Sport

Í beinni í dag: Chelsea gegn Liverpool, Valur gegn KR og dregið í Þjóðadeild

Ísland leikur í A-deild Þjóðadeildarinnar, þar sem bestu landslið Evrópu eru á ferðinni.
Ísland leikur í A-deild Þjóðadeildarinnar, þar sem bestu landslið Evrópu eru á ferðinni. vísir/daníel

Það skýrist í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í dag hvaða stórþjóðum Ísland mætir í Þjóðadeild UEFA í fótbolta í haust. Stórleikir eru á dagskrá í ensku bikarkeppninni í fótbolta og í Dominos-deild kvenna í körfubolta.

Ísland verður í fjórða styrkleikaflokki A-deildar þegar dregið verður í Þjóðadeild UEFA í dag. Liðið gæti dregist gegn stórþjóðum á borð við Frakkland, Spán, Ítalíu, England, Holland, Portúgal, Belgíu og fleiri. Bein útsending hefst kl. 16.45.

Í Dominos-deild kvenna geta Valskonur tryggt sér deildarmeistaratitilinn annað árið í röð með sigri á KR á Hlíðarenda. KR-ingar eru í 2. sæti, átta stigum á eftir Val og eiga því afar veika von um að ná titlinum en vilja án efa ekki þurfa að sjá Valskonur fagna titli í kvöld.

Þrír leikir eru svo á dagskrá í 16-liða úrslitum enska bikarsins en þar ber hæst stórleik Chelsea og Liverpool. Chelsea hefur átt erfitt uppdráttar að undanförnu en Englandsmeistaratitillinn blasir við Liverpool sem þó tapaði óvænt sínum fyrsta deildarleik um helgina.

Í beinni í dag:

16.45 Dregið í Þjóðadeild UEFA (Stöð 2 Sport)

19.05 Valur - KR (Stöð 2 Sport 4)

19.35 Chelsea - Liverpool (Stöð 2 Sport)

19.55 WBA - Newcastle (Stöð 2 Sport 2)

19.55 Reading - Sheffield United (Stöð 2 Sport 3)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×