Lífið

Þessi taka þátt í Íslandsmótinu í uppistandi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Skemmtilegur hópur sem kemur fram í Háskólabíói fimmtudaginn 27. febrúar.
Skemmtilegur hópur sem kemur fram í Háskólabíói fimmtudaginn 27. febrúar.

Af þeim tuttugu og sjö keppendum sem skráðu sig til leiks í Íslandsmótinu í Uppistandi í ár munu tíu keppendur taka þátt í úrslitakvöldinu í Háskólabíói 27. febrúar næstkomandi. Þar af eru sex karlmenn og fjórar konur og eru þau á aldrinum 26 ára til 36 ára en allir í hópnum hafa reynslu af uppistandi. Sá sem hlýtur titilinn Íslandsmeistari í uppistandi og tekur með sér 500.000 krónur heim eftir lokakvöldinu. Miðasala fer fram á tix.is

Nöfn keppendanna eru: 

Ingi Björn „Iddi BIdd” Róbertsson (30 ára) 

Natan „Nato Jonz” Jónsson (35 ára) 

Lára „Lolly Magg“ Magnúsdóttir (29 ára) 

Anna Lilja Björnsdóttir (26 ára) 

Arnór Daði Gunnarsson (26 ára) 

Kristján „Stjáni Blái“ Klausen (28 ára) 

Þura „Gæja“ Garðarsdóttir (32 ára) 

Þorgerður María Halldórsdóttir (36 ára) 

Greipur Hjaltason (30 ára) 

Helgi Steinar Gunnlaugsson (30 ára)

Þau Kjartan Atli Kjartansson fjölmiðlamaður og Júlíana Sara Gunnarsdóttir leikkona og handritshöfundur verða kynnar keppninnar og gestgjafar.

Kjartan er þaulvanur kynnir og umsjónarmaður í keppnum og nægir þar að nefna að hann stýrir Dominos-körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport. Júlíana Sara Gunnarsdóttir er ein skærasta stjarna landsins í dag. Sérstakur gestur kvöldsins verður Sveppi.

Í dómnefndinni verða: 

Edda Björgvinsdóttir

Logi Bergman Eiðsson

Vala Kristín Eiríksdóttir

Fannar Sveinsson

Guðmundur Benediktsson

Pálmi Guðmundsson

Steinunn Camilla Sigurðardóttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.