Þetta gerist þegar maður sefur Stefán Árni Pálsson skrifar 23. janúar 2020 12:30 Erla Björnsdóttir þekkir góðan svefn vel. Erla Björnsdóttir er einn reyndasti svefnsérfræðingur landsins. Hún er sálfræðingur að mennt með doktorsgráðu í líf og læknavísindum. Erla hefur mikið rannsakað svefn á undanförnum árum og veitir skjólstæðingum sínum klíníska ráðgjöf á því sviði. Svefninn er nefnilega ótrúlega áhugavert fyrirbæri sem veitir okkur mun meira heldur en bara þá nauðsynlegu hvíld sem við vitum að við þurfum. Frosti Logason hitti Erlu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöld og ræddi svefn við hana. „Hér áður fyrr var aðallega verið að leggja áherslu á hreyfingu og matarræði en við erum sem betur fer farin að átta okkur á því að góður nætursvefn er algjör grunnstoð upp á heilsu, bæði líkamlega og andlega,“ segir Erla. „Svefninn er ofboðslega virkt ástand. Það er margt að gerast á líkama og sál meðan við sofum. Við erum að spara orku, erum að endurnæra okkur, endurnýja frumur í líkamanum, losa út eiturefni og flokka áreiti,“ segir Erla og bætir við fjölmörgum atriðum. En hversu mikið þurfum við að sofa til að fá það sem kallað er góður nætursvefn og hvernig vitum við hvað er nóg? „Fullorðnir þurfa að sofa í 7-9 klukkustundir og það er alltaf munur á okkur. Börn og unglingar þurfa lengri svefn. Það er ágætis mælikvarði að skoða hvernig okkur líður yfir daginn. Erum við þreytt? Erum við orkulaus? Erum við að leita í skyndiorku t.d. í matarræði.“ Erla segir að þrátt fyrir þá vitundarvakningu sem átt hefur sér stað varðandi hversu miklu máli svefninn skiptir þá sýni rannsóknir að Íslendingar eru að sofa alltof lítið. Samkvæmt nýlegri heilbrigðiskönnun Gallup telur um helmingur Íslendinga sig ekki sofa nóg, þriðjungur sefur sex tíma eða minna og ef fólk er spurt hvað það geri til að bæta svefninn er algengasta svarið að fólk taki svefnlyf sem er alls ekki nógu gott að mati Erlu en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Heilsa Ísland í dag Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Sjá meira
Erla Björnsdóttir er einn reyndasti svefnsérfræðingur landsins. Hún er sálfræðingur að mennt með doktorsgráðu í líf og læknavísindum. Erla hefur mikið rannsakað svefn á undanförnum árum og veitir skjólstæðingum sínum klíníska ráðgjöf á því sviði. Svefninn er nefnilega ótrúlega áhugavert fyrirbæri sem veitir okkur mun meira heldur en bara þá nauðsynlegu hvíld sem við vitum að við þurfum. Frosti Logason hitti Erlu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöld og ræddi svefn við hana. „Hér áður fyrr var aðallega verið að leggja áherslu á hreyfingu og matarræði en við erum sem betur fer farin að átta okkur á því að góður nætursvefn er algjör grunnstoð upp á heilsu, bæði líkamlega og andlega,“ segir Erla. „Svefninn er ofboðslega virkt ástand. Það er margt að gerast á líkama og sál meðan við sofum. Við erum að spara orku, erum að endurnæra okkur, endurnýja frumur í líkamanum, losa út eiturefni og flokka áreiti,“ segir Erla og bætir við fjölmörgum atriðum. En hversu mikið þurfum við að sofa til að fá það sem kallað er góður nætursvefn og hvernig vitum við hvað er nóg? „Fullorðnir þurfa að sofa í 7-9 klukkustundir og það er alltaf munur á okkur. Börn og unglingar þurfa lengri svefn. Það er ágætis mælikvarði að skoða hvernig okkur líður yfir daginn. Erum við þreytt? Erum við orkulaus? Erum við að leita í skyndiorku t.d. í matarræði.“ Erla segir að þrátt fyrir þá vitundarvakningu sem átt hefur sér stað varðandi hversu miklu máli svefninn skiptir þá sýni rannsóknir að Íslendingar eru að sofa alltof lítið. Samkvæmt nýlegri heilbrigðiskönnun Gallup telur um helmingur Íslendinga sig ekki sofa nóg, þriðjungur sefur sex tíma eða minna og ef fólk er spurt hvað það geri til að bæta svefninn er algengasta svarið að fólk taki svefnlyf sem er alls ekki nógu gott að mati Erlu en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Heilsa Ísland í dag Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Sjá meira