Stólpagrín gert að kortaleikfimi ráðherrans Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. janúar 2020 10:45 Seth Meyers var ekki hrifinn af framgöngu Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Mynd/NBC Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa hellt sér yfir Mary Louis Kelly, dagskrárgerðarmann hjá NPR, eftir útvarpsviðtal á dögunum. Spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum gerðu stólpagrín að Pompeo vegna málsins í gær. Í viðtalinu var Pompeo þráspurður út í málefni Úkraínu í tengslum við ákærur á hendur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot. Hlusta má á viðtalið hér. Eitthvað virðist það hafa farið í taugarnar á Pompeo en Kelly hefur sagt að eftir viðtalið hafi Pompeo öskrað á hana, blótað hennig og beðið hana um að benda á Úkraínu á landakorti þar sem ríkjaheitin voru ekki merkt inn á kortið. Í yfirlýsingu frá Pompeo kom fram að Kelly hafi ekki getað bent á Úkraínu en í grein í New York Times heldur hún því fram að hún hafi sannarlega getað bent á Úkraínu á kortinu, sem hún hafi gert. Kortið sem Pompeo dró upp er sagt hafa verið án ríkjaheita, ólíkt þessu.Vísir/Getty Málið var tekið fyrir hjá spjallþáttastjórnendum í Bandaríkjunum í gær sem gerðu miskunnarlaust grín að Pompeo vegna málsins. „Í fyrsta lagi, af hverju er Mike Pompeo með ómerkt landakort við hendina. Er hann utanríkisráðherra eða grunnskólakennari í landafræði?“ spurði Stephen Colbert sem stýrir The Late Show with Stephen Colbert. Seth Meyers, sem stýrir Late Night with Seth Meyers benti hins vegar á að ef litið væri til menntunar væri Kelly líklega hæfari utanríkisráðherra en Pompeo sjálfur. „Heldurðu að þú getir látið hana líta út fyrir að vera heimska með því að biðja hana um að benda á eitthvað ríki á korti? Hún gekk í Cambridge og Harvard og er með mastersgráðu í Evrópufræðum. Hún er ekki bara hæf í eigið starf hún er hæfari en þú í þitt starf. Mary Louise Kelly getur bent á Úkraínu á korti og hún getur örugglega sagt þér hver séu fimm bestu hótelin,“ sagði Meyers er hann beindi orðum sínum að Pompeo. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Úkraína Tengdar fréttir Öskraði á fréttakonu og bað hana um að finna Úkraínu á korti Utanríkisráðherra Bandaríkjanna mislíkaði spurningar fréttakonu um starfsmenn ráðuneytis hans sem hafa lent í hringiðu atburða sem leiddu til þess að Trump forseti var kærður fyrir embættisbrot. 24. janúar 2020 23:40 Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Fleiri fréttir Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Sjá meira
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa hellt sér yfir Mary Louis Kelly, dagskrárgerðarmann hjá NPR, eftir útvarpsviðtal á dögunum. Spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum gerðu stólpagrín að Pompeo vegna málsins í gær. Í viðtalinu var Pompeo þráspurður út í málefni Úkraínu í tengslum við ákærur á hendur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot. Hlusta má á viðtalið hér. Eitthvað virðist það hafa farið í taugarnar á Pompeo en Kelly hefur sagt að eftir viðtalið hafi Pompeo öskrað á hana, blótað hennig og beðið hana um að benda á Úkraínu á landakorti þar sem ríkjaheitin voru ekki merkt inn á kortið. Í yfirlýsingu frá Pompeo kom fram að Kelly hafi ekki getað bent á Úkraínu en í grein í New York Times heldur hún því fram að hún hafi sannarlega getað bent á Úkraínu á kortinu, sem hún hafi gert. Kortið sem Pompeo dró upp er sagt hafa verið án ríkjaheita, ólíkt þessu.Vísir/Getty Málið var tekið fyrir hjá spjallþáttastjórnendum í Bandaríkjunum í gær sem gerðu miskunnarlaust grín að Pompeo vegna málsins. „Í fyrsta lagi, af hverju er Mike Pompeo með ómerkt landakort við hendina. Er hann utanríkisráðherra eða grunnskólakennari í landafræði?“ spurði Stephen Colbert sem stýrir The Late Show with Stephen Colbert. Seth Meyers, sem stýrir Late Night with Seth Meyers benti hins vegar á að ef litið væri til menntunar væri Kelly líklega hæfari utanríkisráðherra en Pompeo sjálfur. „Heldurðu að þú getir látið hana líta út fyrir að vera heimska með því að biðja hana um að benda á eitthvað ríki á korti? Hún gekk í Cambridge og Harvard og er með mastersgráðu í Evrópufræðum. Hún er ekki bara hæf í eigið starf hún er hæfari en þú í þitt starf. Mary Louise Kelly getur bent á Úkraínu á korti og hún getur örugglega sagt þér hver séu fimm bestu hótelin,“ sagði Meyers er hann beindi orðum sínum að Pompeo.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Úkraína Tengdar fréttir Öskraði á fréttakonu og bað hana um að finna Úkraínu á korti Utanríkisráðherra Bandaríkjanna mislíkaði spurningar fréttakonu um starfsmenn ráðuneytis hans sem hafa lent í hringiðu atburða sem leiddu til þess að Trump forseti var kærður fyrir embættisbrot. 24. janúar 2020 23:40 Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Fleiri fréttir Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Sjá meira
Öskraði á fréttakonu og bað hana um að finna Úkraínu á korti Utanríkisráðherra Bandaríkjanna mislíkaði spurningar fréttakonu um starfsmenn ráðuneytis hans sem hafa lent í hringiðu atburða sem leiddu til þess að Trump forseti var kærður fyrir embættisbrot. 24. janúar 2020 23:40