GDRN sendir frá sér vorsmell í aðdraganda nýrrar plötu Sylvía Hall skrifar 7. febrúar 2020 22:20 GDRN gaf út vorsmellinn Af og til í dag. Hún segir nýja plötu væntanlega. Aðsend Tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN, gaf í dag út lagið Af og til. Lagið er það fyrsta sem hún gefur út af væntanlegri plötu. Guðrún hefur verið ein vinsælasta tónlistarkona landsins undanfarin misseri og vann hún til að mynda fern verðlaun á íslensku tónlistarverðlaununum á síðasta ári. Þar á meðal voru verðlaun fyrir poppplötu ársins og popplag ársins.Sjá einnig: GDRN hlaut fern verðlaun „Það er ótrúlega fyndin tilviljun en fyrir ári síðan vorum við hjá Gísla Marteini að frumflytja þetta lag 8. febrúar. Þá fatta ég að við kláruðum þetta lag deginum áður þann 7. febrúar. Þannig lagið er ársgamalt í dag,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. Hún segir lagið ekki hafa verið fullklárað á þeim tíma og í kjölfarið hafi þau unnið að því að betrumbæta það en Guðrún hefur unnið tónlist sína mikið með þeim Arnari Inga Ingasyni, sem er betur þekktur sem Young Nazareth, og Magnúsi Jóhanni Ragnarssyni hljómborðsleikara. „Svo varð það eiginlega bara tilbúið og við erum búin að liggja á því í rosa langan tíma.“ View this post on Instagram Af og til - 07.02.20 A post shared by GDRN (@eyfjord) on Jan 31, 2020 at 5:39am PST Þrátt fyrir að hafa setið lengi á laginu segir Guðrún það hafa orðið til á stuttum tíma. Hún hafi samið hljómaganginn og fljótlega hafi þau farið að vinna að laginu í heild sinni. Ferlið hafi gengið vel fyrir sig og textinn hafi fylgt í kjölfarið. „Textahugmyndin varð til þegar ég og kærastinn minn vorum í sitthvoru landinu og ég sagði að mér fyndist svo leiðinlegt að fara að sofa ein. Þá sagði hann: Já, mér finnst bara kósý að sofa einn en bætti svo við að honum fyndist leiðinlegt að vakna einn,“ segir Guðrún. „Þá kom textinn: Ég sagði: Kvöldið er tómlegt án þín. Hann sagði sakna þín þegar birtir til. Ég setti þetta í aðeins rómantískari og ljóðrænni búning.“ Hún segir þau Arnar og Magnús Jóhann hafa ákveðið að gefa þetta lag fyrst út þar sem það sé tilvalið til þess að gefa smjörþef af því sem er væntanlegt á komandi plötu, en að laginu komu einnig þeir Reynir Snær og Rögnvaldur Borgþórsson sem spila á gítar. Þá segir hún aðdáendur mega búast við plötunni með hækkandi sól og því greinilegt að meiri tónlist er væntanleg frá GDRN. Tónlist Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN, gaf í dag út lagið Af og til. Lagið er það fyrsta sem hún gefur út af væntanlegri plötu. Guðrún hefur verið ein vinsælasta tónlistarkona landsins undanfarin misseri og vann hún til að mynda fern verðlaun á íslensku tónlistarverðlaununum á síðasta ári. Þar á meðal voru verðlaun fyrir poppplötu ársins og popplag ársins.Sjá einnig: GDRN hlaut fern verðlaun „Það er ótrúlega fyndin tilviljun en fyrir ári síðan vorum við hjá Gísla Marteini að frumflytja þetta lag 8. febrúar. Þá fatta ég að við kláruðum þetta lag deginum áður þann 7. febrúar. Þannig lagið er ársgamalt í dag,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. Hún segir lagið ekki hafa verið fullklárað á þeim tíma og í kjölfarið hafi þau unnið að því að betrumbæta það en Guðrún hefur unnið tónlist sína mikið með þeim Arnari Inga Ingasyni, sem er betur þekktur sem Young Nazareth, og Magnúsi Jóhanni Ragnarssyni hljómborðsleikara. „Svo varð það eiginlega bara tilbúið og við erum búin að liggja á því í rosa langan tíma.“ View this post on Instagram Af og til - 07.02.20 A post shared by GDRN (@eyfjord) on Jan 31, 2020 at 5:39am PST Þrátt fyrir að hafa setið lengi á laginu segir Guðrún það hafa orðið til á stuttum tíma. Hún hafi samið hljómaganginn og fljótlega hafi þau farið að vinna að laginu í heild sinni. Ferlið hafi gengið vel fyrir sig og textinn hafi fylgt í kjölfarið. „Textahugmyndin varð til þegar ég og kærastinn minn vorum í sitthvoru landinu og ég sagði að mér fyndist svo leiðinlegt að fara að sofa ein. Þá sagði hann: Já, mér finnst bara kósý að sofa einn en bætti svo við að honum fyndist leiðinlegt að vakna einn,“ segir Guðrún. „Þá kom textinn: Ég sagði: Kvöldið er tómlegt án þín. Hann sagði sakna þín þegar birtir til. Ég setti þetta í aðeins rómantískari og ljóðrænni búning.“ Hún segir þau Arnar og Magnús Jóhann hafa ákveðið að gefa þetta lag fyrst út þar sem það sé tilvalið til þess að gefa smjörþef af því sem er væntanlegt á komandi plötu, en að laginu komu einnig þeir Reynir Snær og Rögnvaldur Borgþórsson sem spila á gítar. Þá segir hún aðdáendur mega búast við plötunni með hækkandi sól og því greinilegt að meiri tónlist er væntanleg frá GDRN.
Tónlist Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira