Bílaleigur draga saman seglin um fjörutíu prósent Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 3. mars 2020 07:00 Bílasala hefur dregist saman en almenningur er að bæta örlítið í. Vísir/Vilhelm 694 fólksbílar seldust í febrúar hér á landi. Um er að ræða 13,4% samdrátt miðað við sölu í sama mánuði í fyrra. Þetta kemur fram á vef Bílgreinasambandsins. Ef salan er skoðuð með tilliti til kaupendahópa má sjá að sala til einstaklinga hefur aukist um 1% á milli ára. Samdráttur í bílasölu það sem af er ári hefur verið 14,9%. Árið 2019 seldust 1647 nýir bílar í janúar og febrúar, í ár seldust 1402 nýir bílar á sama tímabili. Samdráttinn má því allra helst reka til minni sölu til fyrirtækja, sérstaklega bílaleiga. Almenn fyrirtæki (önnur en bílaleigur) hafa dregið kaup á nýjum bílum saman um 1,8%. Bílaleigur hafa hins vegar dregið seglin saman um 41,1%. Vistvænir bílar sækja á og aukið framboð hreinna rafbíla virðist vera að leiða til aukinna vinsælda þeirra.Vísir/vilhelm Vistvænir bílar voru yfir helmingur seldra bíla í janúar og febrúar, samtals um 51,1% af sölu allra nýrra fólksbíla. Hreinir rafbílar eru þar stærstir með 19,6% og tengiltvinnbílar voru 17,2% seldra nýrra bíla. tvinnbílar voru 13,3% og metanbílar 0,9%. Ætla má að aukið úrval hreinna rafbíla standi einna helst fyrir þessum viðsnúningi. Framboðið mun halda áfram að aukast hratt næstu misserin. Bílar Tengdar fréttir 16% samdráttur í sölu nýrra fólksbíla í janúar Um er að ræða rúmlega 16% samdrátt í sölu nýrra bíla í janúar í ár miðað við í janúar á síðasta ári. Í ár seldust 709 nýir fólksbílar í janúar en 846 árið 2019, samkvæmt tölum frá Bílgreinasambandinu. 5. febrúar 2020 07:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent
694 fólksbílar seldust í febrúar hér á landi. Um er að ræða 13,4% samdrátt miðað við sölu í sama mánuði í fyrra. Þetta kemur fram á vef Bílgreinasambandsins. Ef salan er skoðuð með tilliti til kaupendahópa má sjá að sala til einstaklinga hefur aukist um 1% á milli ára. Samdráttur í bílasölu það sem af er ári hefur verið 14,9%. Árið 2019 seldust 1647 nýir bílar í janúar og febrúar, í ár seldust 1402 nýir bílar á sama tímabili. Samdráttinn má því allra helst reka til minni sölu til fyrirtækja, sérstaklega bílaleiga. Almenn fyrirtæki (önnur en bílaleigur) hafa dregið kaup á nýjum bílum saman um 1,8%. Bílaleigur hafa hins vegar dregið seglin saman um 41,1%. Vistvænir bílar sækja á og aukið framboð hreinna rafbíla virðist vera að leiða til aukinna vinsælda þeirra.Vísir/vilhelm Vistvænir bílar voru yfir helmingur seldra bíla í janúar og febrúar, samtals um 51,1% af sölu allra nýrra fólksbíla. Hreinir rafbílar eru þar stærstir með 19,6% og tengiltvinnbílar voru 17,2% seldra nýrra bíla. tvinnbílar voru 13,3% og metanbílar 0,9%. Ætla má að aukið úrval hreinna rafbíla standi einna helst fyrir þessum viðsnúningi. Framboðið mun halda áfram að aukast hratt næstu misserin.
Bílar Tengdar fréttir 16% samdráttur í sölu nýrra fólksbíla í janúar Um er að ræða rúmlega 16% samdrátt í sölu nýrra bíla í janúar í ár miðað við í janúar á síðasta ári. Í ár seldust 709 nýir fólksbílar í janúar en 846 árið 2019, samkvæmt tölum frá Bílgreinasambandinu. 5. febrúar 2020 07:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent
16% samdráttur í sölu nýrra fólksbíla í janúar Um er að ræða rúmlega 16% samdrátt í sölu nýrra bíla í janúar í ár miðað við í janúar á síðasta ári. Í ár seldust 709 nýir fólksbílar í janúar en 846 árið 2019, samkvæmt tölum frá Bílgreinasambandinu. 5. febrúar 2020 07:00