Laxá í Aðaldal stefnir í sitt lélegasta sumar Karl Lúðvíksson skrifar 15. ágúst 2020 09:16 Hinn góðkunni stórlaxaveiðimaður Nils Folmer með stórlax úr Nesi Það er furðulegt að setja saman þessa fyrirsögn um ánna sem er að öllu jöfnu kölluð drotting laxveiðiánna á Íslandi. Þegar vikutölur laxveiðiánna eru skoðaðar er pínlegt að nefna að vikuveiðin í Laxá í Aðaldal hafi verið 15 laxar. Það er veitt á sautján stangir í ánni og við erum að tala um að vikuveiðin nái ekki einum laxi á stöng á viku! Heildarveiðin í ánni er komin í 279 laxaog á listanum hjá Landssambandi Veiðifélaga situr hún á milli Haukadalsár með 262 laxa á fimm stangir og Skjálfandafljóts með 281 lax. Haukan og Skjálfandi eiga oft góða endaspretti og það á Laxá reyndar líka þá sérstaklega þegar Nessvæðið dettur inn á haustinn. En er þetta að lyfta ánni það mikið upp að hún nái að fara yfir veiðina 2012 sem var lélegasta sumar í ánni en þá veiddust ekki nema 428 laxar og á sama tíma þess árs var hún komin í 331 lax. Það þýðir að endaspretturinn 2012 skilaði 97 löxum frá þessum tíma og til loka veiðitímabilsins og ef þessi árangur er jafnaður verður heildarveiðin ekki nema kannski rétt tæpir 400 laxar og þða er þetta sumar það lélegasta í ánni frá upphafi skipulagðra talninga frá árinu 1974. Á árunum 1975 til 1998 fór áinn aldrei undir 1.000 löxum og reyndar átta sinnum yfir 2.000 laxa. Frá 1999 hefur áinn ellefu sinnum farið yfir 1.000 laxa en það hefur ekki gerst síðan 2016. Það er bara hægt að bíða og vona eftir því að áinn nái á einhverjum tímapunkti aftur sinni fornu frægð því það er auðvitað galin staðreynd að saustján stangir nái ekki nema 400-500 laxa tölu á sumri, í það minnsta ekki miðað við hvað það kostar að veiða þarna. Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði
Það er furðulegt að setja saman þessa fyrirsögn um ánna sem er að öllu jöfnu kölluð drotting laxveiðiánna á Íslandi. Þegar vikutölur laxveiðiánna eru skoðaðar er pínlegt að nefna að vikuveiðin í Laxá í Aðaldal hafi verið 15 laxar. Það er veitt á sautján stangir í ánni og við erum að tala um að vikuveiðin nái ekki einum laxi á stöng á viku! Heildarveiðin í ánni er komin í 279 laxaog á listanum hjá Landssambandi Veiðifélaga situr hún á milli Haukadalsár með 262 laxa á fimm stangir og Skjálfandafljóts með 281 lax. Haukan og Skjálfandi eiga oft góða endaspretti og það á Laxá reyndar líka þá sérstaklega þegar Nessvæðið dettur inn á haustinn. En er þetta að lyfta ánni það mikið upp að hún nái að fara yfir veiðina 2012 sem var lélegasta sumar í ánni en þá veiddust ekki nema 428 laxar og á sama tíma þess árs var hún komin í 331 lax. Það þýðir að endaspretturinn 2012 skilaði 97 löxum frá þessum tíma og til loka veiðitímabilsins og ef þessi árangur er jafnaður verður heildarveiðin ekki nema kannski rétt tæpir 400 laxar og þða er þetta sumar það lélegasta í ánni frá upphafi skipulagðra talninga frá árinu 1974. Á árunum 1975 til 1998 fór áinn aldrei undir 1.000 löxum og reyndar átta sinnum yfir 2.000 laxa. Frá 1999 hefur áinn ellefu sinnum farið yfir 1.000 laxa en það hefur ekki gerst síðan 2016. Það er bara hægt að bíða og vona eftir því að áinn nái á einhverjum tímapunkti aftur sinni fornu frægð því það er auðvitað galin staðreynd að saustján stangir nái ekki nema 400-500 laxa tölu á sumri, í það minnsta ekki miðað við hvað það kostar að veiða þarna.
Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði