„Erfiðast í þessu ferli er þegar maður missir það“ Stefán Árni Pálsson skrifar 5. mars 2020 10:30 Linda Haukdal er 45 ára en gefst ekki upp á þeim draumi að eignast barn. Linda Rós Haukdal Rúnarsdóttir er 45 ára, einhleyp og hefur reynt að eignast barn í nokkur ár. Hún hefur bæði varið miklum tíma og fjármunum í meðferðir en samtals hefur hún farið í 12 glasameðferðir hér á landi með engum árangri. Linda hefur orðið ólétt en misst fóstrið vegna mikilla samgróninga sem hún telur að hægt hefði verið að laga mikið fyrr og er hún svekkt eftir allar mislukkuðu meðferðirnar sem hafa tekið mikið á hana. „Erfiðast í þessu ferli er þegar maður missir það, þegar maður fær neikvætt próf, þegar það byrjar að blæða áður en maður á að taka próf og það er svona það andlega erfiðast,“ segir Linda í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Biðin frá uppsetningu og þar til að ég má taka próf, sem er örugglega svona tvær vikur, er erfiðasta tímabilið í öllu ferlinu. Þú átt bara að slaka á, ert ólétt en samt ekki ólétt og maður á víst ekkert að hugsa um þetta. Það er bara ekki hægt.“ Linda varð einu sinni ólétt og náði eitt skipti níu vikna fóstri. „Ég missti fóstrið þar sem ég er með samgróning í leginu og ég svosem vissi af því en læknirinn minn í Livio sagði að samgróningurinn væri farin og ég trúi því. Ég missi níu vikna fóstur í október og þá er ég inni á Landspítala og það eru þrír læknar þarna sem þurftu að leita að fóstrinu mínu því það kramdist bara.“ Svekkt og reið Eins og fyrr segir fór Linda í fjölmargar meðferðir hér á landi og ákvað síðan, eftir að hafa heyrt af góðum árangri af meðferðum í Grikklandi, að skoða það betur. Hún fór í meðferð til Grikklands í desember 2019, fór í skoðun og í ljós kom að hún var enn með mjög mikla samgróninga. „Þeir gerðu mjög einfalt próf þarna úti þar sem þeir setja vatn upp í legið og sjá hvort að legið gefur eftir vatninu. Ef legið gefur eftir vatninu þá mun það gera það líka með fóstrinu. Það sem var að mér var að legið var bara grófið saman og þess vegna náði fóstrið mitt ekkert að stækka.“ Þetta próf var ekki framkvæmt hér á Íslandi sem Lindu þykur mjög einkennilegt. „Ég er svekkt og reið,“ segir Linda en læknarnir í Grikklandi byrjuðu á því að laga samgróningana og var næsta skref sjálf eggheimtan sem gekk mjög vel og var fósturvísirinn geymdur þar sem ekki var hægt að leggja á Lindu aðra aðgerð. Þegar Ísland í dag hitti Lindu á dögunum var hún á leiðinni til Grikklands í uppsetningu og var hún nokkuð bjartsýn. „Eftir að maður byrjaði í þessu tekur maður eftir því hvað ofboðslega margir þurfa á hjálp að halda. Hvort sem það eru einhleypingar eða hjón sem geta ekki búið til barn heima. Ég hef alltaf ákveðið að taka bara eitt skref í einu.“ Hún segir að ferlið hafi tekið mikið á hana andlega. „Ég er rosalega mikil pollýanna en það eina sem er erfitt er þegar þetta mistekst.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Fleiri fréttir Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Sjá meira
Linda Rós Haukdal Rúnarsdóttir er 45 ára, einhleyp og hefur reynt að eignast barn í nokkur ár. Hún hefur bæði varið miklum tíma og fjármunum í meðferðir en samtals hefur hún farið í 12 glasameðferðir hér á landi með engum árangri. Linda hefur orðið ólétt en misst fóstrið vegna mikilla samgróninga sem hún telur að hægt hefði verið að laga mikið fyrr og er hún svekkt eftir allar mislukkuðu meðferðirnar sem hafa tekið mikið á hana. „Erfiðast í þessu ferli er þegar maður missir það, þegar maður fær neikvætt próf, þegar það byrjar að blæða áður en maður á að taka próf og það er svona það andlega erfiðast,“ segir Linda í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Biðin frá uppsetningu og þar til að ég má taka próf, sem er örugglega svona tvær vikur, er erfiðasta tímabilið í öllu ferlinu. Þú átt bara að slaka á, ert ólétt en samt ekki ólétt og maður á víst ekkert að hugsa um þetta. Það er bara ekki hægt.“ Linda varð einu sinni ólétt og náði eitt skipti níu vikna fóstri. „Ég missti fóstrið þar sem ég er með samgróning í leginu og ég svosem vissi af því en læknirinn minn í Livio sagði að samgróningurinn væri farin og ég trúi því. Ég missi níu vikna fóstur í október og þá er ég inni á Landspítala og það eru þrír læknar þarna sem þurftu að leita að fóstrinu mínu því það kramdist bara.“ Svekkt og reið Eins og fyrr segir fór Linda í fjölmargar meðferðir hér á landi og ákvað síðan, eftir að hafa heyrt af góðum árangri af meðferðum í Grikklandi, að skoða það betur. Hún fór í meðferð til Grikklands í desember 2019, fór í skoðun og í ljós kom að hún var enn með mjög mikla samgróninga. „Þeir gerðu mjög einfalt próf þarna úti þar sem þeir setja vatn upp í legið og sjá hvort að legið gefur eftir vatninu. Ef legið gefur eftir vatninu þá mun það gera það líka með fóstrinu. Það sem var að mér var að legið var bara grófið saman og þess vegna náði fóstrið mitt ekkert að stækka.“ Þetta próf var ekki framkvæmt hér á Íslandi sem Lindu þykur mjög einkennilegt. „Ég er svekkt og reið,“ segir Linda en læknarnir í Grikklandi byrjuðu á því að laga samgróningana og var næsta skref sjálf eggheimtan sem gekk mjög vel og var fósturvísirinn geymdur þar sem ekki var hægt að leggja á Lindu aðra aðgerð. Þegar Ísland í dag hitti Lindu á dögunum var hún á leiðinni til Grikklands í uppsetningu og var hún nokkuð bjartsýn. „Eftir að maður byrjaði í þessu tekur maður eftir því hvað ofboðslega margir þurfa á hjálp að halda. Hvort sem það eru einhleypingar eða hjón sem geta ekki búið til barn heima. Ég hef alltaf ákveðið að taka bara eitt skref í einu.“ Hún segir að ferlið hafi tekið mikið á hana andlega. „Ég er rosalega mikil pollýanna en það eina sem er erfitt er þegar þetta mistekst.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Fleiri fréttir Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Sjá meira