„Mjög mikið hlegið að mér í byrjun en núna eru allir stoltir“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. janúar 2020 14:00 Jón Viðar dansar nú með syni sínum á kvöldin í stað þess að boxa. Vísir/Marínó Flóvent Jón Viðar Arnþórsson hefur fundið mýkt og gleði í þáttunum Allir geta dansað. Bakgrunnur hans er í bardagaíþróttum, sjálfsvarnarkennslu og löggæslu svo hann steig langt út fyrir þægindarammann í samkvæmisdönsunum. Hann þurfti að skipta um dansfélaga í miðri þáttaröð en lét það ekkert slá sig út af laginu og er nú kominn í fimm para úrslit. Næsti þáttur er sýndur á Stöð 2 í kvöld. Við fengum Jón Viðar til að svara nokkrum spurningum um keppnina Allir geta dansað. Hvernig hefur verið fyrir þig að taka þátt í Allir geta dansað? „Þetta hefur verið mikil breyting og alveg hrikalega gaman að fá þetta tækifæri. Erfitt líka af því að þetta er engin smá vinna. Það fer eiginlega bara allur tími manns í þetta, eiginlega bara allur dagurinn alla daga vikunnar. Þetta hefur því verið virkilega gaman og erfitt í leiðinni, en meira gaman en erfitt samt.“ Hvaða danstegund er í uppáhaldi hjá þér og af hverju? „Ég myndi segja annað hvort Tangó eða Paso doble, þetta eru bæði sterkir dansar og henta mér og mínum bakgrunni kannski best.“ Hvaða atriði er í uppáhaldi? „Ég myndi segja Jive-atriðið okkar, það var kröftugt. Tangóinn líka síðast.“ Hvaða áskoranir hafa verið erfiðastar? „Það er örugglega bara það að læra svona ógeðslega mikið á svona stuttum tíma, ég held að ég hafi aldrei lært jafn mikið á jafn stuttum tíma á ævinni. Ég hélt að þetta væri erfitt en þetta er miklu erfiðara en ég bjóst við.“ Jón Viðar þurfti að skipta um dansfélaga í miðri þáttaröð en lét það ekkert slá sig út af laginu.Vísir/Marínó Flóvent Hvað hefur þú lært af því að taka þátt í Allir geta dansað? „Þetta er svo svakalega ólíkt þeim heimi sem ég kem úr. Ég þjálfa í sporti þar sem það er farið inn í búr og svo í lögreglunni líka, allt er þetta frekar dimmur heimur einhvern veginn. Þarna er svo svakalega mikil hamingja í öllu, allt er svo bjart og svo miklir litir sem ég er mjög óvanur. Þetta er algjörlega öfugt við það sem ég hef starfað við síðustu árin.“ Hvað hefur komið þér mest á óvart? „Í raun og veru hvað allir eru skemmtilegir og „nice“ í þessum þáttum, bæði keppendur, framleiðendur og dansarar. Þetta er búið að vera einstök upplifun. Ég bjóst ekki við svona mikilli gleði.“ Hápunkturinn hingað til? „Að fá flottar einkunnir frá dómurum eins og við fengum síðast, þrjár níur, það var alveg rosalega gaman.“ En lágpunkturinn? „Ég held að það hafi ekki endilega verið neinn lágpunktur. Nema kannski erfiðar æfingar, þegar maður heldur að maður sé ekki að ná þessu og er kominn í eitthvað stresskast yfir því að fara að gera sig að algjöru fífli.“ Hvaða áhrif hefur dansinn haft á líkamlega líðan þína? „Ekki mikil af því að ég er svo vanur því að glíma og boxa alla daga.“ En andlega líðan? „Bara þessi gleði, þessi endalausa gleði er svo skemmtilegt. Þetta er allt svo jákvætt og skemmtilegt, það er gaman að vera í þeim heimi. Maður er kannski ekki beint eitthvað jákvæður þegar maður er að kenna einhverjum að verja sig eftir erfiða lífsreynslu.“ Hvernig stuðning hefur þú fengið frá fólkinu í kringum þig? „Alveg gríðarlega mikinn, allir mjög stoltir og spenntir en hlógu mikið fyrst. Það var mjög mikið hlegið að þessu í byrjun en núna eru allir rosa stoltir og ég hef fundið fyrir miklum stuðningi.“ Hefur dansáhuginn „smitast“ í aðra fjölskyldumeðlimi eða vini? „Já. Á kvöldin var ég vanur að kenna stráknum mínum sem er átta ára að glíma eða boxa eða eitthvað. Núna kenni ég honum meira að dansa en að glíma.“ Ætlar þú að halda áfram að dansa eftir þessa keppni? „Jájá alveg pottþétt.“ Hvernig myndir þú lýsa dansfélaganum þínum? „Hún er mjög jarðbundin og róleg, alveg fáránlega fallegt og gott hjarta. Tilbúin að hjálpa með hvað sem er og einhvern veginn alltaf til staðar. Yndisleg, ég hef ekkert slæmt um hana að segja, hún er algjört æði.“ Hvernig eru tengslin ykkar? Var erfitt að þurfa að skipta um dansfélaga í miðri þáttaröð? „Við erum búin að vera saman síðan í lok desember. Ég hélt að það yrði erfiðara að skipta en það hefur ekki verið. Það er búið að ganga vonum framar. Skiptingin var ekkert vesen.“ Hvað dansið þið í kvöld? „Paso doble“ Hvað máttu segja lesendum Vísis um atriðið ykkar? Það verður mjög kröftugt og sterkt og með skemmtilegum lyftum.“ Allir geta dansað Tengdar fréttir Óþægilegur heimur Jóns Viðars ekki svo óþægilegur eftir allt saman Jón Viðar og Marta Carrasco dönsuðu Tangó síðastliðið föstudagskvöld í beinni útsendingu á Stöð 2 og það í skemmtiþættinum Allir geta dansað. 21. janúar 2020 15:30 Marta blá og marin eftir æfingar Jón Viðar Arnþórsson og Marta Carrasco voru fyrsta parið á svið síðastliðið föstudagskvöld og dönsuðu þau Jive við lagið Gaggó vest með Eiríki Haukssyni. Jón Viðar var áður með Malín Öglu Kristjánsdóttur í teymi en hún er komin í leyfi þar sem hún er gengin yfir sex mánuði á leið. 15. janúar 2020 14:30 Malín komin í leyfi og Jón Viðar fær nýjan fagdansara "Mér líst bara mjög vel á þetta. Malín var auðvitað komin sex mánuði á leið og þetta var orðið það erfitt fyrir hana að hún tók ákvörðun um það að stíga til hliðar.“ 6. janúar 2020 14:30 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Sjá meira
Jón Viðar Arnþórsson hefur fundið mýkt og gleði í þáttunum Allir geta dansað. Bakgrunnur hans er í bardagaíþróttum, sjálfsvarnarkennslu og löggæslu svo hann steig langt út fyrir þægindarammann í samkvæmisdönsunum. Hann þurfti að skipta um dansfélaga í miðri þáttaröð en lét það ekkert slá sig út af laginu og er nú kominn í fimm para úrslit. Næsti þáttur er sýndur á Stöð 2 í kvöld. Við fengum Jón Viðar til að svara nokkrum spurningum um keppnina Allir geta dansað. Hvernig hefur verið fyrir þig að taka þátt í Allir geta dansað? „Þetta hefur verið mikil breyting og alveg hrikalega gaman að fá þetta tækifæri. Erfitt líka af því að þetta er engin smá vinna. Það fer eiginlega bara allur tími manns í þetta, eiginlega bara allur dagurinn alla daga vikunnar. Þetta hefur því verið virkilega gaman og erfitt í leiðinni, en meira gaman en erfitt samt.“ Hvaða danstegund er í uppáhaldi hjá þér og af hverju? „Ég myndi segja annað hvort Tangó eða Paso doble, þetta eru bæði sterkir dansar og henta mér og mínum bakgrunni kannski best.“ Hvaða atriði er í uppáhaldi? „Ég myndi segja Jive-atriðið okkar, það var kröftugt. Tangóinn líka síðast.“ Hvaða áskoranir hafa verið erfiðastar? „Það er örugglega bara það að læra svona ógeðslega mikið á svona stuttum tíma, ég held að ég hafi aldrei lært jafn mikið á jafn stuttum tíma á ævinni. Ég hélt að þetta væri erfitt en þetta er miklu erfiðara en ég bjóst við.“ Jón Viðar þurfti að skipta um dansfélaga í miðri þáttaröð en lét það ekkert slá sig út af laginu.Vísir/Marínó Flóvent Hvað hefur þú lært af því að taka þátt í Allir geta dansað? „Þetta er svo svakalega ólíkt þeim heimi sem ég kem úr. Ég þjálfa í sporti þar sem það er farið inn í búr og svo í lögreglunni líka, allt er þetta frekar dimmur heimur einhvern veginn. Þarna er svo svakalega mikil hamingja í öllu, allt er svo bjart og svo miklir litir sem ég er mjög óvanur. Þetta er algjörlega öfugt við það sem ég hef starfað við síðustu árin.“ Hvað hefur komið þér mest á óvart? „Í raun og veru hvað allir eru skemmtilegir og „nice“ í þessum þáttum, bæði keppendur, framleiðendur og dansarar. Þetta er búið að vera einstök upplifun. Ég bjóst ekki við svona mikilli gleði.“ Hápunkturinn hingað til? „Að fá flottar einkunnir frá dómurum eins og við fengum síðast, þrjár níur, það var alveg rosalega gaman.“ En lágpunkturinn? „Ég held að það hafi ekki endilega verið neinn lágpunktur. Nema kannski erfiðar æfingar, þegar maður heldur að maður sé ekki að ná þessu og er kominn í eitthvað stresskast yfir því að fara að gera sig að algjöru fífli.“ Hvaða áhrif hefur dansinn haft á líkamlega líðan þína? „Ekki mikil af því að ég er svo vanur því að glíma og boxa alla daga.“ En andlega líðan? „Bara þessi gleði, þessi endalausa gleði er svo skemmtilegt. Þetta er allt svo jákvætt og skemmtilegt, það er gaman að vera í þeim heimi. Maður er kannski ekki beint eitthvað jákvæður þegar maður er að kenna einhverjum að verja sig eftir erfiða lífsreynslu.“ Hvernig stuðning hefur þú fengið frá fólkinu í kringum þig? „Alveg gríðarlega mikinn, allir mjög stoltir og spenntir en hlógu mikið fyrst. Það var mjög mikið hlegið að þessu í byrjun en núna eru allir rosa stoltir og ég hef fundið fyrir miklum stuðningi.“ Hefur dansáhuginn „smitast“ í aðra fjölskyldumeðlimi eða vini? „Já. Á kvöldin var ég vanur að kenna stráknum mínum sem er átta ára að glíma eða boxa eða eitthvað. Núna kenni ég honum meira að dansa en að glíma.“ Ætlar þú að halda áfram að dansa eftir þessa keppni? „Jájá alveg pottþétt.“ Hvernig myndir þú lýsa dansfélaganum þínum? „Hún er mjög jarðbundin og róleg, alveg fáránlega fallegt og gott hjarta. Tilbúin að hjálpa með hvað sem er og einhvern veginn alltaf til staðar. Yndisleg, ég hef ekkert slæmt um hana að segja, hún er algjört æði.“ Hvernig eru tengslin ykkar? Var erfitt að þurfa að skipta um dansfélaga í miðri þáttaröð? „Við erum búin að vera saman síðan í lok desember. Ég hélt að það yrði erfiðara að skipta en það hefur ekki verið. Það er búið að ganga vonum framar. Skiptingin var ekkert vesen.“ Hvað dansið þið í kvöld? „Paso doble“ Hvað máttu segja lesendum Vísis um atriðið ykkar? Það verður mjög kröftugt og sterkt og með skemmtilegum lyftum.“
Allir geta dansað Tengdar fréttir Óþægilegur heimur Jóns Viðars ekki svo óþægilegur eftir allt saman Jón Viðar og Marta Carrasco dönsuðu Tangó síðastliðið föstudagskvöld í beinni útsendingu á Stöð 2 og það í skemmtiþættinum Allir geta dansað. 21. janúar 2020 15:30 Marta blá og marin eftir æfingar Jón Viðar Arnþórsson og Marta Carrasco voru fyrsta parið á svið síðastliðið föstudagskvöld og dönsuðu þau Jive við lagið Gaggó vest með Eiríki Haukssyni. Jón Viðar var áður með Malín Öglu Kristjánsdóttur í teymi en hún er komin í leyfi þar sem hún er gengin yfir sex mánuði á leið. 15. janúar 2020 14:30 Malín komin í leyfi og Jón Viðar fær nýjan fagdansara "Mér líst bara mjög vel á þetta. Malín var auðvitað komin sex mánuði á leið og þetta var orðið það erfitt fyrir hana að hún tók ákvörðun um það að stíga til hliðar.“ 6. janúar 2020 14:30 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Sjá meira
Óþægilegur heimur Jóns Viðars ekki svo óþægilegur eftir allt saman Jón Viðar og Marta Carrasco dönsuðu Tangó síðastliðið föstudagskvöld í beinni útsendingu á Stöð 2 og það í skemmtiþættinum Allir geta dansað. 21. janúar 2020 15:30
Marta blá og marin eftir æfingar Jón Viðar Arnþórsson og Marta Carrasco voru fyrsta parið á svið síðastliðið föstudagskvöld og dönsuðu þau Jive við lagið Gaggó vest með Eiríki Haukssyni. Jón Viðar var áður með Malín Öglu Kristjánsdóttur í teymi en hún er komin í leyfi þar sem hún er gengin yfir sex mánuði á leið. 15. janúar 2020 14:30
Malín komin í leyfi og Jón Viðar fær nýjan fagdansara "Mér líst bara mjög vel á þetta. Malín var auðvitað komin sex mánuði á leið og þetta var orðið það erfitt fyrir hana að hún tók ákvörðun um það að stíga til hliðar.“ 6. janúar 2020 14:30