Ísland í formlegt samstarf við þróunarsjóð í landbúnaði Heimsljós 30. janúar 2020 15:00 Pierre Moreau-Peron frá IFAD og Stefán Jón Hafstein sendiherra við SÞ stofnanir í Róm. Skrifað hefur verið undir formlega samstarfsyfirlýsingu milli Íslands og Alþjóðasjóðs um þróun landbúnaðar (IFAD) um sérfræðiaðstoð Íslendinga við verkefni sjóðsins. Í samkomulaginu sem skrifað var undir í vikunni er IFAD boðið að leita eftir sérfræðiaðstoð á ýmsum sviðum þar sem Ísland stendur sterkt að vígi. Að sögn Stefáns Jóns Hafstein sendiherra við stofnanir Sameinuðu þjóðanna í Róm er frekara samstarf í skoðun á sviði sjávarútvegs- og fiskveiði, landgræðslu og kynjajafnréttismála. IFAD styrkir fimmtíu sjávarútvegsverkefni víða um heim. Samstarfið á sér rætur í vel heppnaðri vinnustofu um „bláan hagvöxt“ sem Ísland gekkst fyrir hér á landi í nóvember á síðasta ári með þátttöku fulltrúa IFAD í verkefnum víðs vegar um heiminn. Í framhaldinu hafi komið fram mjög ákveðnar óskir af hálfu IFAD um tæknilega aðstoð frá Íslandi í náinni framtíð. ,,Þetta samstarf felur ekki í sér tækjakaup eða greiðslur fyrir verkefni," segir Stefán Jón. ,,Aðkoma okkar verður fyrst og fremst að bæta í eyður þar sem skortir þekkingu og sérfræðiþjónustu. Samstarfið er á jafnréttisgrundvelli, IFAD getur óskað eftir aðstoð við hæfi, og við heitum að reyna að koma til móts við slíkar óskir séu þekking og fjármunir til reiðu hverju sinni," segir Stefán Jón Hafstein. Þróunarsamvinna Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Skrifað hefur verið undir formlega samstarfsyfirlýsingu milli Íslands og Alþjóðasjóðs um þróun landbúnaðar (IFAD) um sérfræðiaðstoð Íslendinga við verkefni sjóðsins. Í samkomulaginu sem skrifað var undir í vikunni er IFAD boðið að leita eftir sérfræðiaðstoð á ýmsum sviðum þar sem Ísland stendur sterkt að vígi. Að sögn Stefáns Jóns Hafstein sendiherra við stofnanir Sameinuðu þjóðanna í Róm er frekara samstarf í skoðun á sviði sjávarútvegs- og fiskveiði, landgræðslu og kynjajafnréttismála. IFAD styrkir fimmtíu sjávarútvegsverkefni víða um heim. Samstarfið á sér rætur í vel heppnaðri vinnustofu um „bláan hagvöxt“ sem Ísland gekkst fyrir hér á landi í nóvember á síðasta ári með þátttöku fulltrúa IFAD í verkefnum víðs vegar um heiminn. Í framhaldinu hafi komið fram mjög ákveðnar óskir af hálfu IFAD um tæknilega aðstoð frá Íslandi í náinni framtíð. ,,Þetta samstarf felur ekki í sér tækjakaup eða greiðslur fyrir verkefni," segir Stefán Jón. ,,Aðkoma okkar verður fyrst og fremst að bæta í eyður þar sem skortir þekkingu og sérfræðiþjónustu. Samstarfið er á jafnréttisgrundvelli, IFAD getur óskað eftir aðstoð við hæfi, og við heitum að reyna að koma til móts við slíkar óskir séu þekking og fjármunir til reiðu hverju sinni," segir Stefán Jón Hafstein.
Þróunarsamvinna Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent