Hildur Guðnadóttir vann Óskarsverðlaun Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. febrúar 2020 03:43 Hildur Guðnadóttir. Hildur Guðnadóttir tónskáld vann rétt í þessu Óskarsverðlaun fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker. Hildur er fyrsti Íslendingurinn sem vinnur Óskarinn og fjórða konan frá upphafi sem vinnur verðlaunin í flokki frumsamdrar kvikmyndatónlistar. Hildur hlaut standandi lófatak þegar hún kom upp á Óskarssviðið og tók við verðlaununum í Dolby-kvikmyndahúsinu í kvöld. „Þetta er svo hjartnæmt,“ sagði Hildur eftir hátt andvarp, sem vakti kátínu viðstaddra. Hún þakkaði akademíunni og leikstjóra Joker, Todd Philips, og auðvitað fjölskyldu sinni. Sjá einnig: Hildur varð agndofa þegar allir stóðu upp „Fjölskylda mín, fallega fjölskylda mín, sem er hér hjá mér. Magnaði eiginmaður minn, Sam, ástin mín, besti vinur minn, hvers eyru ég fæ lánuð. Mamma mín, sonur minn Kári, ég elska ykkur svo mikið,“ sagði Hildur. „Til stúlknanna, kvennanna, mæðranna, dætranna. Við heyrum tónlistina krauma undir niðri. Gerið það, hækkið róminn. Við þurfum að heyra raddir ykkar.“ Hildur hefur farið sannkallaða sigurför um Hollywood undanfarin misseri og sópað til sín helstu verðlaunum vetrarins. Hún vann BAFTA-, Critics‘ Choice- og Golden Globe-verðlaun fyrir tónlistina í Joker og þá hreppti hún einnig Grammy- og Emmy-verðlaun fyrir tónlist sína í þáttaröðinni Chernobyl. Fáar konur hafa verið tilnefndar í flokki frumsamdrar tónlistar á umræddum verðlaunahátíðum í gegnum tíðina og Hildur hefur slegið nokkur met í þeim efnum. Hún var til að mynda önnur konan til að vinna Golden Globe og sú fyrsta til að vinna verðlaunin ein. Sjá einnig: Parasite kom, sá og sigraði Þá er Hildur sjöundi Íslendingurinn sem tilnefndur er til Óskarsverðlauna. Friðrik Þór Friðriksson var tilnefndur fyrir Börn náttúrunnar í flokki bestu erlendu kvikmyndar árið 1992. Björk Guðmundsdóttir og Sjón voru tilnefnd fyrir lagið I’ve Seen it All úr kvikmyndinni Dancer in the Dark árið 2001. Rúnar Rúnarsson og Þórir Snær Sigurjónsson kvikmyndagerðarmenn hlutu svo tilnefningu árið 2006 fyrir stuttmyndina Síðasti bærinn. Jóhann Jóhannsson heitinn, tónskáld og kær vinur Hildar, var tilnefndur árin 2015 og 2016 fyrir tónlist sína í kvikmyndunum The Theory of Everything og Sicario. Hildur er jafnframt sjöunda konan sem tilnefnd er til Óskarsverðlauna fyrir bestu kvikmyndatónlist og sú fjórða sem vinnur. Flokkurinn hefur þó tekið nokkrum breytingum í tímans rás og er Hildur fyrsta konan sem vinnur verðlaunin í núverandi mynd. Tónskáldin Rachel Portman og Anne Dudley unnu árin 1996 og 1997 þegar verðlaununum var skipt í tvennt. Báðar unnu þær fyrir bestu tónlist í söngleik eða grínmynd, Portman fyrir kvikmyndina Emma og Dudley fyrir kvikmyndina The Full Monty. Söngtextahöfundurinn Marilyn Bergman vann verðlaunin ásamt Michel Legrand og Alan Bergman árið 1983. Verðlaununum var þá skipt í flokk frumsamdrar og endursamdrar (e. Original Song Score and Its Adaptation or Adaptation Score)kvikmyndatónlistar en Bergman vann í þeim síðarnefnda. Hildur er fædd 4. september 1982 og alin upp í Hafnarfirði. Sjá einnig: Hollywood-stjarnan úr Hafnarfirði Hún stimplaði sig strax inn í íslenska tónlistarsenu á unglingsárunum og hefur gert garðinn frægan með hljómsveitum á borð við Woofer, Rúnk, Múm og Stórsveit Nix Noltes. Hildur hefur gefið út fjórar sólóplötur en síðustu ár hefur hún einbeitt sér að kvikmynda- og sjónvarpsþáttatónlist. Fylgst var með Óskarsverðlaunaafhendingunni í Vaktinni á Vísi í nótt eins og sjá má að neðan.
Hildur Guðnadóttir tónskáld vann rétt í þessu Óskarsverðlaun fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker. Hildur er fyrsti Íslendingurinn sem vinnur Óskarinn og fjórða konan frá upphafi sem vinnur verðlaunin í flokki frumsamdrar kvikmyndatónlistar. Hildur hlaut standandi lófatak þegar hún kom upp á Óskarssviðið og tók við verðlaununum í Dolby-kvikmyndahúsinu í kvöld. „Þetta er svo hjartnæmt,“ sagði Hildur eftir hátt andvarp, sem vakti kátínu viðstaddra. Hún þakkaði akademíunni og leikstjóra Joker, Todd Philips, og auðvitað fjölskyldu sinni. Sjá einnig: Hildur varð agndofa þegar allir stóðu upp „Fjölskylda mín, fallega fjölskylda mín, sem er hér hjá mér. Magnaði eiginmaður minn, Sam, ástin mín, besti vinur minn, hvers eyru ég fæ lánuð. Mamma mín, sonur minn Kári, ég elska ykkur svo mikið,“ sagði Hildur. „Til stúlknanna, kvennanna, mæðranna, dætranna. Við heyrum tónlistina krauma undir niðri. Gerið það, hækkið róminn. Við þurfum að heyra raddir ykkar.“ Hildur hefur farið sannkallaða sigurför um Hollywood undanfarin misseri og sópað til sín helstu verðlaunum vetrarins. Hún vann BAFTA-, Critics‘ Choice- og Golden Globe-verðlaun fyrir tónlistina í Joker og þá hreppti hún einnig Grammy- og Emmy-verðlaun fyrir tónlist sína í þáttaröðinni Chernobyl. Fáar konur hafa verið tilnefndar í flokki frumsamdrar tónlistar á umræddum verðlaunahátíðum í gegnum tíðina og Hildur hefur slegið nokkur met í þeim efnum. Hún var til að mynda önnur konan til að vinna Golden Globe og sú fyrsta til að vinna verðlaunin ein. Sjá einnig: Parasite kom, sá og sigraði Þá er Hildur sjöundi Íslendingurinn sem tilnefndur er til Óskarsverðlauna. Friðrik Þór Friðriksson var tilnefndur fyrir Börn náttúrunnar í flokki bestu erlendu kvikmyndar árið 1992. Björk Guðmundsdóttir og Sjón voru tilnefnd fyrir lagið I’ve Seen it All úr kvikmyndinni Dancer in the Dark árið 2001. Rúnar Rúnarsson og Þórir Snær Sigurjónsson kvikmyndagerðarmenn hlutu svo tilnefningu árið 2006 fyrir stuttmyndina Síðasti bærinn. Jóhann Jóhannsson heitinn, tónskáld og kær vinur Hildar, var tilnefndur árin 2015 og 2016 fyrir tónlist sína í kvikmyndunum The Theory of Everything og Sicario. Hildur er jafnframt sjöunda konan sem tilnefnd er til Óskarsverðlauna fyrir bestu kvikmyndatónlist og sú fjórða sem vinnur. Flokkurinn hefur þó tekið nokkrum breytingum í tímans rás og er Hildur fyrsta konan sem vinnur verðlaunin í núverandi mynd. Tónskáldin Rachel Portman og Anne Dudley unnu árin 1996 og 1997 þegar verðlaununum var skipt í tvennt. Báðar unnu þær fyrir bestu tónlist í söngleik eða grínmynd, Portman fyrir kvikmyndina Emma og Dudley fyrir kvikmyndina The Full Monty. Söngtextahöfundurinn Marilyn Bergman vann verðlaunin ásamt Michel Legrand og Alan Bergman árið 1983. Verðlaununum var þá skipt í flokk frumsamdrar og endursamdrar (e. Original Song Score and Its Adaptation or Adaptation Score)kvikmyndatónlistar en Bergman vann í þeim síðarnefnda. Hildur er fædd 4. september 1982 og alin upp í Hafnarfirði. Sjá einnig: Hollywood-stjarnan úr Hafnarfirði Hún stimplaði sig strax inn í íslenska tónlistarsenu á unglingsárunum og hefur gert garðinn frægan með hljómsveitum á borð við Woofer, Rúnk, Múm og Stórsveit Nix Noltes. Hildur hefur gefið út fjórar sólóplötur en síðustu ár hefur hún einbeitt sér að kvikmynda- og sjónvarpsþáttatónlist. Fylgst var með Óskarsverðlaunaafhendingunni í Vaktinni á Vísi í nótt eins og sjá má að neðan.
Bíó og sjónvarp Hildur Guðnadóttir Hollywood Íslendingar erlendis Óskarinn Tónlist Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Sjá meira