Hvetur Ísland til að leiða áfram jafnréttisbaráttuna Heimsljós kynnir 21. janúar 2020 16:15 Golli „Ísland hefur sannarlega verið í forystuhlutverki á sviði jafnréttisbaráttu og ég hvet ykkur til að halda áfram að vera leiðandi á því sviði, öðrum framlagsríkjum til eftirbreytni,“ sagði Susanna Moorehead formaður Þróunarsamvinnunefndar OECD, DAC. Hún er stödd hér á landi og flutti erindi á málþingi í Reykjavík í gærkvöldi um framtíð þróunarsamvinnu. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra kom líka inn á jafnréttismálin í ávarpsorðum sínum. „Jafnrétti kynjanna og valdefling kvenna styður og viðheldur efnahagslegri og félagslegri þróun. Því miður beinist stór hluti opinberra framlaga til þróunarmála í heiminum alls ekki að jafnrétti kynjanna og þeirri þróun þarf að snúa við,“ sagði ráðherra. Hann nefndi enn fremur að jafnrétti kynjanna, umhverfismál og mannréttindi hafi fengið enn meiri þunga en áður í nýlegri fimm ára stefnu Íslands í þróunarsamvinnu. „Við höfum líka aukið áherslu okkar á þátttöku einkageirans í þróunarsamvinnu og svarað kalli framlagsríkja og þróunarríkja um að fjármögnun heimsmarkmiðanna gerist ekki án þátttöku einkageirans,“ sagði Guðlaugur Þór. Frá pallborðsumræðunum. Susanna Moorehead hefur mikla reynslu og þekkingu á þróunarmálum. Auk þess að vera sendiherra Bretlands í Eþíópíu og fastafulltrúi Breta hjá Afríkubandalaginu um þriggja ára skeið, var hún fyrr á starfsferlinum deildarstjóri í þróunarsamvinnuráðuneyti Breta, DfID. Hún hefur starfað sem formaður DAC í rúmt eitt ár en Ísland gerðist aðili að nefndinni árið 2013. Hlutverk nefndarinnar er að efla samhæfingu og nýsköpun til að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna í þróunarríkjum, að auka fjármögnun og setja alþjóðlega staðla fyrir starfshætti í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Í máli hennar kom fram að þróunarsamvinna standi frammi fyrir fimm megináskorunum: nýjum leiðum til fjármögnunar, áhrifum loftslagsbreytinga, kynjajafnrétti, vinnu með nýjum framlagsríkjum og vönduðum vinnubrögðum til að tryggja skilvirka þróunarsamvinnu. Að loknu framsöguerindi Susanna Moorehead fóru fram líflegar pallborðsumræður en í pallborði sátu Engilbert Guðmundsson, ráðgjafi utanríkisráðuneytisins í þróunarmálum og fyrrverandi framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, Khwimani Isabel Mwasinga, nemandi við Jafnréttisskóla GRÓ - þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu, Ragnar Schram, framkvæmdastjóri SOS barnaþorpanna á Íslandi og Susanna Moorehead. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent
„Ísland hefur sannarlega verið í forystuhlutverki á sviði jafnréttisbaráttu og ég hvet ykkur til að halda áfram að vera leiðandi á því sviði, öðrum framlagsríkjum til eftirbreytni,“ sagði Susanna Moorehead formaður Þróunarsamvinnunefndar OECD, DAC. Hún er stödd hér á landi og flutti erindi á málþingi í Reykjavík í gærkvöldi um framtíð þróunarsamvinnu. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra kom líka inn á jafnréttismálin í ávarpsorðum sínum. „Jafnrétti kynjanna og valdefling kvenna styður og viðheldur efnahagslegri og félagslegri þróun. Því miður beinist stór hluti opinberra framlaga til þróunarmála í heiminum alls ekki að jafnrétti kynjanna og þeirri þróun þarf að snúa við,“ sagði ráðherra. Hann nefndi enn fremur að jafnrétti kynjanna, umhverfismál og mannréttindi hafi fengið enn meiri þunga en áður í nýlegri fimm ára stefnu Íslands í þróunarsamvinnu. „Við höfum líka aukið áherslu okkar á þátttöku einkageirans í þróunarsamvinnu og svarað kalli framlagsríkja og þróunarríkja um að fjármögnun heimsmarkmiðanna gerist ekki án þátttöku einkageirans,“ sagði Guðlaugur Þór. Frá pallborðsumræðunum. Susanna Moorehead hefur mikla reynslu og þekkingu á þróunarmálum. Auk þess að vera sendiherra Bretlands í Eþíópíu og fastafulltrúi Breta hjá Afríkubandalaginu um þriggja ára skeið, var hún fyrr á starfsferlinum deildarstjóri í þróunarsamvinnuráðuneyti Breta, DfID. Hún hefur starfað sem formaður DAC í rúmt eitt ár en Ísland gerðist aðili að nefndinni árið 2013. Hlutverk nefndarinnar er að efla samhæfingu og nýsköpun til að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna í þróunarríkjum, að auka fjármögnun og setja alþjóðlega staðla fyrir starfshætti í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Í máli hennar kom fram að þróunarsamvinna standi frammi fyrir fimm megináskorunum: nýjum leiðum til fjármögnunar, áhrifum loftslagsbreytinga, kynjajafnrétti, vinnu með nýjum framlagsríkjum og vönduðum vinnubrögðum til að tryggja skilvirka þróunarsamvinnu. Að loknu framsöguerindi Susanna Moorehead fóru fram líflegar pallborðsumræður en í pallborði sátu Engilbert Guðmundsson, ráðgjafi utanríkisráðuneytisins í þróunarmálum og fyrrverandi framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, Khwimani Isabel Mwasinga, nemandi við Jafnréttisskóla GRÓ - þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu, Ragnar Schram, framkvæmdastjóri SOS barnaþorpanna á Íslandi og Susanna Moorehead. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent