„Ég hef áhyggjur af ungum konum sem eru hættar að sjá hvað er eðlilegt útlit“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 26. ágúst 2020 20:04 Jenna Huld húðlæknir segist hafa töluverðar áhyggjur af óraunhæfum útlitskröfum ungra kvenna á Íslandi og segir nauðsynlega vanta lög og verkreglur varðandi notkun fylliefna. Aðsend mynd „Þetta er vandamál hjá þeim sem eru að sprauta í varirnar, ekki kúnnunum. Það eru ekki til nein lög eða verklagsreglur á meðhöndlun fyllingarefna á Íslandi sem er mikið áhyggjuefni,“ segir Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni í viðtali við Vísi. Í vikunni birti Húðlæknastöðin einskonar viðvörun í story á Instagram prófíl sínum þar sem birtar voru myndir og útskýringar á því hvað getur farið úrskeiðis varðandi varafyllingar og þegar of miklu efni er sprautað í varir. Fylgjendur voru hvattir til að deila boðskapnum og sýndar voru myndir af því hvað telst eðlilegt og óeðlilegt þegar varir eru meðhöndlaðar með fylliefnum. „Þetta er búið að vera mikið vandamál á Íslandi því að fylliefni eru ekki skilgreind sem lyf. Í dag eru þau skilgreind eins og snyrtivara og því þarf enga sérmenntun til að nota efnið.“ Það er því ekki ólöglegt samkvæmt Jennu fyrir í raun hvern sem er að taka nál og sprauta fylliefni í andlit fólks og engin eftirfylgni með notkun efnisins. „Við sem störfum við húðlækningar, höfum verið að berjast fyrir þessu í langan tíma, að fá þetta efni skilgreint sem lækningarvöru,“ segir Jenna og bætir því við að það hafi ekki ennþá tekist. „Við höfum verið að þrýsta á Landlækni og heilbrigðisráðuneytið til að koma á almennilegu regluverki varðandi fegrunarmeðferðir þannig að fólk geti treyst því að þeir sem leitað er til, séu fagaðilar“. Næringarþerapistar, snyrtifræðingar og förðunarfræðingar eru meðal þeirra aðila sem bjóða í dag upp á andlitsmeðferðir með fyllingarefni og segir Jenna að það geti eðlilega verið ruglandi fyrir ungar stelpur að gera greinarmun á því hver er fagaðili og hver ekki. Í dag þá er máttur áhrifavalda og samfélagsmiðla svo mikill og ungar stelpur fara á þann stað eða til þeirra manneskju sem einhver sem þær líta upp til mælir með. Þetta er nýtt umhverfi sem við erum að kljást við. „Þær treysta því að þeir aðilar sem eru að framkvæma þessar meðferðir viti hvað þeir eru að gera en þetta er því miður ekki svona einfalt.“ Djúpur skilningur á líffærafræði, æðum, vefjum og öðrum málum er að sögn Jennu nauðsynleg vitneskja þegar kemur að því að sprauta fylliefni í andlit fólks. „Þetta er svo margþætt og margt sem getur komið upp á, ekki bara útlitslega séð heldur líka líffræðilega. Að fara með nál í andlit manneskju getur verið mjög varasamt ef þú hefur ekki þá þekkingu sem til þarf.“ Sem dæmi þá eru mjög strangar reglur og lög varðandi meðhöndlun á botox efni og sem dæmi þá mega ekki allir læknar nota þetta efni. Hætturnar sem fylgja því að ófaglærðir aðilar séu að sprauta fylliefni í andlit segir Jenna að geti verið margar. Sumir sprauti jafnvel í æðar sem geti stíflast og í sumum tilvikum getur þá myndast drep í húðina og þá varanleg ör í kjölfarið. Einnig er möguleiki á því að fólk sprauti í taugar sem geti valdið taugaskaða. Þetta eru dæmi sem að sögn Jennu séu eru að gerast og segist hún fá alltof margar konur til sín sem hafa lent illa í því hjá ófaglærðum aðilum. Getty „Fólk hugsar því miður ekki nógu vel út í afleiðingarnar í fegrunarmeðferðum sem þessum. Hvað ef eitthvað kemur fyrir sem getur auðvitað gerst, þá er viðkomandi ekki tryggður ef hann fær meðhöndlun á svona stofum.“ Útlitslega segir Jenna að þetta „trend“ sem er í gangi á Íslandi varðandi ofurþrýstnar varir sé mjög varasamt og alls ekki eðlilegt útlit. Hún segir að kröfur og væntingar íslenskra ungra kvenna til útlits séu oft á tíðum mjög óraunhæfar og að áhrif útlitsdýrkandi áhrifavalda séu greinilega mjög sterk. Ég held að stelpurnar átti sig ekki á því að þetta er ekki eðlilegt útlit enda er það kannski skiljanlegt þegar samfélagmiðlar sýna þetta útlit sem einhverja glansmynd. „Á Norðurlöndunum sækjast ungar stelpur meira í náttúrulegra útlit og vilja alls ekki of mikla fyllingu í varirnar. Við erum greinilega aðeins á eftir hér á Íslandi hvað þetta varðar“ Varafyllingar eru flokkaðar í 4 stig samkvæmt breska lækninum Dr. Harris sem hefur verið ötull talsmaður þess að setja lítið magn af fylliefnum í varir svo þær haldi náttúrulegri lögun. Hér er fyrir neðan er hægt að sjá skilgreiningar á þessum stigum. Stig 1 - Eðlileg fylling þar sem náttúruleg lögun varanna fá að njóta sín.Stig 2 - Aðeins of mikið fylliefni þannig að efnið flæðir út í varalínuna og brún (Ledge) myndast.Stig 3 - Fylliefnið flæðir vel yfir varalínuna og myndar eins og hillu (shelf) fyrir ofan varalínuna.Stig 4 - Fylliefnið flæðir langt út fyrir varalínuna og þá brettist upp á varirnar og goggur myndast (andarvarir/duck lips). Lagfæra en ekki breyta Varafyllingar eru eitt af meðferðum sem læknar á Húðlæknastöðinni bjóða upp á og segir Jenna að mikil aðsókn sé í þessa meðferð. „Við erum mjög meðvituð um að skoða vandlega allar þær óskir sem kúnninn hefur varðandi útlit sitt og við leggjum mikið upp úr því að fræða þá um hvað sé eðlilegt útlit og hvað ekki. Við segjum hiklaust nei ef að viðkomandi vill eitthvað útlit sem við teljum ekki vera eðlilegt eða ef við sjáum að það eru jafnvel einhver andleg veikindi eða raskanir sem liggja að baki. Við erum ekki að breyta útliti fólks heldur lagfæra og bæta það sem hefur jafnvel glatast. Jenna segir alltaf mjög mikilvægt að skoða heildarmyndina þegar fólk kýs að fara í fegrunarmeðferðir og það sé á þeirra ábyrgð að upplýsa kúnnann á sem bestan máta. „Þú þarft einnig að hafa ákveðna grunnþekkingu á geðsjúkdómum og röskunum því að það er velþekkt að fólk getur ánetjast lýtaaðgerðum og endað í vítahring sem erfitt er að komast úr.“ Varðandi varafyllingarnar, er það alltof algengt að of miklu fylliefni sé sprautað í varirnar og útkoman sé þetta svokallaða „duckface“ eða goggur. „Efnið flæðir út fyrir varirnar og þessi hvíta lína myndast á varalínunni sem við sjáum svo oft. Svo er það þessi svokallaði goggur sem myndast á efri vörinni afleiðing þess að alltof miklu efni er sprautað í varirnar.“ Jenna segir það alltof algengt að of miklu fylliefni sé sprautað í varirnar og sé útkoman það sem flestir þekkja sem svokallað duckface eða goggur. Getty Þurfum stundum að segja nei Aðspurð um ástæðu þess að stelpur sækist í það að koma aftur og aftur til að fá stærri varir, segir Jenna það líklega vera löngunina vera þessa ánægjutilfinningu sem þær finni fyrir eftir fyrsta skiptið. „Það er hætta á því þegar þú ert búin að fá einu sinni í varirnar og ert ánægð með útkomuna að þú sækist aftur í þessa tilfinningu. Þarna er svo mikilvægt að það sé ábyrgur og faglærður aðili sem stýrir meðferðinni. Þarna verðum við oft að segja nei.“ Læknar, sem eru framarlega í lýtalækningum, segir Jenna vera að reyna að sporna við þessari þróun og reyna að sýna hvað er eðlilegt útlit og hvað ekki. „Það sem fólk þarf að átta sig á er að varirnar okkar eru eins og lokað hólf, það er ekki hægt að pína meira vatni ofan í fulla fötu og það er eins með varirnar. Ef það er sett of mikið efni þá flæðir það auðvitað út fyrir.“ Ég hef áhyggjur af ungum konum sem eru hættar að sjá hvað er eðlilegt útlit. Að lokum segist Jenna hvetja fólk til að leita sér ráðgjafar hjá fagaðilum og vonast til vitundarvakingar í íslensku samfélagi varðandi fylliefni. Heilsa Lýtalækningar Tengdar fréttir Sjálfsrækt er ekki sjálfselska Sjálfsrækt er grunnurinn í öllum samböndum, því hvernig þú kemur fram við sjálfan þig setur tóninn fyrir hvernig aðrir koma fram við þig. 4. maí 2020 10:00 Svona bætir þú ónæmiskerfið á tímum kórónuveirunnar Ragga Nagli segir að sum ráð gegn kórónuveirunni séu rugl og kukl, hreinlega hættuleg. 19. apríl 2020 10:00 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira
„Þetta er vandamál hjá þeim sem eru að sprauta í varirnar, ekki kúnnunum. Það eru ekki til nein lög eða verklagsreglur á meðhöndlun fyllingarefna á Íslandi sem er mikið áhyggjuefni,“ segir Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni í viðtali við Vísi. Í vikunni birti Húðlæknastöðin einskonar viðvörun í story á Instagram prófíl sínum þar sem birtar voru myndir og útskýringar á því hvað getur farið úrskeiðis varðandi varafyllingar og þegar of miklu efni er sprautað í varir. Fylgjendur voru hvattir til að deila boðskapnum og sýndar voru myndir af því hvað telst eðlilegt og óeðlilegt þegar varir eru meðhöndlaðar með fylliefnum. „Þetta er búið að vera mikið vandamál á Íslandi því að fylliefni eru ekki skilgreind sem lyf. Í dag eru þau skilgreind eins og snyrtivara og því þarf enga sérmenntun til að nota efnið.“ Það er því ekki ólöglegt samkvæmt Jennu fyrir í raun hvern sem er að taka nál og sprauta fylliefni í andlit fólks og engin eftirfylgni með notkun efnisins. „Við sem störfum við húðlækningar, höfum verið að berjast fyrir þessu í langan tíma, að fá þetta efni skilgreint sem lækningarvöru,“ segir Jenna og bætir því við að það hafi ekki ennþá tekist. „Við höfum verið að þrýsta á Landlækni og heilbrigðisráðuneytið til að koma á almennilegu regluverki varðandi fegrunarmeðferðir þannig að fólk geti treyst því að þeir sem leitað er til, séu fagaðilar“. Næringarþerapistar, snyrtifræðingar og förðunarfræðingar eru meðal þeirra aðila sem bjóða í dag upp á andlitsmeðferðir með fyllingarefni og segir Jenna að það geti eðlilega verið ruglandi fyrir ungar stelpur að gera greinarmun á því hver er fagaðili og hver ekki. Í dag þá er máttur áhrifavalda og samfélagsmiðla svo mikill og ungar stelpur fara á þann stað eða til þeirra manneskju sem einhver sem þær líta upp til mælir með. Þetta er nýtt umhverfi sem við erum að kljást við. „Þær treysta því að þeir aðilar sem eru að framkvæma þessar meðferðir viti hvað þeir eru að gera en þetta er því miður ekki svona einfalt.“ Djúpur skilningur á líffærafræði, æðum, vefjum og öðrum málum er að sögn Jennu nauðsynleg vitneskja þegar kemur að því að sprauta fylliefni í andlit fólks. „Þetta er svo margþætt og margt sem getur komið upp á, ekki bara útlitslega séð heldur líka líffræðilega. Að fara með nál í andlit manneskju getur verið mjög varasamt ef þú hefur ekki þá þekkingu sem til þarf.“ Sem dæmi þá eru mjög strangar reglur og lög varðandi meðhöndlun á botox efni og sem dæmi þá mega ekki allir læknar nota þetta efni. Hætturnar sem fylgja því að ófaglærðir aðilar séu að sprauta fylliefni í andlit segir Jenna að geti verið margar. Sumir sprauti jafnvel í æðar sem geti stíflast og í sumum tilvikum getur þá myndast drep í húðina og þá varanleg ör í kjölfarið. Einnig er möguleiki á því að fólk sprauti í taugar sem geti valdið taugaskaða. Þetta eru dæmi sem að sögn Jennu séu eru að gerast og segist hún fá alltof margar konur til sín sem hafa lent illa í því hjá ófaglærðum aðilum. Getty „Fólk hugsar því miður ekki nógu vel út í afleiðingarnar í fegrunarmeðferðum sem þessum. Hvað ef eitthvað kemur fyrir sem getur auðvitað gerst, þá er viðkomandi ekki tryggður ef hann fær meðhöndlun á svona stofum.“ Útlitslega segir Jenna að þetta „trend“ sem er í gangi á Íslandi varðandi ofurþrýstnar varir sé mjög varasamt og alls ekki eðlilegt útlit. Hún segir að kröfur og væntingar íslenskra ungra kvenna til útlits séu oft á tíðum mjög óraunhæfar og að áhrif útlitsdýrkandi áhrifavalda séu greinilega mjög sterk. Ég held að stelpurnar átti sig ekki á því að þetta er ekki eðlilegt útlit enda er það kannski skiljanlegt þegar samfélagmiðlar sýna þetta útlit sem einhverja glansmynd. „Á Norðurlöndunum sækjast ungar stelpur meira í náttúrulegra útlit og vilja alls ekki of mikla fyllingu í varirnar. Við erum greinilega aðeins á eftir hér á Íslandi hvað þetta varðar“ Varafyllingar eru flokkaðar í 4 stig samkvæmt breska lækninum Dr. Harris sem hefur verið ötull talsmaður þess að setja lítið magn af fylliefnum í varir svo þær haldi náttúrulegri lögun. Hér er fyrir neðan er hægt að sjá skilgreiningar á þessum stigum. Stig 1 - Eðlileg fylling þar sem náttúruleg lögun varanna fá að njóta sín.Stig 2 - Aðeins of mikið fylliefni þannig að efnið flæðir út í varalínuna og brún (Ledge) myndast.Stig 3 - Fylliefnið flæðir vel yfir varalínuna og myndar eins og hillu (shelf) fyrir ofan varalínuna.Stig 4 - Fylliefnið flæðir langt út fyrir varalínuna og þá brettist upp á varirnar og goggur myndast (andarvarir/duck lips). Lagfæra en ekki breyta Varafyllingar eru eitt af meðferðum sem læknar á Húðlæknastöðinni bjóða upp á og segir Jenna að mikil aðsókn sé í þessa meðferð. „Við erum mjög meðvituð um að skoða vandlega allar þær óskir sem kúnninn hefur varðandi útlit sitt og við leggjum mikið upp úr því að fræða þá um hvað sé eðlilegt útlit og hvað ekki. Við segjum hiklaust nei ef að viðkomandi vill eitthvað útlit sem við teljum ekki vera eðlilegt eða ef við sjáum að það eru jafnvel einhver andleg veikindi eða raskanir sem liggja að baki. Við erum ekki að breyta útliti fólks heldur lagfæra og bæta það sem hefur jafnvel glatast. Jenna segir alltaf mjög mikilvægt að skoða heildarmyndina þegar fólk kýs að fara í fegrunarmeðferðir og það sé á þeirra ábyrgð að upplýsa kúnnann á sem bestan máta. „Þú þarft einnig að hafa ákveðna grunnþekkingu á geðsjúkdómum og röskunum því að það er velþekkt að fólk getur ánetjast lýtaaðgerðum og endað í vítahring sem erfitt er að komast úr.“ Varðandi varafyllingarnar, er það alltof algengt að of miklu fylliefni sé sprautað í varirnar og útkoman sé þetta svokallaða „duckface“ eða goggur. „Efnið flæðir út fyrir varirnar og þessi hvíta lína myndast á varalínunni sem við sjáum svo oft. Svo er það þessi svokallaði goggur sem myndast á efri vörinni afleiðing þess að alltof miklu efni er sprautað í varirnar.“ Jenna segir það alltof algengt að of miklu fylliefni sé sprautað í varirnar og sé útkoman það sem flestir þekkja sem svokallað duckface eða goggur. Getty Þurfum stundum að segja nei Aðspurð um ástæðu þess að stelpur sækist í það að koma aftur og aftur til að fá stærri varir, segir Jenna það líklega vera löngunina vera þessa ánægjutilfinningu sem þær finni fyrir eftir fyrsta skiptið. „Það er hætta á því þegar þú ert búin að fá einu sinni í varirnar og ert ánægð með útkomuna að þú sækist aftur í þessa tilfinningu. Þarna er svo mikilvægt að það sé ábyrgur og faglærður aðili sem stýrir meðferðinni. Þarna verðum við oft að segja nei.“ Læknar, sem eru framarlega í lýtalækningum, segir Jenna vera að reyna að sporna við þessari þróun og reyna að sýna hvað er eðlilegt útlit og hvað ekki. „Það sem fólk þarf að átta sig á er að varirnar okkar eru eins og lokað hólf, það er ekki hægt að pína meira vatni ofan í fulla fötu og það er eins með varirnar. Ef það er sett of mikið efni þá flæðir það auðvitað út fyrir.“ Ég hef áhyggjur af ungum konum sem eru hættar að sjá hvað er eðlilegt útlit. Að lokum segist Jenna hvetja fólk til að leita sér ráðgjafar hjá fagaðilum og vonast til vitundarvakingar í íslensku samfélagi varðandi fylliefni.
Heilsa Lýtalækningar Tengdar fréttir Sjálfsrækt er ekki sjálfselska Sjálfsrækt er grunnurinn í öllum samböndum, því hvernig þú kemur fram við sjálfan þig setur tóninn fyrir hvernig aðrir koma fram við þig. 4. maí 2020 10:00 Svona bætir þú ónæmiskerfið á tímum kórónuveirunnar Ragga Nagli segir að sum ráð gegn kórónuveirunni séu rugl og kukl, hreinlega hættuleg. 19. apríl 2020 10:00 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira
Sjálfsrækt er ekki sjálfselska Sjálfsrækt er grunnurinn í öllum samböndum, því hvernig þú kemur fram við sjálfan þig setur tóninn fyrir hvernig aðrir koma fram við þig. 4. maí 2020 10:00
Svona bætir þú ónæmiskerfið á tímum kórónuveirunnar Ragga Nagli segir að sum ráð gegn kórónuveirunni séu rugl og kukl, hreinlega hættuleg. 19. apríl 2020 10:00