Luka Doncic kórónaði ótrúlegan leik sinn með geggjaðri sigurkörfu á flautunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2020 07:30 Luka Doncic fagnar sigurkörfu sinni í nótt en þökk sé henni jafnaði Dallas Mavericks metin í 2-2 á móti Los Angeles Clippers. AP/Kevin C. Cox Slóvenski körfuboltamaðurinn Luka Doncic hefur verið stórkostlegur í fyrstu úrslitakeppninni sinni í NBA og átti enn einn súperleikinn í nótt. Boston Celtics og meistarar Toronto Raptors urðu fyrstu liðin til að komast áfram í aðra umferð og Donovan Mitchell komst í sögubækurnar með öðrum fimmtíu stiga leik. Flautkarfa Luka Doncic fyrir utan þriggja stiga línuna tryggði Dallas Mavericks 135-133 sigur á Los Angeles Clippers í framlengdum fjórða leik liðann í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Staðan í einvíginu er því 2-2. Luka Doncic meiddist á ökkla í leiknum á undan og var mjög tæpur að geta spilað. Læknalið Dallas liðsins tókst að tjasla honum saman og Doncic sjálfur sýndi líka úr hverju hann er gerður með stórbrotnum leik. Dallas lék líka án stórstjörnu sinnar Kristaps Porzingis sem gerði verkefnið enn erfiðara. "BANG, BANG!"Watching on a loop.#TissotBuzzerBeater #ThisIsYourTime pic.twitter.com/JLQXbKel7D— NBA (@NBA) August 24, 2020 Luka Doncic endaði leikinn með 43 stig, 17 fráköst og 13 stoðsendingar í leik þar sem Dallas lenti meðal annars 21 stigi undir í fyrri hálfleik og átti á hættu að lenda 1-3 undir í einvíginu. „Ég get ekki lýst tilfinningunni. Ekki bara að horfa á eftir boltanum fara ofan í körfuna heldur líka að sjá allt liðið hlaupa til mín. Þetta var mjög sérstakt, ein af bestu tilfinningum mínum sem körfuboltamanns. Mjög sérstakt,“ sagði Luka Doncic sem er bara 21 árs gamall. Doncic var sá yngsti í sögunni til að ná 40 stiga þrefaldri tvennu í úrslitakeppni og aðeins einn leikmaður hefur skorað fleiri stig í þrennu í úrslitakeppni. Í eina skiptið í sögunni sem leikmaður hafði skorað sigurkörfu á flautunni og 40 stig í úrslitakeppni var þegar Michael Jordan tryggði Chicago Bulls sigur á Cleveland Cavaliers árið 1989. LUKA MAGIC... listen in to @luka7doncic's #TissotBuzzerBeater as heard around the world! #ThisIsYourTime #NBAPlayoffs pic.twitter.com/y0aVsgHncm— NBA (@NBA) August 24, 2020 Luka Doncic bauð upp á þrennu annan leikinn í röð og er með 31,5 stig, 10,5 fráköst og 9,8 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu fjórum leikjum sínum á ferlinum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Trey Burke átti mjög góðan leik með Dallas liðinu, skoraði 25 stig og hitti úr 10 af 14 skotum sínum. Lou Williams skoraði 36 stig og Kawhi Leonard var með 32 stig fyrir Los Angeles Clippers. Donovan Mitchell komst líka í sögubækurnar með þeim Michael Jordan, Allen Iverson og Wilt Chamberlain með því að ná öðrum fimmtíu stiga leik í þessari úrslitakeppni. Mitchell skoraði 51 stig fyrir Utah Jazz í 129-127 sigri á Denver Nuggets en Utah komst þar með í 3-1 í einvíginu. Michael Jordan náði þessu 1988 og 1993, Allen Iverson árið 2001 og Wilt Chamberlain árið 1960. Mitchell (18 in 4th) & Murray (21 in 4th) trade 4th quarter buckets en route to their 50-point nights! #NBAPlayoffs #WholeNewGame Game 5: Tues. (8/25) - 6:30pm/et, TNT pic.twitter.com/aJXFYmsnE6— NBA (@NBA) August 24, 2020 Donovan Mitchell skoraði 57 stig í leik eitt í einvíginu og er mðe 39,5 stig að meðaltali í fyrstu fjórum leikjunum. Hann er aðeins 23 ára gamall. Jamal Murray skoraði 50 stig fyrir Denver liðið en það dugði ekki til. Þeir urðu fyrstu mótherjarni í sögu úrslitakeppni NBA til að skora yfir 50 stig í sama leiknum. Kemba Walker skoraði 32 stig og Jayson Tatum var með 28 stig og 15 fráköst þegar Boston Celtics vann 110-106 sigur á Philadelphia 76ers og einvígið þar með 4-0. Joel Embiid var með 30 stig og 10 fráköst hjá 76ers. NBA-meistarar Toronto Raptors eru líka komnir áfram eftir 150-122 risasigur í fjórða leiknum á móti Brooklyn Nets. Kyle Lowry haltraði af velli í fyrsta leikhluta sem gæti verið áhyggjuefni fyrir Toronto liðið. Norman Powell skoraði 29 stig og Serge Ibaka var með 27 stig en þeir komu báðir inn af bekknum. The @celtics & @Raptors advance to the East Semis while the @utahjazz take a 3-1 lead & the @dallasmavs tie the series 2-2! #NBAPlayoffs pic.twitter.com/k7SB2bnbmk— NBA (@NBA) August 24, 2020 The updated #NBAPlayoffs picture after Sunday's action! #WholeNewGame pic.twitter.com/r9zFzaUG6b— NBA (@NBA) August 24, 2020 NBA Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Slóvenski körfuboltamaðurinn Luka Doncic hefur verið stórkostlegur í fyrstu úrslitakeppninni sinni í NBA og átti enn einn súperleikinn í nótt. Boston Celtics og meistarar Toronto Raptors urðu fyrstu liðin til að komast áfram í aðra umferð og Donovan Mitchell komst í sögubækurnar með öðrum fimmtíu stiga leik. Flautkarfa Luka Doncic fyrir utan þriggja stiga línuna tryggði Dallas Mavericks 135-133 sigur á Los Angeles Clippers í framlengdum fjórða leik liðann í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Staðan í einvíginu er því 2-2. Luka Doncic meiddist á ökkla í leiknum á undan og var mjög tæpur að geta spilað. Læknalið Dallas liðsins tókst að tjasla honum saman og Doncic sjálfur sýndi líka úr hverju hann er gerður með stórbrotnum leik. Dallas lék líka án stórstjörnu sinnar Kristaps Porzingis sem gerði verkefnið enn erfiðara. "BANG, BANG!"Watching on a loop.#TissotBuzzerBeater #ThisIsYourTime pic.twitter.com/JLQXbKel7D— NBA (@NBA) August 24, 2020 Luka Doncic endaði leikinn með 43 stig, 17 fráköst og 13 stoðsendingar í leik þar sem Dallas lenti meðal annars 21 stigi undir í fyrri hálfleik og átti á hættu að lenda 1-3 undir í einvíginu. „Ég get ekki lýst tilfinningunni. Ekki bara að horfa á eftir boltanum fara ofan í körfuna heldur líka að sjá allt liðið hlaupa til mín. Þetta var mjög sérstakt, ein af bestu tilfinningum mínum sem körfuboltamanns. Mjög sérstakt,“ sagði Luka Doncic sem er bara 21 árs gamall. Doncic var sá yngsti í sögunni til að ná 40 stiga þrefaldri tvennu í úrslitakeppni og aðeins einn leikmaður hefur skorað fleiri stig í þrennu í úrslitakeppni. Í eina skiptið í sögunni sem leikmaður hafði skorað sigurkörfu á flautunni og 40 stig í úrslitakeppni var þegar Michael Jordan tryggði Chicago Bulls sigur á Cleveland Cavaliers árið 1989. LUKA MAGIC... listen in to @luka7doncic's #TissotBuzzerBeater as heard around the world! #ThisIsYourTime #NBAPlayoffs pic.twitter.com/y0aVsgHncm— NBA (@NBA) August 24, 2020 Luka Doncic bauð upp á þrennu annan leikinn í röð og er með 31,5 stig, 10,5 fráköst og 9,8 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu fjórum leikjum sínum á ferlinum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Trey Burke átti mjög góðan leik með Dallas liðinu, skoraði 25 stig og hitti úr 10 af 14 skotum sínum. Lou Williams skoraði 36 stig og Kawhi Leonard var með 32 stig fyrir Los Angeles Clippers. Donovan Mitchell komst líka í sögubækurnar með þeim Michael Jordan, Allen Iverson og Wilt Chamberlain með því að ná öðrum fimmtíu stiga leik í þessari úrslitakeppni. Mitchell skoraði 51 stig fyrir Utah Jazz í 129-127 sigri á Denver Nuggets en Utah komst þar með í 3-1 í einvíginu. Michael Jordan náði þessu 1988 og 1993, Allen Iverson árið 2001 og Wilt Chamberlain árið 1960. Mitchell (18 in 4th) & Murray (21 in 4th) trade 4th quarter buckets en route to their 50-point nights! #NBAPlayoffs #WholeNewGame Game 5: Tues. (8/25) - 6:30pm/et, TNT pic.twitter.com/aJXFYmsnE6— NBA (@NBA) August 24, 2020 Donovan Mitchell skoraði 57 stig í leik eitt í einvíginu og er mðe 39,5 stig að meðaltali í fyrstu fjórum leikjunum. Hann er aðeins 23 ára gamall. Jamal Murray skoraði 50 stig fyrir Denver liðið en það dugði ekki til. Þeir urðu fyrstu mótherjarni í sögu úrslitakeppni NBA til að skora yfir 50 stig í sama leiknum. Kemba Walker skoraði 32 stig og Jayson Tatum var með 28 stig og 15 fráköst þegar Boston Celtics vann 110-106 sigur á Philadelphia 76ers og einvígið þar með 4-0. Joel Embiid var með 30 stig og 10 fráköst hjá 76ers. NBA-meistarar Toronto Raptors eru líka komnir áfram eftir 150-122 risasigur í fjórða leiknum á móti Brooklyn Nets. Kyle Lowry haltraði af velli í fyrsta leikhluta sem gæti verið áhyggjuefni fyrir Toronto liðið. Norman Powell skoraði 29 stig og Serge Ibaka var með 27 stig en þeir komu báðir inn af bekknum. The @celtics & @Raptors advance to the East Semis while the @utahjazz take a 3-1 lead & the @dallasmavs tie the series 2-2! #NBAPlayoffs pic.twitter.com/k7SB2bnbmk— NBA (@NBA) August 24, 2020 The updated #NBAPlayoffs picture after Sunday's action! #WholeNewGame pic.twitter.com/r9zFzaUG6b— NBA (@NBA) August 24, 2020
NBA Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum