Eivør gefur út nýtt lag og myndband Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. ágúst 2020 09:30 Eivør gefur út plötuna Segl þann 18. september. Mynd/Sigga Ella Söngkonan Eivør hefur sent frá sér nýtt lag og myndband. Það nefnist Let it come og á hún sjálf bæði lag og texta. Lagið er önnur smáskífan af væntanlegri plötu hennar sem kemur út 18. september. Platan heitir Segl en Eivør gaf síðast út plötuna Slør árið 2017. Eivør segir að lagið Let it come hafi verið með sér í smá tíma og oft breyst á leiðinni áður en lokaútgáfan varð tilbúin. Lagið Sleep On It fjallaði um svefnleysi og að taka erfiðar ákvarðanir en texti Let It Come er um óvissuna sem fylgir og að finna hugrekkið til að trúa því að eitthvað gott bíði þín. Einars Egils leikstýrði myndbandinu Tómas Lemarquis leikur þar á móti söngkonunni. Tómas fór með aðalhlutverkið í síðasta myndbandi söngkonunnar, við lagið Sleep on it, en hann hefur leikið í stórmyndum eins og Blade Runner 2049 og X-Men: Apocalypse. Einar Egils og Elias Kofoed-Hansen gerðu saman handritið að þessu nýja myndbandi við lagið Let it come. Arndís Ey hannaði búninga fyrir myndbandið en Sigrún Ásta Jörgensen sá um hár og förðun. Nastasia Czechowska framleiddi bæði myndböndin fyrir Sunstone Pictures en þetta eru fyrstu tónlistarmyndböndin sem hún framleiðir. Myndbandið við Let it come má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Tónlist Mest lesið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi Lífið Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Lífið Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Lífið Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Söngkonan Eivør hefur sent frá sér nýtt lag og myndband. Það nefnist Let it come og á hún sjálf bæði lag og texta. Lagið er önnur smáskífan af væntanlegri plötu hennar sem kemur út 18. september. Platan heitir Segl en Eivør gaf síðast út plötuna Slør árið 2017. Eivør segir að lagið Let it come hafi verið með sér í smá tíma og oft breyst á leiðinni áður en lokaútgáfan varð tilbúin. Lagið Sleep On It fjallaði um svefnleysi og að taka erfiðar ákvarðanir en texti Let It Come er um óvissuna sem fylgir og að finna hugrekkið til að trúa því að eitthvað gott bíði þín. Einars Egils leikstýrði myndbandinu Tómas Lemarquis leikur þar á móti söngkonunni. Tómas fór með aðalhlutverkið í síðasta myndbandi söngkonunnar, við lagið Sleep on it, en hann hefur leikið í stórmyndum eins og Blade Runner 2049 og X-Men: Apocalypse. Einar Egils og Elias Kofoed-Hansen gerðu saman handritið að þessu nýja myndbandi við lagið Let it come. Arndís Ey hannaði búninga fyrir myndbandið en Sigrún Ásta Jörgensen sá um hár og förðun. Nastasia Czechowska framleiddi bæði myndböndin fyrir Sunstone Pictures en þetta eru fyrstu tónlistarmyndböndin sem hún framleiðir. Myndbandið við Let it come má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Tónlist Mest lesið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi Lífið Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Lífið Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Lífið Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira