Lífið

Demi Lovato slær aftur í gegn og nú fyrir leikinn um Ofurskálina

Stefán Árni Pálsson skrifar
Demi Lovato getur sannarlega sungið.
Demi Lovato getur sannarlega sungið.

Söngkonan Demi Lovato söng þjóðsöng Bandaríkjanna fyrir leikinn mikilvæga um Ofurskálina í Miami í nótt.

Flutningur hennar hefur vakið gríðarlega mikla athygli og segja sérfræðingar vestanhafs að fáir hafi flutt söngin eins vel og Lovato.

Demi Lovato kom fram á Grammy-verðlaunahátíðinni fyrir viku og það í fyrsta sinn eftir að hún var lögð inn á spítala vegna ofneyslu fíkniefna þann 24. júlí árið 2018. 

Í kjölfarið var Lovato lengi á spítala og fór síðan í langa og stranga meðferð.

Á einni viku hefur Lovato slegið í gegn á tveimur viðburðum en hér að neðan má sjá flutning hennar á þjóðsöngi Bandaríkjann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.