Hildur Guðnadóttir vann Óskarsverðlaun Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. febrúar 2020 03:43 Hildur Guðnadóttir. Hildur Guðnadóttir tónskáld vann rétt í þessu Óskarsverðlaun fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker. Hildur er fyrsti Íslendingurinn sem vinnur Óskarinn og fjórða konan frá upphafi sem vinnur verðlaunin í flokki frumsamdrar kvikmyndatónlistar. Hildur hlaut standandi lófatak þegar hún kom upp á Óskarssviðið og tók við verðlaununum í Dolby-kvikmyndahúsinu í kvöld. „Þetta er svo hjartnæmt,“ sagði Hildur eftir hátt andvarp, sem vakti kátínu viðstaddra. Hún þakkaði akademíunni og leikstjóra Joker, Todd Philips, og auðvitað fjölskyldu sinni. Sjá einnig: Hildur varð agndofa þegar allir stóðu upp „Fjölskylda mín, fallega fjölskylda mín, sem er hér hjá mér. Magnaði eiginmaður minn, Sam, ástin mín, besti vinur minn, hvers eyru ég fæ lánuð. Mamma mín, sonur minn Kári, ég elska ykkur svo mikið,“ sagði Hildur. „Til stúlknanna, kvennanna, mæðranna, dætranna. Við heyrum tónlistina krauma undir niðri. Gerið það, hækkið róminn. Við þurfum að heyra raddir ykkar.“ Hildur hefur farið sannkallaða sigurför um Hollywood undanfarin misseri og sópað til sín helstu verðlaunum vetrarins. Hún vann BAFTA-, Critics‘ Choice- og Golden Globe-verðlaun fyrir tónlistina í Joker og þá hreppti hún einnig Grammy- og Emmy-verðlaun fyrir tónlist sína í þáttaröðinni Chernobyl. Fáar konur hafa verið tilnefndar í flokki frumsamdrar tónlistar á umræddum verðlaunahátíðum í gegnum tíðina og Hildur hefur slegið nokkur met í þeim efnum. Hún var til að mynda önnur konan til að vinna Golden Globe og sú fyrsta til að vinna verðlaunin ein. Sjá einnig: Parasite kom, sá og sigraði Þá er Hildur sjöundi Íslendingurinn sem tilnefndur er til Óskarsverðlauna. Friðrik Þór Friðriksson var tilnefndur fyrir Börn náttúrunnar í flokki bestu erlendu kvikmyndar árið 1992. Björk Guðmundsdóttir og Sjón voru tilnefnd fyrir lagið I’ve Seen it All úr kvikmyndinni Dancer in the Dark árið 2001. Rúnar Rúnarsson og Þórir Snær Sigurjónsson kvikmyndagerðarmenn hlutu svo tilnefningu árið 2006 fyrir stuttmyndina Síðasti bærinn. Jóhann Jóhannsson heitinn, tónskáld og kær vinur Hildar, var tilnefndur árin 2015 og 2016 fyrir tónlist sína í kvikmyndunum The Theory of Everything og Sicario. Hildur er jafnframt sjöunda konan sem tilnefnd er til Óskarsverðlauna fyrir bestu kvikmyndatónlist og sú fjórða sem vinnur. Flokkurinn hefur þó tekið nokkrum breytingum í tímans rás og er Hildur fyrsta konan sem vinnur verðlaunin í núverandi mynd. Tónskáldin Rachel Portman og Anne Dudley unnu árin 1996 og 1997 þegar verðlaununum var skipt í tvennt. Báðar unnu þær fyrir bestu tónlist í söngleik eða grínmynd, Portman fyrir kvikmyndina Emma og Dudley fyrir kvikmyndina The Full Monty. Söngtextahöfundurinn Marilyn Bergman vann verðlaunin ásamt Michel Legrand og Alan Bergman árið 1983. Verðlaununum var þá skipt í flokk frumsamdrar og endursamdrar (e. Original Song Score and Its Adaptation or Adaptation Score)kvikmyndatónlistar en Bergman vann í þeim síðarnefnda. Hildur er fædd 4. september 1982 og alin upp í Hafnarfirði. Sjá einnig: Hollywood-stjarnan úr Hafnarfirði Hún stimplaði sig strax inn í íslenska tónlistarsenu á unglingsárunum og hefur gert garðinn frægan með hljómsveitum á borð við Woofer, Rúnk, Múm og Stórsveit Nix Noltes. Hildur hefur gefið út fjórar sólóplötur en síðustu ár hefur hún einbeitt sér að kvikmynda- og sjónvarpsþáttatónlist. Fylgst var með Óskarsverðlaunaafhendingunni í Vaktinni á Vísi í nótt eins og sjá má að neðan.
Hildur Guðnadóttir tónskáld vann rétt í þessu Óskarsverðlaun fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker. Hildur er fyrsti Íslendingurinn sem vinnur Óskarinn og fjórða konan frá upphafi sem vinnur verðlaunin í flokki frumsamdrar kvikmyndatónlistar. Hildur hlaut standandi lófatak þegar hún kom upp á Óskarssviðið og tók við verðlaununum í Dolby-kvikmyndahúsinu í kvöld. „Þetta er svo hjartnæmt,“ sagði Hildur eftir hátt andvarp, sem vakti kátínu viðstaddra. Hún þakkaði akademíunni og leikstjóra Joker, Todd Philips, og auðvitað fjölskyldu sinni. Sjá einnig: Hildur varð agndofa þegar allir stóðu upp „Fjölskylda mín, fallega fjölskylda mín, sem er hér hjá mér. Magnaði eiginmaður minn, Sam, ástin mín, besti vinur minn, hvers eyru ég fæ lánuð. Mamma mín, sonur minn Kári, ég elska ykkur svo mikið,“ sagði Hildur. „Til stúlknanna, kvennanna, mæðranna, dætranna. Við heyrum tónlistina krauma undir niðri. Gerið það, hækkið róminn. Við þurfum að heyra raddir ykkar.“ Hildur hefur farið sannkallaða sigurför um Hollywood undanfarin misseri og sópað til sín helstu verðlaunum vetrarins. Hún vann BAFTA-, Critics‘ Choice- og Golden Globe-verðlaun fyrir tónlistina í Joker og þá hreppti hún einnig Grammy- og Emmy-verðlaun fyrir tónlist sína í þáttaröðinni Chernobyl. Fáar konur hafa verið tilnefndar í flokki frumsamdrar tónlistar á umræddum verðlaunahátíðum í gegnum tíðina og Hildur hefur slegið nokkur met í þeim efnum. Hún var til að mynda önnur konan til að vinna Golden Globe og sú fyrsta til að vinna verðlaunin ein. Sjá einnig: Parasite kom, sá og sigraði Þá er Hildur sjöundi Íslendingurinn sem tilnefndur er til Óskarsverðlauna. Friðrik Þór Friðriksson var tilnefndur fyrir Börn náttúrunnar í flokki bestu erlendu kvikmyndar árið 1992. Björk Guðmundsdóttir og Sjón voru tilnefnd fyrir lagið I’ve Seen it All úr kvikmyndinni Dancer in the Dark árið 2001. Rúnar Rúnarsson og Þórir Snær Sigurjónsson kvikmyndagerðarmenn hlutu svo tilnefningu árið 2006 fyrir stuttmyndina Síðasti bærinn. Jóhann Jóhannsson heitinn, tónskáld og kær vinur Hildar, var tilnefndur árin 2015 og 2016 fyrir tónlist sína í kvikmyndunum The Theory of Everything og Sicario. Hildur er jafnframt sjöunda konan sem tilnefnd er til Óskarsverðlauna fyrir bestu kvikmyndatónlist og sú fjórða sem vinnur. Flokkurinn hefur þó tekið nokkrum breytingum í tímans rás og er Hildur fyrsta konan sem vinnur verðlaunin í núverandi mynd. Tónskáldin Rachel Portman og Anne Dudley unnu árin 1996 og 1997 þegar verðlaununum var skipt í tvennt. Báðar unnu þær fyrir bestu tónlist í söngleik eða grínmynd, Portman fyrir kvikmyndina Emma og Dudley fyrir kvikmyndina The Full Monty. Söngtextahöfundurinn Marilyn Bergman vann verðlaunin ásamt Michel Legrand og Alan Bergman árið 1983. Verðlaununum var þá skipt í flokk frumsamdrar og endursamdrar (e. Original Song Score and Its Adaptation or Adaptation Score)kvikmyndatónlistar en Bergman vann í þeim síðarnefnda. Hildur er fædd 4. september 1982 og alin upp í Hafnarfirði. Sjá einnig: Hollywood-stjarnan úr Hafnarfirði Hún stimplaði sig strax inn í íslenska tónlistarsenu á unglingsárunum og hefur gert garðinn frægan með hljómsveitum á borð við Woofer, Rúnk, Múm og Stórsveit Nix Noltes. Hildur hefur gefið út fjórar sólóplötur en síðustu ár hefur hún einbeitt sér að kvikmynda- og sjónvarpsþáttatónlist. Fylgst var með Óskarsverðlaunaafhendingunni í Vaktinni á Vísi í nótt eins og sjá má að neðan.
Bíó og sjónvarp Hildur Guðnadóttir Hollywood Íslendingar erlendis Óskarinn Tónlist Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira