Ísar kemur að landsamgöngubótum á Grænlandi Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 9. mars 2020 07:00 Útlitsmynd af Ísar HD Max Grænlandsútgáfunni Vísir/Ísar Íslenski bílaframleiðandinn Ísar tekur þátt í landsamgönguverkefni á Grænlandi. Jepparnir frá Ísar eru sérhannaðir fyrir samgöngubætur án innviðauppbyggingar. Hugmyndin lýtur að því að gera samgöngur mögulegar þar sem nauðsynlegt er að komast á milli staða án þess að þurfa að ráðast í kostnaðarsama innviðauppbyggingu. Á þeim slóðum sem stendur til að taka Ísar í notkun á Grænlandi væri dýrt og erfitt að ráðast í innviðaframkvæmdir auk þess sem erfitt er að halda vegunum greiðfærum vegna veðurs. Fyrirhuguð leið milli Kangerlussuaq flugvallar við Grænlandsjökul og Sisimiut bæjar á vesturströndinni.Vísir/Qeqqata Kommunia Verkefnið í Grænlandi Ætlunin er að skila þremur bílum í landsamgönguverkefnið í Grænlandi um mitt næsta ár. Þar er um að ræða áætlanir um að setja upp almenningssamgöngur án þess að þurfa að leggja veg. Veglagning sjálf er ekki umhverfisvæn og þá síður umferðin sem kynni að fylgja ef vegur yrði lagður. Þess vegna er að sögn framkvæmdastjóra Ísar, Ara Arnórssonar umhverfisvænasti kosturinn að koma á samgöngum án veglagningar. „Í stóra samhenginu er betra að aðlaga bílana að náttúrunni en náttúruna að bílunum,“ sagði Ari. Ísar fékk heimsókn í janúar á þessu ári þar sem sjóðsstjórar og sveitarstjórnarmenn frá Danmörku og Grænlandi komu að skoða aðstöðu Ísar og bílinn sjálfan. Heimsóknin leiddi til þess að undirritað var samkomulag um framangreindar veglausar landsamgöngur. Þetta verkefni er fyrsta sinnar tegundar í Grænlandi. Bílar Tengdar fréttir Ízar ofurjeppinn að taka á sig mynd Ökuhæf frumgerð fyrsta frumhannaða ofurjeppans fyrir farþegaflutninga í heiminum er tilbúin. Hundruð innlendra og erlendra aðila komið að verkinu á einn eða annan hátt. Ísland er vagga götuhæfra ofurjeppa. 28. mars 2019 06:00 Fyrsti íslenski álbíllinn orðinn ökufær Fyrsti íslenski álbíllinn sem smíðaður var frá grunni hér á landi er orðinn ökufær og gefst Íslendingum færi á að skoða bifreiðina á morgun. Til stendur að framleiða fleiri eintök af jeppanum, sem fengið hefur nafnið Ísar, enda er nú þegar búið að selja fimm eintök og áhuginn enn meiri á þessum létta álbíl. 18. mars 2019 22:24 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður
Íslenski bílaframleiðandinn Ísar tekur þátt í landsamgönguverkefni á Grænlandi. Jepparnir frá Ísar eru sérhannaðir fyrir samgöngubætur án innviðauppbyggingar. Hugmyndin lýtur að því að gera samgöngur mögulegar þar sem nauðsynlegt er að komast á milli staða án þess að þurfa að ráðast í kostnaðarsama innviðauppbyggingu. Á þeim slóðum sem stendur til að taka Ísar í notkun á Grænlandi væri dýrt og erfitt að ráðast í innviðaframkvæmdir auk þess sem erfitt er að halda vegunum greiðfærum vegna veðurs. Fyrirhuguð leið milli Kangerlussuaq flugvallar við Grænlandsjökul og Sisimiut bæjar á vesturströndinni.Vísir/Qeqqata Kommunia Verkefnið í Grænlandi Ætlunin er að skila þremur bílum í landsamgönguverkefnið í Grænlandi um mitt næsta ár. Þar er um að ræða áætlanir um að setja upp almenningssamgöngur án þess að þurfa að leggja veg. Veglagning sjálf er ekki umhverfisvæn og þá síður umferðin sem kynni að fylgja ef vegur yrði lagður. Þess vegna er að sögn framkvæmdastjóra Ísar, Ara Arnórssonar umhverfisvænasti kosturinn að koma á samgöngum án veglagningar. „Í stóra samhenginu er betra að aðlaga bílana að náttúrunni en náttúruna að bílunum,“ sagði Ari. Ísar fékk heimsókn í janúar á þessu ári þar sem sjóðsstjórar og sveitarstjórnarmenn frá Danmörku og Grænlandi komu að skoða aðstöðu Ísar og bílinn sjálfan. Heimsóknin leiddi til þess að undirritað var samkomulag um framangreindar veglausar landsamgöngur. Þetta verkefni er fyrsta sinnar tegundar í Grænlandi.
Bílar Tengdar fréttir Ízar ofurjeppinn að taka á sig mynd Ökuhæf frumgerð fyrsta frumhannaða ofurjeppans fyrir farþegaflutninga í heiminum er tilbúin. Hundruð innlendra og erlendra aðila komið að verkinu á einn eða annan hátt. Ísland er vagga götuhæfra ofurjeppa. 28. mars 2019 06:00 Fyrsti íslenski álbíllinn orðinn ökufær Fyrsti íslenski álbíllinn sem smíðaður var frá grunni hér á landi er orðinn ökufær og gefst Íslendingum færi á að skoða bifreiðina á morgun. Til stendur að framleiða fleiri eintök af jeppanum, sem fengið hefur nafnið Ísar, enda er nú þegar búið að selja fimm eintök og áhuginn enn meiri á þessum létta álbíl. 18. mars 2019 22:24 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður
Ízar ofurjeppinn að taka á sig mynd Ökuhæf frumgerð fyrsta frumhannaða ofurjeppans fyrir farþegaflutninga í heiminum er tilbúin. Hundruð innlendra og erlendra aðila komið að verkinu á einn eða annan hátt. Ísland er vagga götuhæfra ofurjeppa. 28. mars 2019 06:00
Fyrsti íslenski álbíllinn orðinn ökufær Fyrsti íslenski álbíllinn sem smíðaður var frá grunni hér á landi er orðinn ökufær og gefst Íslendingum færi á að skoða bifreiðina á morgun. Til stendur að framleiða fleiri eintök af jeppanum, sem fengið hefur nafnið Ísar, enda er nú þegar búið að selja fimm eintök og áhuginn enn meiri á þessum létta álbíl. 18. mars 2019 22:24