Lífið

Tvítugur Íslendingur leyfði BBC að fylgjast með vikueyðslu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Forsíða umfjöllunar BBC.
Forsíða umfjöllunar BBC. Mynd/skjáskot.

Sunneva María Svövudóttur, tvítugur Íslendingur, leyfði viðskiptavef BBC nýverið að fylgjast með einskonar eyðslu- og sparnaðardagbók sem hún hélt í eina viku.

Umfjöllunin er hluti af víðfeðmri umfjöllun BBC um í hvað fólk um allan heim eyði peningum sínum. Sunnevu var stillt upp með 32 ára gamalli konu sem býr í Kaliforníu í Bandaríkjunum, og ræddu þeir meðal annars um dagbækur sínar við blaðamann BBC.

Í dag birti svo BBC dagbók Sunnevu þar sem hún skráði niður alla sína eyðslu yfir eina viku, auk þess sem hún deilir ýmsum sparnaðarráðum. Í frétt BBC kemur fram að Sunneva hafi nýlega útskrifast úr framhaldsskóla og starfi í hlutastarfi í bakaríi.

Ýmissa grasa kennir í dagbók Sunnevu en á einni viku eyddi hún alls 92.350 krónum. Taka verður þó fram að inn í þessari tölu eru miðar á tónleika K-pop sveitarinnar Seventeen sem alls kostuðu 64.500 krónur.

Lýsir hún því einnig hvernig hún hafi sparað pening fyrir útskrift hennar með því að finna ókeypis útskriftarkjól og skó á Facebook. Þá var hún einnig klók þegar hún notaði stúdentshúfu mömmu sinnar, í stað þess að kaupa nýja á 15 þúsund krónur.

Í uppgjöri fyrir vikuna skrifar Sunneva að vissulega hafi hún eytt hárri fjárhæð í tónleikamiðana en hana hafa lengi langað að fara á tónleika með hljómsveitinni. Bendir hún einnig á að á Facebook megi finna ótal hópa þar sem finna megi góðar leiðir til að spara.

Umfjöllun BBC má lesa hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×