Tónlist

Bond-lag Billie Eilish frumflutt

Atli Ísleifsson skrifar
Billie Eilish er sú yngsta í sögunni til að flytja titillag Bond-myndar.
Billie Eilish er sú yngsta í sögunni til að flytja titillag Bond-myndar.

Titillag nýjustu myndarinnar um breska leyniþjónustumanninn James Bond var frumflutt á miðnætti. Bandaríska söngkonan Billie Eilish flytur lagið en hún er jafnframt sú yngsta í sögunni til að flytja titillag Bond-myndarinnar. Eilish varð átján ára í desember síðastliðinn.

Lagið, No Time To Die, er drungalegt og bendir texti lagsins til mögulegra svika einhvers nákomins James Bond, en orðrómur er uppi um að persónan Madeleine Swann, sem Lea Seydoux leikur, kunni að svíkja Bond í myndinni, en hún kom einnig fram í mydninni Spectre.

Eilish samdi lagið með eldri bróður sínum, Finneas O'Connell, síðla árs 2019.

Hlusta má á lagið að neðan.

Á miðnætti var sömuleiðis birt ný stikla þar sem lag Eilish hljómar undir. No Time to Die er 25. James Bond-myndin og verður frumsýnd í apríl. Þetta verður í síðasta sinn sem Daniel Craig fer með hlutverk Bond.


Tengdar fréttir

25 athyglisverðar staðreyndir um 25. James Bond myndina

Næsta Bond-mynd, sem verður sú 25. í röðinni, mun bera titilinn No Time to Die. Daniel Craig mun í sjötta sinn fara með hlutverk James Bond en í myndinni verður hann þó sestur í helgan stein. Þetta er í síðasta sinn sem Daniel Craig fer með hlutverk James Bond.

Sjáðu glænýja stiklu úr nýjustu James Bond myndinni

Næsta Bond-mynd, sem verður sú 25. í röðinni, mun bera titilinn No Time to Die. Daniel Craig mun í sjötta sinn fara með hlutverk James Bond en í myndinni verður hann þó sestur í helgan stein.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.