Lífið

Hvar er best að búa: Hvað kostar að innrétta húsbíl?

Andri Eysteinsson skrifar
Hægt er að fylgjast með þeim á Instagram síðunni @vanlifevikings
Hægt er að fylgjast með þeim á Instagram síðunni @vanlifevikings Stöð 2

Auðun Daníelsson, lögfræðimenntaður smiður, og Ruth Margrét Friðriksdóttir, grunnskólakennari í Hjallastefnunni, ákváðu fyrir nokkrum árum að segja skilið við lífsgæðakapphlaupið, ferðast meira og vinna minna. Þau seldu eigur sínar, fluttu í lítið leiguherbergi, söfnuðu pening í 7 mánuði, keyptu sendiferðabíl og innréttuðu hann.

Í myndskeiðinu sem hér fylgir má sjá brot af tilveru þeirra í húsbílnum og einnig kemur fram hvað það kostaði að búa til heimili í sendiferðabíl:

Afraksturinn af þessum heimsóknum má sjá í veglegum lokaþætti af “Hvar er best að búa?” sem er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld kl. 19:10. Þar með lýkur þessari 8 þátta seríu þar sem Lóa Pind heimsótti fólk og fjölskyldur í 9 löndum í fjórum heimsálfum.

Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumenn þessa þáttar eru Lúðvík Páll Lúðvíksson og Egill Aðalsteinsson og klippingu annaðist Tumi Bjartur Valdimarsson. Framleitt af Lóa Production fyrir Stöð 2






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.