Íslenski boltinn

Sportpakkinn: Íslandsmeistarar KR með þrjú mörk á síðustu tíu á Skaganum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristján Flóki Finnbogason skoraði tvö fyrstu mörk KR-inga í leiknum.
Kristján Flóki Finnbogason skoraði tvö fyrstu mörk KR-inga í leiknum. Vísir/Daníel

Íslandsmeistarar KR-inga unnu 4-2 sigur á ÍA í Akraneshöllinni í gær í fyrsta leik liðanna í Lengjubikar karla í knattspyrnu. Arnar Björnsson segir frá leiknum og sýnir mörkin sex sem skoruð voru í gærkvöldi.

Skagamenn voru 1-0 yfir í hálfleik og með 2-1 forystu þegar tíu mínútur voru eftir en meistararnir skoruðu þrjú mörk á lokamínútum leiksins.

Kristján Flóki Finnbogason og Björgvin Stefánsson skoruðu báðir tvö mörk fyrir KR en Björgvin kom inn á sem varamaður á 72. mínútu. Steinar Þorsteinsson (víti) og Bjarki Steinn Bjarkason skoruðu mörk Skagamanna.

Hér fyrir neðan má sjá frétt Arnars Björnssonar um leikinn í gær.

Klippa: Sportpakkinn: Torsóttur sigur KR á ÍA





Steinar Þorsteinsson kom ÍA í 1-0 með marki úr vítaspyrnu strax á sjöttu mínútu og þannig var staðan í hálfleik.

Kristján Flóki Finnbogason jafnaði fyrir KR á 56. mínútu en varamaðurinn Bjarki Steinn Bjarkason kom Skagamönnum aftur yfir á 73. mínútu.

KR-ingar áttu hins vegar frábæran endasprett. Kristján Flóki Finnbogason jafnaði metin öðru sinni á 80. mínútu.

Björgvin Stefánsson tryggði svo KR-ingum sigurinn með tveimur mörkum á þriggja mínútna kafla eða á 85. og 88. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×