Umfjöllun og viðtöl: Valur - Afturelding 28-28 | Mosfellingar stöðvuðu Valsmenn Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 2. febrúar 2020 21:00 vísir/bára Valur og Afturelding skildu jöfn að 28-28 á Hlíðarenda í dag. Leikurinn byrjaði hægt og þegar 10. mínútur voru búnar af leiknum var 2-2. Leikurinn var jafn allan fyrri hálfleik og var staðan 13-13 þegar flautað var til hálfleiks. Í seinni hálfleik var það sama sagan. Jafn leikur bróðurpartinn. Það var ekki fyrr en 10. mínútur voru eftir af leiknum þá komst Afturelding tveimur mörkum yfir. Þegar tvær mínútur voru eftir voru Valsmenn komnir tveimur mörkum yfir en misstu það svo niður og þegar flautað var til leiksloka var staðan jöfn, 28-28.Afhverju varð jafntefli? Bæði liðin sóttust eftir stigi úr þessum leik, hvort sem um var að ræða eitt stig eða tvö. Varnarleikur beggja liða var góður og var hart tekst á, á línunni.Hverjir stóðu upp úr? Hjá Valsmönnum voru Finnur Ingi Stefánsson og Agnar Smári Jónsson atkvæðamestir, báðir með sjö mörk. Daníel Freyr var góður í markinu með 13 varða bolta og 38% markvörslu. Honum til halds og trausts var það Valsvörninn sem var öflug og tók nokkra bolta. Hjá Aftureldingu var Guðmundur Árni Ólafsson atkvæðamestur með átta mörk. Á eftir honum var Þorsteinn Gauti Hjálmarsson með sex mörk. Arnór Freyr Stefánsson var góður í markinu, með 13 varða bolta og 32% markvörslu. Líkt og hjá mótherjanum var varnarleikurinn einnig gríðarlega sterkur.Hvað gekk illa? Leikurinn byrjaði hægt. Eins og fram hefur komið voru einungis 4 mörk skoruð á fyrstu 10. mínútunum. Sóknarleikur beggja liða var slakur í byrjun leiks og voru nokkrir tapaðir boltar.Hvað gerist næst? Afturelding tekur á móti ÍBV, sunnudaginn 9. febrúar kl 16:00. Valur sækir Hauka heim í KFUM-slag einnig á sunnudaginn 9. febrúar kl 19:30 og verður leikurinn sýndur í beinni á Stöð 2 sport.Einar Andri: Vorum klaufar að fá ekki meira úr síðustu sókninni „Þetta var frábær handboltaleikur, við vorum að spila við frábært Valslið og mér fannst við spila stórkostlega í dag,” sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingu, eftir jafntefli gegn Val í Olís-deild karla í dag „Við leiddum leikinn lengst af. Við missum þá tveimur mörkum fram fyrir okkur undir lokin en sýndum gríðarlegan karakter að ná í jafntefli í lokin. Við vorum klaufar að fá ekki meira út úr síðustu sókninni.” Gunnar Kristinn Þórsson lenti illa í gólfinu þegar sjö mínútur voru eftir af leiknum. „Gunnar fær mörg högg í hverjum leik, hann var stórkostlegur í þessum leik. Hann er frábær í einn á einn stöðunum og það er erfitt að ráða við hann. Hann var frábær eins og allt liðið í heild.”Snorri Steinn: Ég er bara fúll „Ég er bara fúll,” sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, eftir jafnteflið gegn Aftureldingu í dag. „Þetta var hörku leikur, tvö jöfn lið og auðvitað er tekist vel á í því.” Næsti leikur Valsmanna er KFUM- slagur á móti Haukum. „Það eru mismunandi áherslur á milli leikja. Við förum vel yfir þennan leik og undirbúum okkur vel fyrir næsta leik.” Agnar Smári: Stig er stig Agnar Smári Jónsson var svekktur eftir jafntefli við Aftureldingu í kvöld. „Mér líður eins og ég hafi tapað. Stig er stig.” „Við vorum lengi í gang varnarlega. Ég er svekktur en á sama tíma sáttur með að fá stig.” Valsmenn sækja Hauka heim í KFUM-slag sunnudaginn 9. febrúar. „Það er alltaf gaman að spila við Hauka. Fínt að fyrstu þrír leikirnir eftir frí séu við toppliðin, þá sjáum við hvar við stöndum.” Olís-deild karla
Valur og Afturelding skildu jöfn að 28-28 á Hlíðarenda í dag. Leikurinn byrjaði hægt og þegar 10. mínútur voru búnar af leiknum var 2-2. Leikurinn var jafn allan fyrri hálfleik og var staðan 13-13 þegar flautað var til hálfleiks. Í seinni hálfleik var það sama sagan. Jafn leikur bróðurpartinn. Það var ekki fyrr en 10. mínútur voru eftir af leiknum þá komst Afturelding tveimur mörkum yfir. Þegar tvær mínútur voru eftir voru Valsmenn komnir tveimur mörkum yfir en misstu það svo niður og þegar flautað var til leiksloka var staðan jöfn, 28-28.Afhverju varð jafntefli? Bæði liðin sóttust eftir stigi úr þessum leik, hvort sem um var að ræða eitt stig eða tvö. Varnarleikur beggja liða var góður og var hart tekst á, á línunni.Hverjir stóðu upp úr? Hjá Valsmönnum voru Finnur Ingi Stefánsson og Agnar Smári Jónsson atkvæðamestir, báðir með sjö mörk. Daníel Freyr var góður í markinu með 13 varða bolta og 38% markvörslu. Honum til halds og trausts var það Valsvörninn sem var öflug og tók nokkra bolta. Hjá Aftureldingu var Guðmundur Árni Ólafsson atkvæðamestur með átta mörk. Á eftir honum var Þorsteinn Gauti Hjálmarsson með sex mörk. Arnór Freyr Stefánsson var góður í markinu, með 13 varða bolta og 32% markvörslu. Líkt og hjá mótherjanum var varnarleikurinn einnig gríðarlega sterkur.Hvað gekk illa? Leikurinn byrjaði hægt. Eins og fram hefur komið voru einungis 4 mörk skoruð á fyrstu 10. mínútunum. Sóknarleikur beggja liða var slakur í byrjun leiks og voru nokkrir tapaðir boltar.Hvað gerist næst? Afturelding tekur á móti ÍBV, sunnudaginn 9. febrúar kl 16:00. Valur sækir Hauka heim í KFUM-slag einnig á sunnudaginn 9. febrúar kl 19:30 og verður leikurinn sýndur í beinni á Stöð 2 sport.Einar Andri: Vorum klaufar að fá ekki meira úr síðustu sókninni „Þetta var frábær handboltaleikur, við vorum að spila við frábært Valslið og mér fannst við spila stórkostlega í dag,” sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingu, eftir jafntefli gegn Val í Olís-deild karla í dag „Við leiddum leikinn lengst af. Við missum þá tveimur mörkum fram fyrir okkur undir lokin en sýndum gríðarlegan karakter að ná í jafntefli í lokin. Við vorum klaufar að fá ekki meira út úr síðustu sókninni.” Gunnar Kristinn Þórsson lenti illa í gólfinu þegar sjö mínútur voru eftir af leiknum. „Gunnar fær mörg högg í hverjum leik, hann var stórkostlegur í þessum leik. Hann er frábær í einn á einn stöðunum og það er erfitt að ráða við hann. Hann var frábær eins og allt liðið í heild.”Snorri Steinn: Ég er bara fúll „Ég er bara fúll,” sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, eftir jafnteflið gegn Aftureldingu í dag. „Þetta var hörku leikur, tvö jöfn lið og auðvitað er tekist vel á í því.” Næsti leikur Valsmanna er KFUM- slagur á móti Haukum. „Það eru mismunandi áherslur á milli leikja. Við förum vel yfir þennan leik og undirbúum okkur vel fyrir næsta leik.” Agnar Smári: Stig er stig Agnar Smári Jónsson var svekktur eftir jafntefli við Aftureldingu í kvöld. „Mér líður eins og ég hafi tapað. Stig er stig.” „Við vorum lengi í gang varnarlega. Ég er svekktur en á sama tíma sáttur með að fá stig.” Valsmenn sækja Hauka heim í KFUM-slag sunnudaginn 9. febrúar. „Það er alltaf gaman að spila við Hauka. Fínt að fyrstu þrír leikirnir eftir frí séu við toppliðin, þá sjáum við hvar við stöndum.”
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti