Daníel um úrskurð aganefndar: Opnar hættulegar dyr Ísak Hallmundarson skrifar 12. febrúar 2020 20:06 Daníel Guðni Guðmundsson er kominn með Grindavík í bikarúrslitaleik. vísir/bára Grindavík sigraði Fjölni í undanúrslitum Geysis-bikarsins í skemmtilegum körfuboltaleik í kvöld. Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur var til viðtals eftir leik. Hann ræddi um leikinn og var sáttur með sigur sinna manna, en hann er ekki eins sáttur við úrskurð aganefndar KKÍ á hendur Seth LeDay. „Við ætluðum auðvitað að sigra leikinn en ég var ekki ánægður með okkur í fyrri hálfleik, þeir voru í rauninni að spila stórkostlega vel í fyrri hálfleik, hitta 10 þristum, við náum reyndar að loka á tveggja stiga körfurnar en náðum aldeilis ekki að loka fyrir utan og þeir hittu rosalega vel. En við gerðum smá áhlaup síðan um miðjan þriðja leikhluta og það sem við höfðum talað um í hálfleik gekk upp, sem er ánægjulegt.“ Nýting Fjölnis fyrir utan þriggja stiga línuna var ótrúleg í fyrri hálfleik, þeir hittu úr 10 af 16 skotum sínum fyrir utan. Daníel segist hafa búist við því að það myndi ekki halda áfram allan leikinn: „Við töluðum auðvitað um það í hálfleik að þeir myndu ekki vera að skora svona allan leikinn en maður veit aldrei, við bjuggumst við að þeir myndu fara að minnka þessa hittni sína og fjórði leikhlutinn hjá okkur var bara gríðarlega sterkur í vörn og sókn.“ Daníel var mjög ánægður með marga af sínum leikmönnum í kvöld: „Valdas og Seth voru stórkostlegir, Breki var stórkostlegur þegar hann kom inn á, rífa niður fráköst og gera allt sem kannski fólk er ekki þannig séð að taka eftir. Við vorum bara mjög sterkir á svellinu sérstaklega í seinni hálfleik. Við héldum alltaf áfram og þegar á reyndi sýndum við þrautseigju og það skilaði okkur í sigri og í leiðinni í úrslitin.“ Daníel segist ekki hafa neinn draumamótherja fyrir úrslitaleikinn á laugardaginn: „Þetta eru bæði gríðarlega sterk lið og það gildir einu hverjum við mætum. Þetta verður hörkuleikur, bæði lið með frábæra erlenda leikmenn, frábæra íslenska leikmenn, frábæra þjálfara, ég get ekki verið að velja á milli þar. Það verður bara fróðlegt að sjá.“ Grindavík fékk góðan stuðning í stúkunni í kvöld. „Ég er mjög glaður að fólk sá sér fært að mæta í dag og styðja við bakið á okkur. Það verður ekki vanþörf á því á laugardaginn. Við þurfum alla 3000+ bæjarbúana til að koma á leikinn og þeir sem hafa flutt til Reykjavíkur þurfa að koma líka.“ Daníel var að lokum spurður út í kæru Stjörnunnar á Seth Le Day, en hann verður ekki með í úrslitaleiknum á laugardaginn þar sem aganefnd KKÍ úrskurðaði hann í eins leiks bann eftir viðskipti hans við Kyle Johnson leikmann Stjörnunnar. Seth sló í hnakkann á honum meðan boltinn var fjarri. „Þetta er auðvitað mjög leiðinlegt. Það var auðvitað heimskulegt hjá honum að bregðast svona við en mér finnst bara svo galið að þegar maður horfir til baka á marga leiki í vetur sem hafa verið skoðaðir á video og eitthvað svona og ekkert verið dæmt í bann, fyrir verri brot en þetta. Ég er ekki að afsaka brotið en það er endalaust hægt að tína til og það sem er kannski hættulegast í þessu samhengi er það að núna er KKÍ aganefndin að draga úr trausti á dómurum, draga úr trausti leikmanna og þjálfara, því núna er hægt að véfengja alla dóma, til dæmis hér í kvöld, í bikarúrslitunum og í úrslitaeinvíginu, því að þeir sáu þetta í leiknum og ákváðu að aðhafast ekki neitt, en samt sem áður þeir sáu þetta og þeim er ekki treyst til að taka þessa ákvörðun á vellinum, bíða eftir einhverri kæru sem kemur frá Stjörnunni en ekki einu sinni upphaflega frá dómurum leiksins, síðan er horft á þetta aftur í einhverju ýktu slow-motioni og þá sáu menn að þetta var kannski eitthvað hættulegra en þeir héldu fyrst.“ „Þetta á eftir að verða Pandoru-box fyrir lið, þjálfara, leikmenn, stjórnir að það er hægt að finna hvað sem er í körfuboltaleik, olnbogaskot, hrindingar, sem er jafnvel partur af leiknum svo er dæmt og við treystum dómurum til að dæma í leiknum, en ef ekkert er dæmt er línan kannski svoleiðis að það á að breyta dómum hvað eftir annað eftir hverja umferð. Þetta opnar bara hættulegar dyr og mér finnst það bara drulluleiðinlegt, ég er mjög pirraður yfir þessu.“ Íslenski körfuboltinn Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Ná gestirnir þriðja sigrinum í röð? Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
Grindavík sigraði Fjölni í undanúrslitum Geysis-bikarsins í skemmtilegum körfuboltaleik í kvöld. Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur var til viðtals eftir leik. Hann ræddi um leikinn og var sáttur með sigur sinna manna, en hann er ekki eins sáttur við úrskurð aganefndar KKÍ á hendur Seth LeDay. „Við ætluðum auðvitað að sigra leikinn en ég var ekki ánægður með okkur í fyrri hálfleik, þeir voru í rauninni að spila stórkostlega vel í fyrri hálfleik, hitta 10 þristum, við náum reyndar að loka á tveggja stiga körfurnar en náðum aldeilis ekki að loka fyrir utan og þeir hittu rosalega vel. En við gerðum smá áhlaup síðan um miðjan þriðja leikhluta og það sem við höfðum talað um í hálfleik gekk upp, sem er ánægjulegt.“ Nýting Fjölnis fyrir utan þriggja stiga línuna var ótrúleg í fyrri hálfleik, þeir hittu úr 10 af 16 skotum sínum fyrir utan. Daníel segist hafa búist við því að það myndi ekki halda áfram allan leikinn: „Við töluðum auðvitað um það í hálfleik að þeir myndu ekki vera að skora svona allan leikinn en maður veit aldrei, við bjuggumst við að þeir myndu fara að minnka þessa hittni sína og fjórði leikhlutinn hjá okkur var bara gríðarlega sterkur í vörn og sókn.“ Daníel var mjög ánægður með marga af sínum leikmönnum í kvöld: „Valdas og Seth voru stórkostlegir, Breki var stórkostlegur þegar hann kom inn á, rífa niður fráköst og gera allt sem kannski fólk er ekki þannig séð að taka eftir. Við vorum bara mjög sterkir á svellinu sérstaklega í seinni hálfleik. Við héldum alltaf áfram og þegar á reyndi sýndum við þrautseigju og það skilaði okkur í sigri og í leiðinni í úrslitin.“ Daníel segist ekki hafa neinn draumamótherja fyrir úrslitaleikinn á laugardaginn: „Þetta eru bæði gríðarlega sterk lið og það gildir einu hverjum við mætum. Þetta verður hörkuleikur, bæði lið með frábæra erlenda leikmenn, frábæra íslenska leikmenn, frábæra þjálfara, ég get ekki verið að velja á milli þar. Það verður bara fróðlegt að sjá.“ Grindavík fékk góðan stuðning í stúkunni í kvöld. „Ég er mjög glaður að fólk sá sér fært að mæta í dag og styðja við bakið á okkur. Það verður ekki vanþörf á því á laugardaginn. Við þurfum alla 3000+ bæjarbúana til að koma á leikinn og þeir sem hafa flutt til Reykjavíkur þurfa að koma líka.“ Daníel var að lokum spurður út í kæru Stjörnunnar á Seth Le Day, en hann verður ekki með í úrslitaleiknum á laugardaginn þar sem aganefnd KKÍ úrskurðaði hann í eins leiks bann eftir viðskipti hans við Kyle Johnson leikmann Stjörnunnar. Seth sló í hnakkann á honum meðan boltinn var fjarri. „Þetta er auðvitað mjög leiðinlegt. Það var auðvitað heimskulegt hjá honum að bregðast svona við en mér finnst bara svo galið að þegar maður horfir til baka á marga leiki í vetur sem hafa verið skoðaðir á video og eitthvað svona og ekkert verið dæmt í bann, fyrir verri brot en þetta. Ég er ekki að afsaka brotið en það er endalaust hægt að tína til og það sem er kannski hættulegast í þessu samhengi er það að núna er KKÍ aganefndin að draga úr trausti á dómurum, draga úr trausti leikmanna og þjálfara, því núna er hægt að véfengja alla dóma, til dæmis hér í kvöld, í bikarúrslitunum og í úrslitaeinvíginu, því að þeir sáu þetta í leiknum og ákváðu að aðhafast ekki neitt, en samt sem áður þeir sáu þetta og þeim er ekki treyst til að taka þessa ákvörðun á vellinum, bíða eftir einhverri kæru sem kemur frá Stjörnunni en ekki einu sinni upphaflega frá dómurum leiksins, síðan er horft á þetta aftur í einhverju ýktu slow-motioni og þá sáu menn að þetta var kannski eitthvað hættulegra en þeir héldu fyrst.“ „Þetta á eftir að verða Pandoru-box fyrir lið, þjálfara, leikmenn, stjórnir að það er hægt að finna hvað sem er í körfuboltaleik, olnbogaskot, hrindingar, sem er jafnvel partur af leiknum svo er dæmt og við treystum dómurum til að dæma í leiknum, en ef ekkert er dæmt er línan kannski svoleiðis að það á að breyta dómum hvað eftir annað eftir hverja umferð. Þetta opnar bara hættulegar dyr og mér finnst það bara drulluleiðinlegt, ég er mjög pirraður yfir þessu.“
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Ná gestirnir þriðja sigrinum í röð? Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti