Luka Doncic kórónaði ótrúlegan leik sinn með geggjaðri sigurkörfu á flautunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2020 07:30 Luka Doncic fagnar sigurkörfu sinni í nótt en þökk sé henni jafnaði Dallas Mavericks metin í 2-2 á móti Los Angeles Clippers. AP/Kevin C. Cox Slóvenski körfuboltamaðurinn Luka Doncic hefur verið stórkostlegur í fyrstu úrslitakeppninni sinni í NBA og átti enn einn súperleikinn í nótt. Boston Celtics og meistarar Toronto Raptors urðu fyrstu liðin til að komast áfram í aðra umferð og Donovan Mitchell komst í sögubækurnar með öðrum fimmtíu stiga leik. Flautkarfa Luka Doncic fyrir utan þriggja stiga línuna tryggði Dallas Mavericks 135-133 sigur á Los Angeles Clippers í framlengdum fjórða leik liðann í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Staðan í einvíginu er því 2-2. Luka Doncic meiddist á ökkla í leiknum á undan og var mjög tæpur að geta spilað. Læknalið Dallas liðsins tókst að tjasla honum saman og Doncic sjálfur sýndi líka úr hverju hann er gerður með stórbrotnum leik. Dallas lék líka án stórstjörnu sinnar Kristaps Porzingis sem gerði verkefnið enn erfiðara. "BANG, BANG!"Watching on a loop.#TissotBuzzerBeater #ThisIsYourTime pic.twitter.com/JLQXbKel7D— NBA (@NBA) August 24, 2020 Luka Doncic endaði leikinn með 43 stig, 17 fráköst og 13 stoðsendingar í leik þar sem Dallas lenti meðal annars 21 stigi undir í fyrri hálfleik og átti á hættu að lenda 1-3 undir í einvíginu. „Ég get ekki lýst tilfinningunni. Ekki bara að horfa á eftir boltanum fara ofan í körfuna heldur líka að sjá allt liðið hlaupa til mín. Þetta var mjög sérstakt, ein af bestu tilfinningum mínum sem körfuboltamanns. Mjög sérstakt,“ sagði Luka Doncic sem er bara 21 árs gamall. Doncic var sá yngsti í sögunni til að ná 40 stiga þrefaldri tvennu í úrslitakeppni og aðeins einn leikmaður hefur skorað fleiri stig í þrennu í úrslitakeppni. Í eina skiptið í sögunni sem leikmaður hafði skorað sigurkörfu á flautunni og 40 stig í úrslitakeppni var þegar Michael Jordan tryggði Chicago Bulls sigur á Cleveland Cavaliers árið 1989. LUKA MAGIC... listen in to @luka7doncic's #TissotBuzzerBeater as heard around the world! #ThisIsYourTime #NBAPlayoffs pic.twitter.com/y0aVsgHncm— NBA (@NBA) August 24, 2020 Luka Doncic bauð upp á þrennu annan leikinn í röð og er með 31,5 stig, 10,5 fráköst og 9,8 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu fjórum leikjum sínum á ferlinum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Trey Burke átti mjög góðan leik með Dallas liðinu, skoraði 25 stig og hitti úr 10 af 14 skotum sínum. Lou Williams skoraði 36 stig og Kawhi Leonard var með 32 stig fyrir Los Angeles Clippers. Donovan Mitchell komst líka í sögubækurnar með þeim Michael Jordan, Allen Iverson og Wilt Chamberlain með því að ná öðrum fimmtíu stiga leik í þessari úrslitakeppni. Mitchell skoraði 51 stig fyrir Utah Jazz í 129-127 sigri á Denver Nuggets en Utah komst þar með í 3-1 í einvíginu. Michael Jordan náði þessu 1988 og 1993, Allen Iverson árið 2001 og Wilt Chamberlain árið 1960. Mitchell (18 in 4th) & Murray (21 in 4th) trade 4th quarter buckets en route to their 50-point nights! #NBAPlayoffs #WholeNewGame Game 5: Tues. (8/25) - 6:30pm/et, TNT pic.twitter.com/aJXFYmsnE6— NBA (@NBA) August 24, 2020 Donovan Mitchell skoraði 57 stig í leik eitt í einvíginu og er mðe 39,5 stig að meðaltali í fyrstu fjórum leikjunum. Hann er aðeins 23 ára gamall. Jamal Murray skoraði 50 stig fyrir Denver liðið en það dugði ekki til. Þeir urðu fyrstu mótherjarni í sögu úrslitakeppni NBA til að skora yfir 50 stig í sama leiknum. Kemba Walker skoraði 32 stig og Jayson Tatum var með 28 stig og 15 fráköst þegar Boston Celtics vann 110-106 sigur á Philadelphia 76ers og einvígið þar með 4-0. Joel Embiid var með 30 stig og 10 fráköst hjá 76ers. NBA-meistarar Toronto Raptors eru líka komnir áfram eftir 150-122 risasigur í fjórða leiknum á móti Brooklyn Nets. Kyle Lowry haltraði af velli í fyrsta leikhluta sem gæti verið áhyggjuefni fyrir Toronto liðið. Norman Powell skoraði 29 stig og Serge Ibaka var með 27 stig en þeir komu báðir inn af bekknum. The @celtics & @Raptors advance to the East Semis while the @utahjazz take a 3-1 lead & the @dallasmavs tie the series 2-2! #NBAPlayoffs pic.twitter.com/k7SB2bnbmk— NBA (@NBA) August 24, 2020 The updated #NBAPlayoffs picture after Sunday's action! #WholeNewGame pic.twitter.com/r9zFzaUG6b— NBA (@NBA) August 24, 2020 NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Slóvenski körfuboltamaðurinn Luka Doncic hefur verið stórkostlegur í fyrstu úrslitakeppninni sinni í NBA og átti enn einn súperleikinn í nótt. Boston Celtics og meistarar Toronto Raptors urðu fyrstu liðin til að komast áfram í aðra umferð og Donovan Mitchell komst í sögubækurnar með öðrum fimmtíu stiga leik. Flautkarfa Luka Doncic fyrir utan þriggja stiga línuna tryggði Dallas Mavericks 135-133 sigur á Los Angeles Clippers í framlengdum fjórða leik liðann í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Staðan í einvíginu er því 2-2. Luka Doncic meiddist á ökkla í leiknum á undan og var mjög tæpur að geta spilað. Læknalið Dallas liðsins tókst að tjasla honum saman og Doncic sjálfur sýndi líka úr hverju hann er gerður með stórbrotnum leik. Dallas lék líka án stórstjörnu sinnar Kristaps Porzingis sem gerði verkefnið enn erfiðara. "BANG, BANG!"Watching on a loop.#TissotBuzzerBeater #ThisIsYourTime pic.twitter.com/JLQXbKel7D— NBA (@NBA) August 24, 2020 Luka Doncic endaði leikinn með 43 stig, 17 fráköst og 13 stoðsendingar í leik þar sem Dallas lenti meðal annars 21 stigi undir í fyrri hálfleik og átti á hættu að lenda 1-3 undir í einvíginu. „Ég get ekki lýst tilfinningunni. Ekki bara að horfa á eftir boltanum fara ofan í körfuna heldur líka að sjá allt liðið hlaupa til mín. Þetta var mjög sérstakt, ein af bestu tilfinningum mínum sem körfuboltamanns. Mjög sérstakt,“ sagði Luka Doncic sem er bara 21 árs gamall. Doncic var sá yngsti í sögunni til að ná 40 stiga þrefaldri tvennu í úrslitakeppni og aðeins einn leikmaður hefur skorað fleiri stig í þrennu í úrslitakeppni. Í eina skiptið í sögunni sem leikmaður hafði skorað sigurkörfu á flautunni og 40 stig í úrslitakeppni var þegar Michael Jordan tryggði Chicago Bulls sigur á Cleveland Cavaliers árið 1989. LUKA MAGIC... listen in to @luka7doncic's #TissotBuzzerBeater as heard around the world! #ThisIsYourTime #NBAPlayoffs pic.twitter.com/y0aVsgHncm— NBA (@NBA) August 24, 2020 Luka Doncic bauð upp á þrennu annan leikinn í röð og er með 31,5 stig, 10,5 fráköst og 9,8 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu fjórum leikjum sínum á ferlinum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Trey Burke átti mjög góðan leik með Dallas liðinu, skoraði 25 stig og hitti úr 10 af 14 skotum sínum. Lou Williams skoraði 36 stig og Kawhi Leonard var með 32 stig fyrir Los Angeles Clippers. Donovan Mitchell komst líka í sögubækurnar með þeim Michael Jordan, Allen Iverson og Wilt Chamberlain með því að ná öðrum fimmtíu stiga leik í þessari úrslitakeppni. Mitchell skoraði 51 stig fyrir Utah Jazz í 129-127 sigri á Denver Nuggets en Utah komst þar með í 3-1 í einvíginu. Michael Jordan náði þessu 1988 og 1993, Allen Iverson árið 2001 og Wilt Chamberlain árið 1960. Mitchell (18 in 4th) & Murray (21 in 4th) trade 4th quarter buckets en route to their 50-point nights! #NBAPlayoffs #WholeNewGame Game 5: Tues. (8/25) - 6:30pm/et, TNT pic.twitter.com/aJXFYmsnE6— NBA (@NBA) August 24, 2020 Donovan Mitchell skoraði 57 stig í leik eitt í einvíginu og er mðe 39,5 stig að meðaltali í fyrstu fjórum leikjunum. Hann er aðeins 23 ára gamall. Jamal Murray skoraði 50 stig fyrir Denver liðið en það dugði ekki til. Þeir urðu fyrstu mótherjarni í sögu úrslitakeppni NBA til að skora yfir 50 stig í sama leiknum. Kemba Walker skoraði 32 stig og Jayson Tatum var með 28 stig og 15 fráköst þegar Boston Celtics vann 110-106 sigur á Philadelphia 76ers og einvígið þar með 4-0. Joel Embiid var með 30 stig og 10 fráköst hjá 76ers. NBA-meistarar Toronto Raptors eru líka komnir áfram eftir 150-122 risasigur í fjórða leiknum á móti Brooklyn Nets. Kyle Lowry haltraði af velli í fyrsta leikhluta sem gæti verið áhyggjuefni fyrir Toronto liðið. Norman Powell skoraði 29 stig og Serge Ibaka var með 27 stig en þeir komu báðir inn af bekknum. The @celtics & @Raptors advance to the East Semis while the @utahjazz take a 3-1 lead & the @dallasmavs tie the series 2-2! #NBAPlayoffs pic.twitter.com/k7SB2bnbmk— NBA (@NBA) August 24, 2020 The updated #NBAPlayoffs picture after Sunday's action! #WholeNewGame pic.twitter.com/r9zFzaUG6b— NBA (@NBA) August 24, 2020
NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira