Katrín var minnst 43 kíló: „Ég sá beinin út um allt en vildi samt meira“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. janúar 2020 10:30 Katrín komst á beinu brautina. Hún stefndi að því að verða ballerína, vildi ná betri árangri, reyndi sífellt að ná af sér fleiri kílóum og þróaðist megrunin út í anorexíu. Katrín Þóra Sigurbjörnsdóttir var svo langt leidd á tímabili að á einum tímapunkti var hún staðráðin í að taka eigið líf. Í dag er hún einkaþjálfari hjá Reebok Fitness. Eva Laufey hitti Katrínu á dögunum og fékk að heyra sögu hennar í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Vandamálið fór vaxandi og fyrst ætlaði ég ekkert að svelta mig og verða eins og beinagrind,“ segir Katrín Þóra. „Til að byrja með skrifaði ég hvað ég borðaði yfir daginn og svo fór ég að áætlan hvað ég ætlaði að borða yfir daginn fyrirfram. Hvað ég ætlaði að borða margar hitaeiningar yfir daginn og þá fór þetta að verða skemmtilegt, því þá gat ég alltaf strikað út hverja máltíð og svo ákveða að sleppa einhverju og sjá hvernig það gengur. Það gekk. Svo hélt ég áfram að minnka og minnka matinn þangað til að hann var hreinlega kominn niður í ekki neitt.“ Hún segist hafa vaknað á undan öllum á heimilinu til að fara í strætó og gat því sleppt því að borða morgunmat. „Svo fór ég í skólann og tók alltaf með mér eitt jógurt og eitt epli. Svo fór ég í skólann, var þar til svona tvö og fór svo á æfingu til svona fjögur, oft til níu eða hálftíu og þá kom ég heim og borðaði kvöldmat. Þá borðaði ég góðan kvöldmat hérna heima svo enginn myndi taka eftir þessu.“ Algjör brenglun Hún segist hafa upplifað sig sem mjög duglega manneskju og horft á aðra í kringum sig vera borða venjulegan mat og hugsað að þetta þyrfti hún ekki að gera. „Hugsunin verður svo brengluð, að ég sé yfir aðra hafin því ég geti neitað mér um hluti. Fyrst var þetta mjög skemmtilegt, því ég sá árangur. En svo grenntist ég rosalega mikið og ég sá það sjálf. Þegar ég leit í spegilinn sá ég hvað ég var grönn, ég sá beinin út um allt en vildi samt meira.“ Hún segir að fjölskyldan hafi fyrst haldið að hún væri einfaldlega að æfa of mikið. „Svo þegar ég fór að neita mat fyrir framan þau fóru þau að taka eftir því að ég var ekki eins og vanalega. Skapið mitt fór að breytast en ég hafði alltaf verið frekar geðgóð. Þegar maður er svangur verður maður pirraður,“ segir Katrín sem náði að vinna sig út úr anórexíunni og lifir í dag góðu lífi. Hún varð minnst 43 kíló. Hér að neðan má heyra viðtalið við hana í heild sinni. Heilsa Ísland í dag Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Sjá meira
Hún stefndi að því að verða ballerína, vildi ná betri árangri, reyndi sífellt að ná af sér fleiri kílóum og þróaðist megrunin út í anorexíu. Katrín Þóra Sigurbjörnsdóttir var svo langt leidd á tímabili að á einum tímapunkti var hún staðráðin í að taka eigið líf. Í dag er hún einkaþjálfari hjá Reebok Fitness. Eva Laufey hitti Katrínu á dögunum og fékk að heyra sögu hennar í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Vandamálið fór vaxandi og fyrst ætlaði ég ekkert að svelta mig og verða eins og beinagrind,“ segir Katrín Þóra. „Til að byrja með skrifaði ég hvað ég borðaði yfir daginn og svo fór ég að áætlan hvað ég ætlaði að borða yfir daginn fyrirfram. Hvað ég ætlaði að borða margar hitaeiningar yfir daginn og þá fór þetta að verða skemmtilegt, því þá gat ég alltaf strikað út hverja máltíð og svo ákveða að sleppa einhverju og sjá hvernig það gengur. Það gekk. Svo hélt ég áfram að minnka og minnka matinn þangað til að hann var hreinlega kominn niður í ekki neitt.“ Hún segist hafa vaknað á undan öllum á heimilinu til að fara í strætó og gat því sleppt því að borða morgunmat. „Svo fór ég í skólann og tók alltaf með mér eitt jógurt og eitt epli. Svo fór ég í skólann, var þar til svona tvö og fór svo á æfingu til svona fjögur, oft til níu eða hálftíu og þá kom ég heim og borðaði kvöldmat. Þá borðaði ég góðan kvöldmat hérna heima svo enginn myndi taka eftir þessu.“ Algjör brenglun Hún segist hafa upplifað sig sem mjög duglega manneskju og horft á aðra í kringum sig vera borða venjulegan mat og hugsað að þetta þyrfti hún ekki að gera. „Hugsunin verður svo brengluð, að ég sé yfir aðra hafin því ég geti neitað mér um hluti. Fyrst var þetta mjög skemmtilegt, því ég sá árangur. En svo grenntist ég rosalega mikið og ég sá það sjálf. Þegar ég leit í spegilinn sá ég hvað ég var grönn, ég sá beinin út um allt en vildi samt meira.“ Hún segir að fjölskyldan hafi fyrst haldið að hún væri einfaldlega að æfa of mikið. „Svo þegar ég fór að neita mat fyrir framan þau fóru þau að taka eftir því að ég var ekki eins og vanalega. Skapið mitt fór að breytast en ég hafði alltaf verið frekar geðgóð. Þegar maður er svangur verður maður pirraður,“ segir Katrín sem náði að vinna sig út úr anórexíunni og lifir í dag góðu lífi. Hún varð minnst 43 kíló. Hér að neðan má heyra viðtalið við hana í heild sinni.
Heilsa Ísland í dag Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Sjá meira