„Ég leyfði mér ekki einu sinni að vona“ Andri Eysteinsson skrifar 1. febrúar 2020 14:23 Vala og Siggi, sigurvegarar Allir Geta Dansað. Vísir/Marinó Flóvent Útvarpskonan Vala Eiríks og dansherra hennar, Sigurður Már Atlason báru sigur úr býtum í annarri þáttaröð skemmtiþáttarins Allir geta dansað en úrslitaþátturinn var sýndur í gærkvöldi á Stöð 2. Vala og Siggi fengu fullt hús stiga á úrslitakvöldinu en dansaðir voru tveir dansar og fengu þau tíu frá öllum þremur dómurunum fyrir bæði atriðin.Siggi og Vala mættu til þeirra Einars og Svavars í morgunþættinum Bakaríinu á Bylgjunni þar sem þau gerðu upp samvinnuna.„Ég leyfði mér ekki einu sinni að vona, við vorum bara ánægð með að vera komin í úrslitin. Við hefðum labbað sátt frá borði sama hvað. Þetta er ekki það sem við héldum að myndi gerast en við erum mjög glöð að það gerðist,“ sagði Vala um úrslitin en í útsendingunni mátti sjá að úrslitin komu dansparinu mjög á óvart. Umgjörðin í fyrra atriði þeirra Völu og Sigga var glæsileg en þar dönsuðu þau Quickstep með fjölda aukaleikara og leikmuna á gólfinu. „Við ætluðum að byrja með tvo stráka og tvær stelpur með okkur, svo hugsuðum við. Af hverju erum við ekki með hljómsveit líka. Mér fannst það gera atriðið,“ sagði Sigurður Már sem uppljóstraði svo hvernig nemandi Vala sé. „Hún er rosalega opin og líbó. Það er erfitt að vera strangur við hana. Hún hlustar vel og gefst aldrei upp, hún vill aldrei auðvelda hlutina,“ sagði Sigurður Már og sagði Völu ekki taka það í mál að auðvelda atriðið þegar eitthvað gengur ekki vel á æfingum. Keppendur í Allir geta dansað hafa margir hverjir haft orð á því að líðan þeirra hafi stórbatnað við þátttökuna. Vala er sama sinnis. „Ég hef hugsað rosalega vel um mig síðastliðin ár, hreyfingarlega séð, en ég finn gríðarlegan mun. Maður brennir meira og samhliða því drekkur maður meira vatn, borða hollar og sef betur,“ sagði Vala og bætti við að henni hafi aldrei liðið betur í eigin skinni. Mikill tími fór í æfingar en þau Vala og Siggi sögðu að á virkum dögum færu að meðaltali fjórir klukkutímar á dag í æfingar. Þar sem þau séu bæði að vinna á virkum dögum, Vala sem útvarpskona á FM957 og Sigurður sem tölvunarfræðingur, hafi þau ákveðið að taka helgarnar með trompi og hafi æfingarnar þá orðið lengri. Seinna atriði þeirra var Paso Doble við lagið Don‘t let me be misunderstood sem þau dönsuðu einnig í fimmta þætti. Á því augnabliki sem sigurvegararnir voru tilkynntir.Stöð 2 Þrátt fyrir að hafa hlotið fullt hús stiga frá dómurunum, þeim Selmu Björnsdóttur, Kareni Reeve og Jóhanni Gunnari Arnarsyni, var ekkert í hendi þar sem að einkunnir dómara giltu ekki í lokaúrslitum. Þar ræð símakosningin lögum og lofum. Áhorfendur virtust hafa sama dálæti á atriðum Sigurðar og Völu því þau báru sigur úr býtum í símakosningunni og eru því sigurvegarar annarrar þáttaraðar Allir Geta Dansað.Vala hafði orð á því að um væri að ræða fyrsta bikarinn sem hún hafi nokkurn tímann unnið. Í Bakaríinu gekk hún svo langt að segja að hún muni taka bikarinn með sér, hvert sem hún ferð. „Ég ætla að hafa hann með mér allt sem ég fer, í bankann líka,“ sagði Vala Eiríks, sigurvegari Allir Geta Dansað, kampakát og sigurreif á Bylgjunni í morgun. Allir geta dansað Dans Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira
Útvarpskonan Vala Eiríks og dansherra hennar, Sigurður Már Atlason báru sigur úr býtum í annarri þáttaröð skemmtiþáttarins Allir geta dansað en úrslitaþátturinn var sýndur í gærkvöldi á Stöð 2. Vala og Siggi fengu fullt hús stiga á úrslitakvöldinu en dansaðir voru tveir dansar og fengu þau tíu frá öllum þremur dómurunum fyrir bæði atriðin.Siggi og Vala mættu til þeirra Einars og Svavars í morgunþættinum Bakaríinu á Bylgjunni þar sem þau gerðu upp samvinnuna.„Ég leyfði mér ekki einu sinni að vona, við vorum bara ánægð með að vera komin í úrslitin. Við hefðum labbað sátt frá borði sama hvað. Þetta er ekki það sem við héldum að myndi gerast en við erum mjög glöð að það gerðist,“ sagði Vala um úrslitin en í útsendingunni mátti sjá að úrslitin komu dansparinu mjög á óvart. Umgjörðin í fyrra atriði þeirra Völu og Sigga var glæsileg en þar dönsuðu þau Quickstep með fjölda aukaleikara og leikmuna á gólfinu. „Við ætluðum að byrja með tvo stráka og tvær stelpur með okkur, svo hugsuðum við. Af hverju erum við ekki með hljómsveit líka. Mér fannst það gera atriðið,“ sagði Sigurður Már sem uppljóstraði svo hvernig nemandi Vala sé. „Hún er rosalega opin og líbó. Það er erfitt að vera strangur við hana. Hún hlustar vel og gefst aldrei upp, hún vill aldrei auðvelda hlutina,“ sagði Sigurður Már og sagði Völu ekki taka það í mál að auðvelda atriðið þegar eitthvað gengur ekki vel á æfingum. Keppendur í Allir geta dansað hafa margir hverjir haft orð á því að líðan þeirra hafi stórbatnað við þátttökuna. Vala er sama sinnis. „Ég hef hugsað rosalega vel um mig síðastliðin ár, hreyfingarlega séð, en ég finn gríðarlegan mun. Maður brennir meira og samhliða því drekkur maður meira vatn, borða hollar og sef betur,“ sagði Vala og bætti við að henni hafi aldrei liðið betur í eigin skinni. Mikill tími fór í æfingar en þau Vala og Siggi sögðu að á virkum dögum færu að meðaltali fjórir klukkutímar á dag í æfingar. Þar sem þau séu bæði að vinna á virkum dögum, Vala sem útvarpskona á FM957 og Sigurður sem tölvunarfræðingur, hafi þau ákveðið að taka helgarnar með trompi og hafi æfingarnar þá orðið lengri. Seinna atriði þeirra var Paso Doble við lagið Don‘t let me be misunderstood sem þau dönsuðu einnig í fimmta þætti. Á því augnabliki sem sigurvegararnir voru tilkynntir.Stöð 2 Þrátt fyrir að hafa hlotið fullt hús stiga frá dómurunum, þeim Selmu Björnsdóttur, Kareni Reeve og Jóhanni Gunnari Arnarsyni, var ekkert í hendi þar sem að einkunnir dómara giltu ekki í lokaúrslitum. Þar ræð símakosningin lögum og lofum. Áhorfendur virtust hafa sama dálæti á atriðum Sigurðar og Völu því þau báru sigur úr býtum í símakosningunni og eru því sigurvegarar annarrar þáttaraðar Allir Geta Dansað.Vala hafði orð á því að um væri að ræða fyrsta bikarinn sem hún hafi nokkurn tímann unnið. Í Bakaríinu gekk hún svo langt að segja að hún muni taka bikarinn með sér, hvert sem hún ferð. „Ég ætla að hafa hann með mér allt sem ég fer, í bankann líka,“ sagði Vala Eiríks, sigurvegari Allir Geta Dansað, kampakát og sigurreif á Bylgjunni í morgun.
Allir geta dansað Dans Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira