„Stóð frammi fyrir því að missa bæði barnið mitt og konuna mína“ Stefán Árni Pálsson skrifar 27. febrúar 2020 12:30 Veigar og Sirrý hafa gengið í gegnum margt saman. Fyrir tuttugu árum greindist Sirrý Jónasdóttir með nýrnasjúkdóm, hún var þá gengin sex mánuði með sitt annað barn og algjörlega ómeðvituð um sjúkdóminn. Í reglubundinni heimsókn hjá lækni í Ameríku þar sem hún bjó ásamt eiginmanni og barni kom í ljós að hún var mikið veik, og læknarnir töldu að hún væri með meðgöngueitrun og það var aðeins eitt í stöðunni, að bjarga Sirrý en þau vissu að barnið myndi ekki lifa það af. Rætt var við þau Sirrý og Veigar í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Það er sumarið 1999 og við erum í Los Angeles í nýrri borg, á nýjum stað og búin að vera þarna í stuttan tíma. Ég var að skríða úr námi og er þarna á stuttbuxum og í sandölum og dríf mig bara á stað og ætla fara upp á spítala að sækja hana,“ segir Veigar Margeirsson, eiginmaður Sirrýjar. Það var eitthvað mikið að „Svo kem ég þangað og sé að það er eitthvað meiriháttar í gangi. Maður sá það á svipnum á heilbrigðisstarfsfólkinu að það er ekki allt með feldu. Það líða nokkrar mínútur þar til að ég er dreginn inn í herbergi af lækni og hún segir að konan mín sé mjög alvarlega veik og að hún verði að fara í fæðingu núna. Ég segi að hún fari ekki í fæðingu núna þar sem barniðn muni ekki lifa það af. Læknirinn svarar mér þá að hún viti það að barnið muni ekki lifa þetta af en ef hún færi ekki í aðgerð strax myndi hún heldur ekki lifa af. Ég stóð frammi fyrir því að missa bæði barnið mitt og konuna mína. Ég þurfti að fara fram og útskýra fyrir Sirrý að við værum að fara í fæðingu.“ Þegar þau hjónin fóru saman í nýrnaaðgerð og Veigar gaf konunni sinni nýra. Sirrý var sett af stað og þá fæddist stúlkubarn sem þau gáfu nafnið Rannveig en barnið lifði aðeins í sextán mínútur. „Við kjósum að trúa því að hún hafi verið send okkur til þess að finna þennan sjúkdóm,“ segir Veigar. „Ég fæði hana, sem er það erfiðasta sem ég hef nokkur tímann gert, og vitandi það að þú ert að fara fæða barn sem fær ekki að lifa. Andlega var þetta mjög erfitt. Mér fannst ég alveg ómöguleg sem kona, að geta ekki haldið henni nægilega lengi inni í mér til að það væri hægt að bjarga henni,“ segir Sirrý. Gat lifað í tuttugu ár á lyfjum Eftir þessa erfiðu lífsreynslu kemur enn eitt óvænt í ljós. „Ég er látin fæða til að lækna mig en svo bara læknast ég ekki þegar hún er fædd. Það vissi enginn hvað væri í raun að mér en það var ekki fyrir nokkrum mánuðum síðar þegar það kemur í ljós að ég væri með nýrnasjúkdóm sem hagaði sér eins og meðgöngueitrun. Þá var hægt að gefa mér lyf við því og þannig gat ég lifað í tuttugu ár af því að þetta uppgötvaðist svona snemma. Þagnað til núna í nóvember þegar Veigar gaf mér nýra.“ Veigar var staðráðinn í því að gefa henni nýra sem hann og gerði og tala þau hjónin mjög skemmtilega um það ferli. Aðgerðin gekk vonum framar og bæði var baklandið þeirra í fjölskyldunni afar sterkt sem og læknateymið á sjúkrahúsinu og segja Sirrý og Veigar að það hafi verið staðið einstaklega vel að öllu í ferlinu. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Lífið Fleiri fréttir Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Sjá meira
Fyrir tuttugu árum greindist Sirrý Jónasdóttir með nýrnasjúkdóm, hún var þá gengin sex mánuði með sitt annað barn og algjörlega ómeðvituð um sjúkdóminn. Í reglubundinni heimsókn hjá lækni í Ameríku þar sem hún bjó ásamt eiginmanni og barni kom í ljós að hún var mikið veik, og læknarnir töldu að hún væri með meðgöngueitrun og það var aðeins eitt í stöðunni, að bjarga Sirrý en þau vissu að barnið myndi ekki lifa það af. Rætt var við þau Sirrý og Veigar í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Það er sumarið 1999 og við erum í Los Angeles í nýrri borg, á nýjum stað og búin að vera þarna í stuttan tíma. Ég var að skríða úr námi og er þarna á stuttbuxum og í sandölum og dríf mig bara á stað og ætla fara upp á spítala að sækja hana,“ segir Veigar Margeirsson, eiginmaður Sirrýjar. Það var eitthvað mikið að „Svo kem ég þangað og sé að það er eitthvað meiriháttar í gangi. Maður sá það á svipnum á heilbrigðisstarfsfólkinu að það er ekki allt með feldu. Það líða nokkrar mínútur þar til að ég er dreginn inn í herbergi af lækni og hún segir að konan mín sé mjög alvarlega veik og að hún verði að fara í fæðingu núna. Ég segi að hún fari ekki í fæðingu núna þar sem barniðn muni ekki lifa það af. Læknirinn svarar mér þá að hún viti það að barnið muni ekki lifa þetta af en ef hún færi ekki í aðgerð strax myndi hún heldur ekki lifa af. Ég stóð frammi fyrir því að missa bæði barnið mitt og konuna mína. Ég þurfti að fara fram og útskýra fyrir Sirrý að við værum að fara í fæðingu.“ Þegar þau hjónin fóru saman í nýrnaaðgerð og Veigar gaf konunni sinni nýra. Sirrý var sett af stað og þá fæddist stúlkubarn sem þau gáfu nafnið Rannveig en barnið lifði aðeins í sextán mínútur. „Við kjósum að trúa því að hún hafi verið send okkur til þess að finna þennan sjúkdóm,“ segir Veigar. „Ég fæði hana, sem er það erfiðasta sem ég hef nokkur tímann gert, og vitandi það að þú ert að fara fæða barn sem fær ekki að lifa. Andlega var þetta mjög erfitt. Mér fannst ég alveg ómöguleg sem kona, að geta ekki haldið henni nægilega lengi inni í mér til að það væri hægt að bjarga henni,“ segir Sirrý. Gat lifað í tuttugu ár á lyfjum Eftir þessa erfiðu lífsreynslu kemur enn eitt óvænt í ljós. „Ég er látin fæða til að lækna mig en svo bara læknast ég ekki þegar hún er fædd. Það vissi enginn hvað væri í raun að mér en það var ekki fyrir nokkrum mánuðum síðar þegar það kemur í ljós að ég væri með nýrnasjúkdóm sem hagaði sér eins og meðgöngueitrun. Þá var hægt að gefa mér lyf við því og þannig gat ég lifað í tuttugu ár af því að þetta uppgötvaðist svona snemma. Þagnað til núna í nóvember þegar Veigar gaf mér nýra.“ Veigar var staðráðinn í því að gefa henni nýra sem hann og gerði og tala þau hjónin mjög skemmtilega um það ferli. Aðgerðin gekk vonum framar og bæði var baklandið þeirra í fjölskyldunni afar sterkt sem og læknateymið á sjúkrahúsinu og segja Sirrý og Veigar að það hafi verið staðið einstaklega vel að öllu í ferlinu. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Lífið Fleiri fréttir Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Sjá meira
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið