Nýtt verkefni til skoðunar í landgræðslu og sjálfbærri landnýtingu Heimsljós kynnir 28. febrúar 2020 14:15 Fyrrverandi nemendur Jarðhitaskólans fyrir framan þurrkofninn í Menengai, t.f.v. Martha Mburu, Meseret Teklemariam Zemedkun og Silvia Malmo. Til skoðunar er að setja á fót nýtt þróunarsamvinnuverkefni á sviði landgræðslu og sjálfbærrar landnýtingar. Um yrði að ræða samstarfsverkefni Íslands og Norræna þróunarsjóðsins (NDF) í samvinnu við Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP), byggt á grunni samstarfs þessara aðila sem skilað hefur miklum árangri í jarðhitaverkefni í austanverðri Afríku á síðustu árum. Íslenska sendinefndin og fyrrverandi nemendur Jarðhitaskólans. Fulltrúar frá utanríkisráðuneytinu, umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og Landgræðsluskólanum hafa í vikunni átt fundi með fulltrúum Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna í Næróbí, í höfuðstöðvum UNEP, til að fylgja eftir jarðhitaverkefninu sem utanríkisráðuneytið og NDF hafa stutt við á síðastliðnum átta árum. Mikill árangur og góð reynsla af samstarfi utanríkisráðuneytisins, NDF og UNEP í jarðhitaverkefninu leiða til þess verið er að skoða ýmsa nýja fleti á samstarfi, meðal annars í landgræðslu og sjálfbærri landnýtingu. Viðræðum verður haldið áfram síðar á árinu. Að sögn Ágústu Gísladóttur á alþjóða- og þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins sem fer fyrir íslensku sendinefndinni var meðal annars farið í heimsókn á jarðhitasvæði í Menengai þar sem verið er að byggja jarðvarmavirkjun. Í Menengai var á síðasta ári settur upp þurrkofn með styrk frá Íslandi sem getur þurrkað sex tonn af korni á fjórum til fimm klukkutímum með grænni orku. Margir fyrrverandi nemendur Jarðhitaskólans Martha Mburu er verkstjóri í Menengai en hún er fyrrverandi nemandi Jarðhitaskólans hér á landi. Einnig hittu íslensku fulltrúarnir Silvia Malmo efnafræðing sem starfar á rannsóknastofu sem efnagreinir jarðhitavökva en hún er einnig fyrrverandi nemandi Jarðhitaskólans. Silvia kennir jafnframt í Öndvegissetri jarðhitauppbyggingar en setrið hefur notið stuðnings frá Íslandi. Setrið er byggt upp í samstarfi við UNEP og verkefnastjórinn er líka fyrrverandi nemandi Jarðhitaskólans, Meseret Teklemariam Zemedkun.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flugferðum aflýst Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent
Til skoðunar er að setja á fót nýtt þróunarsamvinnuverkefni á sviði landgræðslu og sjálfbærrar landnýtingar. Um yrði að ræða samstarfsverkefni Íslands og Norræna þróunarsjóðsins (NDF) í samvinnu við Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP), byggt á grunni samstarfs þessara aðila sem skilað hefur miklum árangri í jarðhitaverkefni í austanverðri Afríku á síðustu árum. Íslenska sendinefndin og fyrrverandi nemendur Jarðhitaskólans. Fulltrúar frá utanríkisráðuneytinu, umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og Landgræðsluskólanum hafa í vikunni átt fundi með fulltrúum Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna í Næróbí, í höfuðstöðvum UNEP, til að fylgja eftir jarðhitaverkefninu sem utanríkisráðuneytið og NDF hafa stutt við á síðastliðnum átta árum. Mikill árangur og góð reynsla af samstarfi utanríkisráðuneytisins, NDF og UNEP í jarðhitaverkefninu leiða til þess verið er að skoða ýmsa nýja fleti á samstarfi, meðal annars í landgræðslu og sjálfbærri landnýtingu. Viðræðum verður haldið áfram síðar á árinu. Að sögn Ágústu Gísladóttur á alþjóða- og þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins sem fer fyrir íslensku sendinefndinni var meðal annars farið í heimsókn á jarðhitasvæði í Menengai þar sem verið er að byggja jarðvarmavirkjun. Í Menengai var á síðasta ári settur upp þurrkofn með styrk frá Íslandi sem getur þurrkað sex tonn af korni á fjórum til fimm klukkutímum með grænni orku. Margir fyrrverandi nemendur Jarðhitaskólans Martha Mburu er verkstjóri í Menengai en hún er fyrrverandi nemandi Jarðhitaskólans hér á landi. Einnig hittu íslensku fulltrúarnir Silvia Malmo efnafræðing sem starfar á rannsóknastofu sem efnagreinir jarðhitavökva en hún er einnig fyrrverandi nemandi Jarðhitaskólans. Silvia kennir jafnframt í Öndvegissetri jarðhitauppbyggingar en setrið hefur notið stuðnings frá Íslandi. Setrið er byggt upp í samstarfi við UNEP og verkefnastjórinn er líka fyrrverandi nemandi Jarðhitaskólans, Meseret Teklemariam Zemedkun.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flugferðum aflýst Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent