Börn myrt í tugatali í árásum á skóla og heilsugæslustöðvar Heimsljós 18. ágúst 2020 09:33 Barnaheill - Save the Children Árásir á skóla og heilbrigðisstofnanir hafa aukist frá því í vor í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. Gerðar voru meðal annars árásir á tvær heilsugæslustöðvar sem reknar eru af Barnaheillum – Save the Children. Samkvæmt frétt á vef íslensku samtakanna hafa 83 börn verið myrt af árásarhópum frá því í apríl. Þá hefur kynferðisofbeldi gegn börnum einnig aukist mikið á svæðinu. Í fréttinni segir að átökin í landinu hafi staðið yfir í fjölda ára en hafi í maí náð hámarki í Ituri héraði, í austurhluta landsins. „Meira en 300 þúsund manns, börn í meirihluta, hafa flúið átökin í Ituri á þessu ári, sem er eitt fátækasta og óöruggasta svæði landsins. Fólksflutningar þessir hafa sett mikið álag á starf Barnaheilla á svæðinu en erfitt hefur reynst að koma aðstoð og birgðum til flóttafólks,“ segir í fréttinni. „Vegna átakanna getum við ekki fylgst almennilega með veikum og vannærðum börnum. Börn eru því að deyja úr hungri,” segir Dr. Macky Manseka, verkefnastjóri mannúðaraðstoðar Save the Children í Kongó. Meirihluti flóttafólks hefur að sögn Barnaheilla – Save the Children ekki aðgang að hreinu drykkjarvatni eða hreinlætisvörum, en mesta útbreiðsla farsótta er í Ituri héraði. Heilbrigðisþjónusta í Ituri héraði er mjög takmörkuð og hafa um 22 heilbrigðisstofnanir verið eyðilagðar í átökunum og þar með hafa stórar birgðir af bóluefni skemmst. Að auki hafa um 160 skólar verið sprengdir upp og eyðilagðir. Skortur á aðgengi að húsnæði, næringu, heilbrigðisþjónustu og menntun, gerir börn berskjölduð fyrir ofbeldi og misnotkun. ,,Aðstæður barna eru að versna með hverjum deginum. Við verðum að tryggja að þessi börn geti snúið aftur í skólann og að fjölskyldur þeirra geti fengið heilbrigðisþjónustu," segir Malik Allaouna, framkvæmdastjóri Barnaheilla - Save the Children í Kongó. Átökin í Kongó hafa oft verið kölluð „gleymda stríðið“ vegna þess hversu takmarkaða fjölmiðlaathygli átökin hafa fengið en í landinu eru rúmlega fimm milljónir manna á flótta innan landamæranna og 15,6 milljónir manna búa við sult . Barnaheill hafa starfað í landinu frá árinu 1994 og hafa aðstoðað hundruð þúsunda barna. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent
Árásir á skóla og heilbrigðisstofnanir hafa aukist frá því í vor í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. Gerðar voru meðal annars árásir á tvær heilsugæslustöðvar sem reknar eru af Barnaheillum – Save the Children. Samkvæmt frétt á vef íslensku samtakanna hafa 83 börn verið myrt af árásarhópum frá því í apríl. Þá hefur kynferðisofbeldi gegn börnum einnig aukist mikið á svæðinu. Í fréttinni segir að átökin í landinu hafi staðið yfir í fjölda ára en hafi í maí náð hámarki í Ituri héraði, í austurhluta landsins. „Meira en 300 þúsund manns, börn í meirihluta, hafa flúið átökin í Ituri á þessu ári, sem er eitt fátækasta og óöruggasta svæði landsins. Fólksflutningar þessir hafa sett mikið álag á starf Barnaheilla á svæðinu en erfitt hefur reynst að koma aðstoð og birgðum til flóttafólks,“ segir í fréttinni. „Vegna átakanna getum við ekki fylgst almennilega með veikum og vannærðum börnum. Börn eru því að deyja úr hungri,” segir Dr. Macky Manseka, verkefnastjóri mannúðaraðstoðar Save the Children í Kongó. Meirihluti flóttafólks hefur að sögn Barnaheilla – Save the Children ekki aðgang að hreinu drykkjarvatni eða hreinlætisvörum, en mesta útbreiðsla farsótta er í Ituri héraði. Heilbrigðisþjónusta í Ituri héraði er mjög takmörkuð og hafa um 22 heilbrigðisstofnanir verið eyðilagðar í átökunum og þar með hafa stórar birgðir af bóluefni skemmst. Að auki hafa um 160 skólar verið sprengdir upp og eyðilagðir. Skortur á aðgengi að húsnæði, næringu, heilbrigðisþjónustu og menntun, gerir börn berskjölduð fyrir ofbeldi og misnotkun. ,,Aðstæður barna eru að versna með hverjum deginum. Við verðum að tryggja að þessi börn geti snúið aftur í skólann og að fjölskyldur þeirra geti fengið heilbrigðisþjónustu," segir Malik Allaouna, framkvæmdastjóri Barnaheilla - Save the Children í Kongó. Átökin í Kongó hafa oft verið kölluð „gleymda stríðið“ vegna þess hversu takmarkaða fjölmiðlaathygli átökin hafa fengið en í landinu eru rúmlega fimm milljónir manna á flótta innan landamæranna og 15,6 milljónir manna búa við sult . Barnaheill hafa starfað í landinu frá árinu 1994 og hafa aðstoðað hundruð þúsunda barna. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent