Þrjátíu milljónir frá Íslandi í skólamáltíðir barna í austanverðri Afríku Heimsljós kynnir 23. janúar 2020 16:15 Mæður í Malaví sjá um skólamáltíðir sem Ísland og WFP styrkja. gunnisal Ísland hefur ákveðið að styrkja sérstaklega nýtt skólamáltíðaverkefni Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) um 30 milljónir á þessu ári. Framlagið byggir á því að WFP hefur undanfarin misseri unnið nýja og mjög metnaðarfulla áætlun um skólamáltíðir sem ætlunin er að hrinda í framkvæmd á árinu. Framlag Íslands fer beint til þessa verkefnis í Austur-Afríku þar sem svæðisskrifstofa WFP mun innleiða stefnuna í níu ríkjum og þess er vænst að hún nái að lokum til tólf milljóna barna í þessum heimshluta. „Í heild er markmið stefnunar að ná til 73 milljóna mjög þurfandi barna á næstu tíu árum. Í dag nær WFP aðeins til 18 milljóna barna árlega, svo um mikla sókn er að ræða,“ segir Stefán Jón Hafstein fastafulltrúi Íslands í Róm sem tekið hefur þátt í mati á stefnunni og segir hann vandaða og metnaðarfulla. ,,Ég þekki það af störfum mínum í Afríku að skólamáltíðir fyrir fátækustu börnin geta haft úrslitaáhrif um gagnsemi skólagöngu þeirra. Soltið barn er ekki fært um að læra í skóla." Ávinningurinn af hverri krónu sem varið er í skólamáltíðir er margfaldur, að sögn Stefáns Jóns. Hann bendir á að ný könnun Harvard háskóla og Alþjóðabankans sýni að ábatinn geti orðið allt að tuttugufaldur. „Börnin læra betur, vitsmunaleg geta þeirra er mælanlega betri, þau haldast lengur í skóla og máltíðir gagnast báðum kynjum vel, sem er mikilvægt þar sem hallar á stúlkur. Hver einstaklingur sem fær skólamáltíð nýtur ábatans markvert síðar á lífsleiðinni, en hagvöxtur fátækra ríkja batnar líka, eins og margendurteknar rannsóknir sýna,“ segir hann. Hver skólamáltíð í fátækum ríkjum kostar um 30-40 krónur íslenskar. Mikil áhersla er lögð á að fá aðföng til máltíða í nærliggjandi sveitum og efla þar með viðskipti á svæðinu. Þá er reynt að efla skólagarða þar sem því er við komið. Framlag Íslands mun rennur beint til svæðisskrifstofu WFP í Næróbí til þess að hrinda stefnunni í framkvæmd þegar á þessu ári í samráði við ríkisstjórnir, héraðsstjórnir og félagasamtök samstarfsríkja. ,,Gildi þess að taka þátt í þessari framkvæmd frá upphafi er að sýna öðrum framlagsríkjum gott fordæmi og hvetja til þátttöku, auk þess sem nokkur af fátækustu ríkjum heims komast strax af stað við innleiðingu, sem hefur góð áhrif á næstu árum þegar leita þarf eftir auknum framlögum," segir Stefán Jón.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent
Ísland hefur ákveðið að styrkja sérstaklega nýtt skólamáltíðaverkefni Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) um 30 milljónir á þessu ári. Framlagið byggir á því að WFP hefur undanfarin misseri unnið nýja og mjög metnaðarfulla áætlun um skólamáltíðir sem ætlunin er að hrinda í framkvæmd á árinu. Framlag Íslands fer beint til þessa verkefnis í Austur-Afríku þar sem svæðisskrifstofa WFP mun innleiða stefnuna í níu ríkjum og þess er vænst að hún nái að lokum til tólf milljóna barna í þessum heimshluta. „Í heild er markmið stefnunar að ná til 73 milljóna mjög þurfandi barna á næstu tíu árum. Í dag nær WFP aðeins til 18 milljóna barna árlega, svo um mikla sókn er að ræða,“ segir Stefán Jón Hafstein fastafulltrúi Íslands í Róm sem tekið hefur þátt í mati á stefnunni og segir hann vandaða og metnaðarfulla. ,,Ég þekki það af störfum mínum í Afríku að skólamáltíðir fyrir fátækustu börnin geta haft úrslitaáhrif um gagnsemi skólagöngu þeirra. Soltið barn er ekki fært um að læra í skóla." Ávinningurinn af hverri krónu sem varið er í skólamáltíðir er margfaldur, að sögn Stefáns Jóns. Hann bendir á að ný könnun Harvard háskóla og Alþjóðabankans sýni að ábatinn geti orðið allt að tuttugufaldur. „Börnin læra betur, vitsmunaleg geta þeirra er mælanlega betri, þau haldast lengur í skóla og máltíðir gagnast báðum kynjum vel, sem er mikilvægt þar sem hallar á stúlkur. Hver einstaklingur sem fær skólamáltíð nýtur ábatans markvert síðar á lífsleiðinni, en hagvöxtur fátækra ríkja batnar líka, eins og margendurteknar rannsóknir sýna,“ segir hann. Hver skólamáltíð í fátækum ríkjum kostar um 30-40 krónur íslenskar. Mikil áhersla er lögð á að fá aðföng til máltíða í nærliggjandi sveitum og efla þar með viðskipti á svæðinu. Þá er reynt að efla skólagarða þar sem því er við komið. Framlag Íslands mun rennur beint til svæðisskrifstofu WFP í Næróbí til þess að hrinda stefnunni í framkvæmd þegar á þessu ári í samráði við ríkisstjórnir, héraðsstjórnir og félagasamtök samstarfsríkja. ,,Gildi þess að taka þátt í þessari framkvæmd frá upphafi er að sýna öðrum framlagsríkjum gott fordæmi og hvetja til þátttöku, auk þess sem nokkur af fátækustu ríkjum heims komast strax af stað við innleiðingu, sem hefur góð áhrif á næstu árum þegar leita þarf eftir auknum framlögum," segir Stefán Jón.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent