Lífið samstarf

Sjö sentimetrar fóru á þremur vikum með Preppup

Preppup kynnir
Alllir réttirnir eru vandlega samsettir af næringarfræðingi með tilliti til næringarinnihalds og fjölda hitaeininga.
Alllir réttirnir eru vandlega samsettir af næringarfræðingi með tilliti til næringarinnihalds og fjölda hitaeininga. Preppup

„Ég keypti mér þriggja vikna pakka og missti 3 og ½ kíló. Sjö sentimetrar fóru af mittinu, sex af mjöðmunum og þrír af handleggjunum. Þetta er auðveldasta aðhald sem ég hef farið í,“ segir María, 55 ára kona sem nýtti sér þjónustu Prepupp. „Það er svo þægilegt að þurfa ekki að spá í hitaeiningar og hvað maður á að borða því búið er að mæla allt rétt og raða máltíðinni saman í box. Það er frábært að vita að maður er að borða rétt.“

Preppup eldar sérsniðnar máltíðir fyrir fólk sem vill létta sig og ná markmiðum sínum. Máltíðirnar eru vandlega samsettar af næringarráðgjafa og matreiðslumanni með rétta næringu og fjölda hitaeininga í huga. Á vefsíðu Preppup er hægt að velja milli fjölbreyttra rétta og setja upp matarplani fyrir vikuna.  Pantanir eru keyrðar heim að dyrum.

Girlnilegir réttir tilbúnir heim að dyrum.

Einfalt og þægilegt og sparar tíma

„Fólk eyðir mörgum klukkutímum á viku í að spá í hvað það vill borða, fara í búð, elda og ganga frá. Í dag eru allir á hraðferð og enginn hefur mikinn tíma. Þar af leiðandi er óhollur matur oftast fljótlegasti kosturinn. Við auðveldum fólki að nálgast hollan mat án fyrirhafnar,“ segir Guðmundur Óli Sigurjónsson, einn eigenda Preppup.  Hann segir þetta fyrirkomulag, Mealprep, afar vinsælt bæði í Bandaríkjunum og Evrópu og fjölmargir nýti sér slíka þjónustu til að tryggja að það borði rétt og fái rétta næringu til að ná sínum markmiðum.

Allur maturinn er eldaður og svo snöggkældur til að tryggja ferskleika.

En hvernig virkar þetta?

„Fólk fer inn á heimasíðuna okkar preppup.is og velur það sem það vill borða, hversu marga daga það vill fá mat og hversu marga rétti á dag. Síðan eldum við matinn, vigtum, pökkum og sendum beint heim að dyrum. Maturinn er eldaður af lærðum kokki og fagmönnum,“ útskýrir Guðmundur. „Allur matur er eldaður og svo snöggkældur til að tryggja ferskleika og gæði í sem lengstan tíma. Við pöntum inn hráefni fyrir hverja pöntun til að sporna við matarsóun.“

Sjá nánar á www.preppup.is

Þessi kynning er unnin í samstarfi við Preppup.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.