna sem hafa ekki þau tól og tæki sem þarf til að læra heima hjá sér. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Skóla - og menntamál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent
„Heimurinn stendur frammi fyrir fordæmalausum aðstæðum sem geta grafið undan margra áratuga árangri í menntamálum og aukið ójöfnuð til muna. Það dylst engum hversu neikvæð áhrif langvarandi lokun skóla getur haft á börn og ungmenni og því lengur sem skólar eru lokaðir og engin önnur tækifæri bjóðast til menntunar, því meiri hætta er á að börn flosni upp úr námi,“ segir Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Í dag kom út skýrsla á vegum Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) um menntun barna á tímum COVID-19 sem sýnir hversu gífurleg áhrif heimsfaraldurinn hefur haft og mun hafa á tækifæri barna til náms. Þar segir að neyðarástand ríki í menntamálum um allan heim og bent á að þegar skólum var lokað í vor til að hefta útbreiðslu COVID-19 hafi það haft áhrif á menntun 1,5 milljarða barna í 190 löndum. Í skýrslunni kemur fram að þriðjungur skólabarna gat ekki stundað fjarnám - í gegnum sjónvarp, útvarp, síma eða tölvu - þegar skólar þeirra lokuðu, eða um 463 milljónir barna. „Verst er staða barna í Afríku sunnan Sahara, en þar hafði helmingur skólabarna engan aðgang að fjarkennslu,“ segir í frétt frá UNICEF. Skýrslan varpar ljósi á mikla misskiptingu milli heimshluta þegar kemur að tækifærum barna til menntunar. Hún sýnir einnig að lokun skóla bitnar hvað verst á þremur hópum barna: þeim yngstu, sem undir venjulegum kringumstæðum væru að hefja skólagöngu sína, þeim fátækustu og þeim sem búa á afskekktustu svæðunum. „Þetta er eitt stærsta verkefni á sviði menntamála sem UNICEF hefur nokkru sinni staðið frammi fyrir. Aðstæður eru erfiðar og hindranirnar margar en allt kapp er lagt á að finna lausnir. Heil kynslóð gæti misst af skólagöngu og því brýnt að bregðast við,“ segir Birna. „Að tryggja menntun barna um allan heim er forgangsatriði hjá UNICEF. Skólinn er ekki eingöngu staður til að læra. Skólinn getur til að mynda veitt börnum stöðugleika og daglega rútínu, getur hjálpað börnum að komast yfir sálræn áföll og kvíða og komið í veg fyrir að stúlkur séu gefnar barnungar í hjónaband. Auk þess eru skólamáltíðarnar oft eina heita máltíðin sem börn fá yfir daginn og þar fá börn einnig mikilvægar bólusetningar,“ segir meðal annars í frétt UNICEF. Þar segir ennfremur að UNICEF sendi ákall til ríkisstjórna heimsins að efla leiðir til fjarkennslu fyrir hundruð milljóna barna sem hafa ekki þau tól og tæki sem þarf til að læra heima hjá sér. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Skóla - og menntamál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent