Lífið

Gunnar V flúraði mynd af Bubba Morthens á Ómar í beinni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gunnar var í hljóðveri X-977 frá 12-16 í gær og flúraði Ómar.
Gunnar var í hljóðveri X-977 frá 12-16 í gær og flúraði Ómar.

Húðflúrarinn Gunnar Valdimarsson leit við í hljóðveri X-977 í gær og tók sig til og flúraði gamla mynd af sjálfum Bubba Morthens á handlegg útvarpsmannsins Ómari Úlfi.

Gunnar hefur lengi verið einn þekktasti flúrari landsins og hafa til að mynda þeir Emil Hallfreðsson, Aron Einar Gunnarsson, Rúrik Gíslason og Hafþór Júlíus Björnsson fengið Gunnar til að flúra verk á líkama þeirra. Frægustu verkin eru líklega íslenska skjaldamerkið aftan á baki Arons Einars og mynd af föður Emils Hallfreðssonar sem landsliðsmaðurinn fékk Gunnar til að flúra á sig.

Nú var komið að því að koma Bubba Morthens fyrir á Ómari og leit blaðamaður Vísis við í  myndveri X-ins í gær.

Gunnar er farinn að einbeita sér einnig að tónlistinni og stofnaði á dögunum bandið Gunnar the Fifth en sagan á bakvið nafnið kemur í raun út frá því að Gunnar gengur oftast undir nafninu Gunnar V erlendis.

Hér að neðan má sjá innslagið úr hljóðverið X-977.

Klippa: Gunnar V flúraði mynd af Bubba Morthens á Ómar í beinni

Hér að neðan má sjá myndband við lag bandsins, Beauty in the Downfall og hér má fylgjast með bandinu á Instagram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.