Börn vita ekkert um bíómyndir Heiðar Sumarliðason skrifar 25. febrúar 2020 14:45 Tölvuleikjapersónan Sonic er mætt í bíó. Kvikmyndin Sonic the Hedgehog er að mestu sársaukalaus, sem er annað en ég átti von á. Sennilega var ég svo skaddaður eftir að hafa séð Pokemon-myndina Detective Pikachu í sama bíói á síðasta ári að ég bjóst við hinu versta. Í tilfelli Pikachu var um að ræða þjáningu frá upphafi til enda. Ég hélt að sárin sem Pika veitti mér væru gróin en það eitt að ganga inn í stóra sal Kringlubíós opnaði þau aftur. Sem betur fer stráði Sega-tölvuleikjapersónan bláa ekki salti í þau og ég komst heim án nýs sárs. Fyrir þá sem ekki þekkja Sonic the Hedgehog er hann aðalpersóna samnefnds tölvuleiks Sega sem kom fyrst á markað árið 1991. Leikurinn er í ætt við Super Mario Brothers frá Nintendo, þar sem spilarinn stjórnar aðalpersónu sem hleypur eftir braut og mætir hindrunum sem hún þarf að komast framhjá með hraða og fimi. En Sonic þessi er hinn mesti eldibrandur, ólíkt feitlögnu pípurunum Mario og Luigi úr Mario Bros-leiknum. Erkióvinur Sonic í leiknum og myndinni er Dr. Robotnik, sem mætti flokka, líkt og svo marga erkióvini aðalpersóna kvikmynda og tölvuleikja, sem vondan snilling. Það er Jim Carrey sem geiflar sig í gegnum hlutverk doktorsins, á meðan persóna Sonic er tölvugerð. Það er gamanleikarinn Ben Szhwartz sem ljáir honum rödd sína. Börnum finnst allar myndir góðarHér gefur að líta skjáskot úr Sonic the Hedgehog tölvuleiknum.Kvikmyndin er í raun alveg eins og leikurinn. Sonic reynir að komast á einhvern áfangastað og Robotnik reynir að stöðva hann með öllum tiltækum ráðum. Þetta er ekki ýkja flókið, enda markhópur myndarinnar mjög ungur. Hún er reyndar bönnuð börnum yngri en sex ára, ég tel þó barn á leikskólaaldri þurfa að vera sérlega viðkvæmt til að komast úr jafnvægi við að sjá þetta ævintýr. Það er spurning um að breyta þessu kerfi okkar og færa það meira í ætt við hið bandaríska og taka skýrt fram að foreldrum og forráðamönnum sé gefið vald til að ákveða hvað börn þeirra hafa þroska til að sjá. Ég tók fimm ára dóttur mína með mér og af áhorfinu að dæma get ég ekki dregið aðra ályktun en að hún sé innan markhóps myndarinnar og rúmlega það. Henni fannst myndin nota bene frábær.En börn hafa auðvitað engar forsendur til að dæma gæði kvikmynda, það heyrir til undantekninga að börnunum í kringum mig finnist ekki allar kvikmyndir sem bornar eru fyrir þau góðar. Því setja myndir eins og Sonic gagnrýnanda í ákveðna klemmu. Hvernig skal tækla hana og hvaða kröfur á að gera? Á ýmsan máta er hægt að hakka Sonic í spað, en ég veit ekki alveg fyrir hvern sá dómur væri. Fyrir mér er gagnrýni einföld neytendavernd, sérstaklega þegar kemur að svona poppkornsskemmtiefni. Fólk vill vita hvort það eigi að leggja á sig að sitja í gegnum kvikmyndina með börnum sínum. Því eins og áður kom fram finnst börnum allt skemmtilegt.Svarið við því er já, fullorðin manneskja getur setið í gegnum Sonic the Hedgehog án þess að líða kvalir, því framvindan er hröð og nóg að gerast. Ég mæli hinsvegar ekki með þessu sem bíóskemmtun fyrir fullorðið fólk nema barn fylgi.Góðar viðtökur áhorfendaSonic og Tom eru mjööööög góðir gaurar.Gamlir aðdáendur leiksins gætu e.t.v. verið forvitnir og langað að sjá afraksturinn. Ég get engan veginn sett mig inn í hugarheim þess fólks, þar sem ég spilaði leikinn aldrei. Það má þó geta þess að Sonic-kvikmyndin skorar hátt á vefsíðum sem áhorfendum gefst færi á að gefa myndum einkunnir. Á Metacritic.com fær hún heila 8,5 í einkunn, sem er nú í hærra lagi þar. 94% notenda vefsíðunnar Rotten Tomatoes mæla með henni og hún fær einkunnina A í útgöngukönnun Cinemascore.com.Viðtökur gagnrýnenda hafa hinsvegar ekki verið neitt til að hrópa húrra fyrir, sem er fullkomlega eðlilegt. Enda skortir myndina margt sem telst til merkilegrar kvikmyndagerðar. Að sjálfsögðu lítur hún óaðfinnanlega út, en það eru allar þær eindir sem liggja til grundvallar góðri kvikmynd sem eru ekki merkilegar, þ.e.a.s. handritið. Metnaðurinn (eða, getan) í skrifunum er því miður á lágu stigi. Það er í raun allt letilegt við handritið og það á að vera hægt að gera mun betur við efniviðinn. Hér er hent í sögu sem fullnægir heimtingum barna en kröfum um góða persónusköpun er ekki mikið sinnt. Persónur Sonics og lögreglumannsins Tom, sem er hin aðalpersóna myndarinnar, eru ótrúlega yfirborðslegar og einfaldar, sem og persóna illmennisins Dr. Robotniks. Hér er búið að færa tölvuleikinn yfir á kvikmyndaformið á jafn einfaldan máta og hægt er. Persónunum er ekki gefin nein dýpt, Robotnik er vondur af-því-bara og Sonic og Tom svo hjartahreinir að það er ekki rykkorn í augsýn.Ég spyr mig hvort það sé ekki bara í lagi, þetta er barnamynd, ekki Schindler´s List eða The Godfather. Mig langar rosalega mikið til að segja nei, að gera eigi meiri kröfur, en finnst ég hálfgerður Dr. Robotnik ef ég geri það og ætla því að neita mér um. Það ætti að vera flestum foreldrum sársaukalaust að slást með börnum sínum í för, vilji þau sjá kvikmyndina. Ef börnin eru hinsvegar nógu stór til að fara ein í bíó eru foreldrar ekki að missa af miklu ef þeir setjast niður og fá sér kaffibolla og slaka í þá tvo tíma sem bíóferðin tekur.Niðurstaða:Sonic er fjögurra stjörnu barnamynd en vart nema tveggja og hálfrar stjörnu fullorðinsmynd. Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Kvikmyndin Sonic the Hedgehog er að mestu sársaukalaus, sem er annað en ég átti von á. Sennilega var ég svo skaddaður eftir að hafa séð Pokemon-myndina Detective Pikachu í sama bíói á síðasta ári að ég bjóst við hinu versta. Í tilfelli Pikachu var um að ræða þjáningu frá upphafi til enda. Ég hélt að sárin sem Pika veitti mér væru gróin en það eitt að ganga inn í stóra sal Kringlubíós opnaði þau aftur. Sem betur fer stráði Sega-tölvuleikjapersónan bláa ekki salti í þau og ég komst heim án nýs sárs. Fyrir þá sem ekki þekkja Sonic the Hedgehog er hann aðalpersóna samnefnds tölvuleiks Sega sem kom fyrst á markað árið 1991. Leikurinn er í ætt við Super Mario Brothers frá Nintendo, þar sem spilarinn stjórnar aðalpersónu sem hleypur eftir braut og mætir hindrunum sem hún þarf að komast framhjá með hraða og fimi. En Sonic þessi er hinn mesti eldibrandur, ólíkt feitlögnu pípurunum Mario og Luigi úr Mario Bros-leiknum. Erkióvinur Sonic í leiknum og myndinni er Dr. Robotnik, sem mætti flokka, líkt og svo marga erkióvini aðalpersóna kvikmynda og tölvuleikja, sem vondan snilling. Það er Jim Carrey sem geiflar sig í gegnum hlutverk doktorsins, á meðan persóna Sonic er tölvugerð. Það er gamanleikarinn Ben Szhwartz sem ljáir honum rödd sína. Börnum finnst allar myndir góðarHér gefur að líta skjáskot úr Sonic the Hedgehog tölvuleiknum.Kvikmyndin er í raun alveg eins og leikurinn. Sonic reynir að komast á einhvern áfangastað og Robotnik reynir að stöðva hann með öllum tiltækum ráðum. Þetta er ekki ýkja flókið, enda markhópur myndarinnar mjög ungur. Hún er reyndar bönnuð börnum yngri en sex ára, ég tel þó barn á leikskólaaldri þurfa að vera sérlega viðkvæmt til að komast úr jafnvægi við að sjá þetta ævintýr. Það er spurning um að breyta þessu kerfi okkar og færa það meira í ætt við hið bandaríska og taka skýrt fram að foreldrum og forráðamönnum sé gefið vald til að ákveða hvað börn þeirra hafa þroska til að sjá. Ég tók fimm ára dóttur mína með mér og af áhorfinu að dæma get ég ekki dregið aðra ályktun en að hún sé innan markhóps myndarinnar og rúmlega það. Henni fannst myndin nota bene frábær.En börn hafa auðvitað engar forsendur til að dæma gæði kvikmynda, það heyrir til undantekninga að börnunum í kringum mig finnist ekki allar kvikmyndir sem bornar eru fyrir þau góðar. Því setja myndir eins og Sonic gagnrýnanda í ákveðna klemmu. Hvernig skal tækla hana og hvaða kröfur á að gera? Á ýmsan máta er hægt að hakka Sonic í spað, en ég veit ekki alveg fyrir hvern sá dómur væri. Fyrir mér er gagnrýni einföld neytendavernd, sérstaklega þegar kemur að svona poppkornsskemmtiefni. Fólk vill vita hvort það eigi að leggja á sig að sitja í gegnum kvikmyndina með börnum sínum. Því eins og áður kom fram finnst börnum allt skemmtilegt.Svarið við því er já, fullorðin manneskja getur setið í gegnum Sonic the Hedgehog án þess að líða kvalir, því framvindan er hröð og nóg að gerast. Ég mæli hinsvegar ekki með þessu sem bíóskemmtun fyrir fullorðið fólk nema barn fylgi.Góðar viðtökur áhorfendaSonic og Tom eru mjööööög góðir gaurar.Gamlir aðdáendur leiksins gætu e.t.v. verið forvitnir og langað að sjá afraksturinn. Ég get engan veginn sett mig inn í hugarheim þess fólks, þar sem ég spilaði leikinn aldrei. Það má þó geta þess að Sonic-kvikmyndin skorar hátt á vefsíðum sem áhorfendum gefst færi á að gefa myndum einkunnir. Á Metacritic.com fær hún heila 8,5 í einkunn, sem er nú í hærra lagi þar. 94% notenda vefsíðunnar Rotten Tomatoes mæla með henni og hún fær einkunnina A í útgöngukönnun Cinemascore.com.Viðtökur gagnrýnenda hafa hinsvegar ekki verið neitt til að hrópa húrra fyrir, sem er fullkomlega eðlilegt. Enda skortir myndina margt sem telst til merkilegrar kvikmyndagerðar. Að sjálfsögðu lítur hún óaðfinnanlega út, en það eru allar þær eindir sem liggja til grundvallar góðri kvikmynd sem eru ekki merkilegar, þ.e.a.s. handritið. Metnaðurinn (eða, getan) í skrifunum er því miður á lágu stigi. Það er í raun allt letilegt við handritið og það á að vera hægt að gera mun betur við efniviðinn. Hér er hent í sögu sem fullnægir heimtingum barna en kröfum um góða persónusköpun er ekki mikið sinnt. Persónur Sonics og lögreglumannsins Tom, sem er hin aðalpersóna myndarinnar, eru ótrúlega yfirborðslegar og einfaldar, sem og persóna illmennisins Dr. Robotniks. Hér er búið að færa tölvuleikinn yfir á kvikmyndaformið á jafn einfaldan máta og hægt er. Persónunum er ekki gefin nein dýpt, Robotnik er vondur af-því-bara og Sonic og Tom svo hjartahreinir að það er ekki rykkorn í augsýn.Ég spyr mig hvort það sé ekki bara í lagi, þetta er barnamynd, ekki Schindler´s List eða The Godfather. Mig langar rosalega mikið til að segja nei, að gera eigi meiri kröfur, en finnst ég hálfgerður Dr. Robotnik ef ég geri það og ætla því að neita mér um. Það ætti að vera flestum foreldrum sársaukalaust að slást með börnum sínum í för, vilji þau sjá kvikmyndina. Ef börnin eru hinsvegar nógu stór til að fara ein í bíó eru foreldrar ekki að missa af miklu ef þeir setjast niður og fá sér kaffibolla og slaka í þá tvo tíma sem bíóferðin tekur.Niðurstaða:Sonic er fjögurra stjörnu barnamynd en vart nema tveggja og hálfrar stjörnu fullorðinsmynd.
Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira