Lífið

Sigrún fjallkóngur segir karlana þora ekki öðru en að vera þægir

Kristján Már Unnarsson skrifar
Sigrún Jóna Jónsdóttir, bóndi á Stóra Hálsi og fjallkóngur Grafnings.
Sigrún Jóna Jónsdóttir, bóndi á Stóra Hálsi og fjallkóngur Grafnings. Stöð 2/Einar Árnason.

Fjallkóngur Grafnings, Sigrún Jóna Jónsdóttir, búfræðingur og bóndi á Stóra Hálsi, segist ekki vilja láta kalla sig fjalldrottningu.

„Nei, við viljum ekkert femínistakjaftæði. Ég er fjallkóngur,“ segir hún í þættinum Um land allt og útskýrir svarið:

„Afi minn var fjallkóngur lengi og ég byrjaði að fara á fjall með honum þegar ég var sjö ára. Þetta er bara svona það sem var alið upp í manni og mig langar bara líka að vera fjallkóngur.“

-Lúta karlarnir þá þinni stjórn vel?

„Já, já. Þeir eru mjög þægir. Þeir þora ekki öðru,“ svarar Sigrún og hlær.

Sigrún var að gera við heyþyrluna þegar Stöðvar 2-menn heilsuðu upp á hana í miðjum heyönnum.Stöð 2/Einar Árnason.

Auk þess að vera sauðfjárbóndi rekur Sigrún dýra- og leiktækjagarð á sumrin á Stóra Hálsi, Sveitagarðinn, sem hún opnaði fyrir tveimur árum. 

Þátturinn um Grafning verður endursýndur á Stöð 2 á laugardag kl. 15.45. Þáttinn má nálgast á efnisveitum Sýnar. 

Hér má sjá kafla úr þættinum: 


Tengdar fréttir

Þetta fer allt saman í eyði hér í Grafningi

Hefðbundinn sveitabúskapur hefur verið að víkja fyrir orlofshúsabyggð í Grafningi. "Þetta er náttúrlega allt saman að fara í eyði,“ segir Örn Jónasson, bóndi á Nesjum við Þingvallavatn, í þættinum Um land allt á Stöð 2.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×