Menntun óþrjótandi auðlind og grundvallarréttur Heimsljós kynnir 24. janúar 2020 14:30 Frá Malaví. gunnisal Sameinuðu þjóðirnar segja í dag, á alþjóðlegum degi menntunar, að réttur barna og ungmenna til menntunar sé víða þverbrotinn. Það sjáist á því að 265 milljónir barna gangi ekki í skóla og að 617 milljónir barna kunni hvorki að lesa né reikna. Sameinuðu þjóðirnar vekja einnig athygli á því að menntun gegni lykilhlutverki við að tryggja velferð manna og sjálfbæra þróun. Menntun sé óþrjótandi auðlind og grundvallarréttur og ráði miklu um það hvernig mannkyninu gangi að ná heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun. „Menntun er mannréttindi og lykill að framgangi sjálfbærrar þróunar,“ segir í frétt Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC). „Hins vegar er ljóst, nú þegar Alþjóðlega menntadagsins er minnst, að mörg ljón eru á vegi þeirrar viðleitni að öll börn í heiminum njóti menntunar. Svo mikilvæg er menntun að skortur á almennri skólagöngu stendur mörgum ríkjum heims fyrir þrifum hvað varðar jafnrétti kynjanna og sárafátækt með þeim afleiðingum að milljónir barna, ungmenna og fullorðinna sitja eftir.“Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í desember 2018 samhljóða að 24. janúar skyldi vera alþjóðlegur menntadagur til marks um mikilvægi þess að tryggja jafnan rétt allra til góðrar menntunar og tækifæri alla ævina til að læra. Réttur til menntunar er tryggður í 26. grein Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna, en þar er hvatt til ókeypis skyldunáms. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna leggur einnig ríkjum á herðar að gera öllum kleift að njóta æðri menntunar. Þar að auki er aðgangur allra að góðri ódýrri menntun talinn forsenda fyrir því að sautján Heimsmarkmið um sjálfbæra þróun nái fram að ganga. Sérstaklega á þetta við um Heimsmarkmið 4 sem kveður á um að “tryggja jafnan aðgang allra að góðri menntun og stuðla að tækifærum allra til náms alla ævi,” fyrir árið 2030.Menntun í öndvegi í samstarfsríkjumÍ báðum samstarfsríkjum Íslands í þróunarsamvinnu, Malaví og Úganda, er menntun einn megin málaflokkurinn í stuðningi við héraðsstjórnir. Í Malaví hefur um árabil verið víðtækur stuðningur við 12 skóla með um 25 þúsund nemendur, byggðar hafa verið tugir skólastofa og húsnæðis fyrir stjórnendur. Góður árangur hefur verið af þessu starfi, brottfallbarna úr grunnskólunum hefur dregist saman um 60% og sífellt fleiri börn ná góðum árangri á lokaprófum. Í Buikwe í Úganda hafa orðið miklar framfarir í menntamálum á síðustu árum eftir að Íslendingar hófu stuðning við héraðsstjórnina. Árið 2017 luku til dæmis 75,5% nemenda lokaprófi úr grunnskóla samanborið við 40% sex árum áður. Brottfall úr skóla minnkaði einnig umtalsvert eftir að stuðningur hófst. Námsumhverfi hefur verið bætt í fjölmörgum skólum og nemendur þurfa ekki lengur að sitja utandyra, undir trjám, eins og áður tíðkaðist. Nemendum hefur fjölgað í mörgum skólum og foreldrar hafa sýnt aukinn áhuga á samstarfi við skóla barna sinna. Eins og greint var frá í frétt í gær hefur Ísland ákveðið að styrkja sérstaklega nýtt skólamáltíðaverkefni Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) um 30 milljónir á þessu ári. Framlagið fer beint til metnaðarfulls verkefnis í Austur-Afríku þar sem svæðisskrifstofa WFP væntir þess að ná að lokum til 12 milljóna barna í þessum heimshluta. Íslendingar hafa einnig sérstaklega lagt til fjármagn vegna skólamáltíðaverkefnis WFP í Malaví. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent
Sameinuðu þjóðirnar segja í dag, á alþjóðlegum degi menntunar, að réttur barna og ungmenna til menntunar sé víða þverbrotinn. Það sjáist á því að 265 milljónir barna gangi ekki í skóla og að 617 milljónir barna kunni hvorki að lesa né reikna. Sameinuðu þjóðirnar vekja einnig athygli á því að menntun gegni lykilhlutverki við að tryggja velferð manna og sjálfbæra þróun. Menntun sé óþrjótandi auðlind og grundvallarréttur og ráði miklu um það hvernig mannkyninu gangi að ná heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun. „Menntun er mannréttindi og lykill að framgangi sjálfbærrar þróunar,“ segir í frétt Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC). „Hins vegar er ljóst, nú þegar Alþjóðlega menntadagsins er minnst, að mörg ljón eru á vegi þeirrar viðleitni að öll börn í heiminum njóti menntunar. Svo mikilvæg er menntun að skortur á almennri skólagöngu stendur mörgum ríkjum heims fyrir þrifum hvað varðar jafnrétti kynjanna og sárafátækt með þeim afleiðingum að milljónir barna, ungmenna og fullorðinna sitja eftir.“Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í desember 2018 samhljóða að 24. janúar skyldi vera alþjóðlegur menntadagur til marks um mikilvægi þess að tryggja jafnan rétt allra til góðrar menntunar og tækifæri alla ævina til að læra. Réttur til menntunar er tryggður í 26. grein Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna, en þar er hvatt til ókeypis skyldunáms. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna leggur einnig ríkjum á herðar að gera öllum kleift að njóta æðri menntunar. Þar að auki er aðgangur allra að góðri ódýrri menntun talinn forsenda fyrir því að sautján Heimsmarkmið um sjálfbæra þróun nái fram að ganga. Sérstaklega á þetta við um Heimsmarkmið 4 sem kveður á um að “tryggja jafnan aðgang allra að góðri menntun og stuðla að tækifærum allra til náms alla ævi,” fyrir árið 2030.Menntun í öndvegi í samstarfsríkjumÍ báðum samstarfsríkjum Íslands í þróunarsamvinnu, Malaví og Úganda, er menntun einn megin málaflokkurinn í stuðningi við héraðsstjórnir. Í Malaví hefur um árabil verið víðtækur stuðningur við 12 skóla með um 25 þúsund nemendur, byggðar hafa verið tugir skólastofa og húsnæðis fyrir stjórnendur. Góður árangur hefur verið af þessu starfi, brottfallbarna úr grunnskólunum hefur dregist saman um 60% og sífellt fleiri börn ná góðum árangri á lokaprófum. Í Buikwe í Úganda hafa orðið miklar framfarir í menntamálum á síðustu árum eftir að Íslendingar hófu stuðning við héraðsstjórnina. Árið 2017 luku til dæmis 75,5% nemenda lokaprófi úr grunnskóla samanborið við 40% sex árum áður. Brottfall úr skóla minnkaði einnig umtalsvert eftir að stuðningur hófst. Námsumhverfi hefur verið bætt í fjölmörgum skólum og nemendur þurfa ekki lengur að sitja utandyra, undir trjám, eins og áður tíðkaðist. Nemendum hefur fjölgað í mörgum skólum og foreldrar hafa sýnt aukinn áhuga á samstarfi við skóla barna sinna. Eins og greint var frá í frétt í gær hefur Ísland ákveðið að styrkja sérstaklega nýtt skólamáltíðaverkefni Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) um 30 milljónir á þessu ári. Framlagið fer beint til metnaðarfulls verkefnis í Austur-Afríku þar sem svæðisskrifstofa WFP væntir þess að ná að lokum til 12 milljóna barna í þessum heimshluta. Íslendingar hafa einnig sérstaklega lagt til fjármagn vegna skólamáltíðaverkefnis WFP í Malaví. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent