Allar þjóðir bregðast börnum – nýjar ógnir steðja að Heimsljós kynnir 19. febrúar 2020 11:30 „Samkvæmt öllum hefðbundnum mælikvörðum er gott að vera barn á Íslandi eins og niðurstöður skýrslunnar sýna. Börn hafa hér öll tækifæri til að blómstra og dafna. Þar sem við erum hins vegar að bregðast börnum, líkt og hinar ríku þjóðirnar, er hversu mikið við mengum miðað við höfðatölu. Þar þurfum við að grípa til tafarlausra aðgerða og gera meira, enda eigum við langt með að ná þeim losunarmarkmiðum sem sett hafa verið fyrir árið 2030,“ segir Bergsteinn Jónsson framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Tilefnið er útkoma nýrrar sérfræðingaskýrslu – A future for the World´s Children – sem er sú fyrsta sinnar tegundar þar sem heilsa og velferð barna meðal þjóða heims er skoðuð, meðal annars með tilliti til loftslagsbreytinga og annarra utanaðkomandi þátta sem nútímabörnum stafar ógn af. „Í þessari skýrslu er litið lengra en bara til stöðunnar eins og hún er í dag. Hér er stóra myndin skoðuð og tekið með í reikninginn sjálfbærni okkar og framtíð plánetunnar fyrir komandi kynslóðir. Við þurfum að skuldbinda okkur til að skapa framtíð sem hæfir börnum og þar höfum við Íslendingar öll tækifæri til að vera í fararbroddi,“ segir Bergsteinn. Engin þjóð í heiminum er með fullnægjandi hætti að verja heilsu, umhverfi og framtíð barna samkvæmt skýrslunni en nefnd 40 sérfræðinga í málefnum barna og unglinga um allan heim er skrifuð fyrir skýrslunni. Nefndin var sett á laggirnar af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO), UNICEF og hinu virta læknariti The Lancet. Skýrslan er afrakstur tveggja ára vinnu. Að mati UNICEF er skýrslan býsna svört. Þar segir að heilsu og framtíð allra barna og ungmenna sé ógnað af vistfræðilegri ósjálfbærni, loftslagsbreytingum og óheiðarlegri markaðssetningu stórfyrirtækja sem halda óhollu skyndibitafæði, sykruðum drykkjum, áfengi og tóbaki að börnum heimsins. „Þrátt fyrir framfarir í heilsuvernd barna og unglinga síðustu 20 ára þá er okkur hætt að miða áfram í þessum efnum og erum komin í bakkgír,“ segir Helen Clark, fyrrverandi forsætisráðherra Nýja-Sjálands og annar formanna nefndarinnar. „Áætlað hefur verið að um 250 milljónir barna undir fimm ára aldri í lág- og millitekjuþjóðum nái ekki viðunandi þroskamarkmiðum miðað við mælikvarða okkar á vaxtarröskun og fátækt. En það sem verra er, þá standa öll börn heimsins nú frammi fyrir hreinni ógn við tilvist sína vegna loftslagsbreytinga og skaðlegra áhrifa frá markaðsöflum. Þjóðir heimsins þurfa að endurhugsa algjörlega nálgun sína í heilsuvernd barna og ungmenna til að tryggja að við gætum ekki aðeins upp á börnin í dag heldur einnig komandi kynslóðir.“Loftslagsbreytingar ógn við framtíð allra barnaÍ skýrslunni, sem er umfangsmikil, er að finna nýja alþjóðlega vísitölu 180 þjóða þar sem bornir eru saman mælikvarðar á hvernig börn dafna út frá lífslíkum, velferð, heilsu, menntun, næringu, sjálfbærni og yfirliti yfir losun gróðurhúsalofttegunda í viðkomandi landi og misskiptingu. Þegar einungis er litið til hefðbundinna velferðarviðmiða eins og heilsu, menntunar, næringar og barnadauða trónir Noregur í efsta sæti, Suður Kórea í öðru og Holland í þriðja. Ísland er í níunda sæti. Verst er staðan hjá Mið-Afríkulýðveldinu, Tsjad, Sómalía, Níger og Malí. Sjá nánar ítarlega frétt á vef UNICEF á Íslandi. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent
„Samkvæmt öllum hefðbundnum mælikvörðum er gott að vera barn á Íslandi eins og niðurstöður skýrslunnar sýna. Börn hafa hér öll tækifæri til að blómstra og dafna. Þar sem við erum hins vegar að bregðast börnum, líkt og hinar ríku þjóðirnar, er hversu mikið við mengum miðað við höfðatölu. Þar þurfum við að grípa til tafarlausra aðgerða og gera meira, enda eigum við langt með að ná þeim losunarmarkmiðum sem sett hafa verið fyrir árið 2030,“ segir Bergsteinn Jónsson framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Tilefnið er útkoma nýrrar sérfræðingaskýrslu – A future for the World´s Children – sem er sú fyrsta sinnar tegundar þar sem heilsa og velferð barna meðal þjóða heims er skoðuð, meðal annars með tilliti til loftslagsbreytinga og annarra utanaðkomandi þátta sem nútímabörnum stafar ógn af. „Í þessari skýrslu er litið lengra en bara til stöðunnar eins og hún er í dag. Hér er stóra myndin skoðuð og tekið með í reikninginn sjálfbærni okkar og framtíð plánetunnar fyrir komandi kynslóðir. Við þurfum að skuldbinda okkur til að skapa framtíð sem hæfir börnum og þar höfum við Íslendingar öll tækifæri til að vera í fararbroddi,“ segir Bergsteinn. Engin þjóð í heiminum er með fullnægjandi hætti að verja heilsu, umhverfi og framtíð barna samkvæmt skýrslunni en nefnd 40 sérfræðinga í málefnum barna og unglinga um allan heim er skrifuð fyrir skýrslunni. Nefndin var sett á laggirnar af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO), UNICEF og hinu virta læknariti The Lancet. Skýrslan er afrakstur tveggja ára vinnu. Að mati UNICEF er skýrslan býsna svört. Þar segir að heilsu og framtíð allra barna og ungmenna sé ógnað af vistfræðilegri ósjálfbærni, loftslagsbreytingum og óheiðarlegri markaðssetningu stórfyrirtækja sem halda óhollu skyndibitafæði, sykruðum drykkjum, áfengi og tóbaki að börnum heimsins. „Þrátt fyrir framfarir í heilsuvernd barna og unglinga síðustu 20 ára þá er okkur hætt að miða áfram í þessum efnum og erum komin í bakkgír,“ segir Helen Clark, fyrrverandi forsætisráðherra Nýja-Sjálands og annar formanna nefndarinnar. „Áætlað hefur verið að um 250 milljónir barna undir fimm ára aldri í lág- og millitekjuþjóðum nái ekki viðunandi þroskamarkmiðum miðað við mælikvarða okkar á vaxtarröskun og fátækt. En það sem verra er, þá standa öll börn heimsins nú frammi fyrir hreinni ógn við tilvist sína vegna loftslagsbreytinga og skaðlegra áhrifa frá markaðsöflum. Þjóðir heimsins þurfa að endurhugsa algjörlega nálgun sína í heilsuvernd barna og ungmenna til að tryggja að við gætum ekki aðeins upp á börnin í dag heldur einnig komandi kynslóðir.“Loftslagsbreytingar ógn við framtíð allra barnaÍ skýrslunni, sem er umfangsmikil, er að finna nýja alþjóðlega vísitölu 180 þjóða þar sem bornir eru saman mælikvarðar á hvernig börn dafna út frá lífslíkum, velferð, heilsu, menntun, næringu, sjálfbærni og yfirliti yfir losun gróðurhúsalofttegunda í viðkomandi landi og misskiptingu. Þegar einungis er litið til hefðbundinna velferðarviðmiða eins og heilsu, menntunar, næringar og barnadauða trónir Noregur í efsta sæti, Suður Kórea í öðru og Holland í þriðja. Ísland er í níunda sæti. Verst er staðan hjá Mið-Afríkulýðveldinu, Tsjad, Sómalía, Níger og Malí. Sjá nánar ítarlega frétt á vef UNICEF á Íslandi. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent