Manuela og Jón Eyþór snúa aftur í lokaþættinum vegna mistakanna Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. janúar 2020 11:14 Jón Eyþór og Manuela í fjörugum dansi í Allir geta dansað 10. janúar síðastliðinn. Vísir/M. Flóvent Manuela Ósk Harðardóttir og Jón Eyþór Gottskálksson, sem duttu út úr þættinum Allir geta dansað á Stöð 2 á föstudagskvöld, munu fá að taka þátt í lokaþættinum um næstu helgi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Stöð 2. Í samantekt dansanna á föstudagskvöld, þegar símakosning var hafin, birtist fyrir mistök símanúmer annars danspars þegar sýnt var úr dansatriði þeirra Manuelu og Jóns Eyþórs. Í tilkynningu er áréttað að mistökin hafi verið leiðrétt af umsjónarmönnum þáttarins, sem tilgreint hafi sérstaklega símanúmer Manuelu og Jóns sem kom ekki fram í upprifjuninni. Að auki hafi símanúmerum keppenda verið rennt yfir skjáinn á meðan á skemmtiatriðum stóð. „Hins vegar, til að gæta allrar sanngirni hafa Stöð 2 og Rvk studios, framleiðendur þáttanna, tekið þá ákvörðun að bjóða parinu sem var sent heim að ganga aftur til liðs við þáttinn og verða því fimm pör í spennandi úrslitaþætti föstudagskvöldið 31.janúar næstkomandi,“ segir í tilkynningu Stöðvar 2. Þarna hefði átt að standa 900 9004. Manuela segir í samtali við Vísi að þau Jón ætli að sjálfsögðu að taka boðinu um að taka þátt í lokaþættinum. „Þetta var frábær lending og besta lausnin því það var augljóst að þetta var svolítið ósanngjarnt.“ Þá mæti þau hress og upplitsdjörf á sjónvarpsskjám landsmanna næsta föstudagskvöld. „Við ætlum að galdra fram einhvern dásamlegan vínarvals,“ segir Manuela kímin. Sátt með frammistöðuna Mistökin voru með hætti að þegar opnað var á símakosninguna og samantekt dansanna sýnd birtist símanúmerið hjá dansparinu Völu Eiríks og Sigurði Má Atlasyni við atriði Manuelu og Jóns. Þeirra símanúmer birtist því ekki en númer Völu og Sigurðar tvisvar. Manuela og Jón ræddu málið fyrst í útvarpsþættinum Bakaríinu á Bylgjunni í gærmorgun og kváðust sátt með frammistöðu sína en leiðinlegt væri að detta út við þessar aðstæður. Inntur eftir því hvort að mistökin kynnu að útskýra af hverju Manuela og Jón hafi lent á botninum sagði Jón að svo kynni að vera. Þau hafi í það minnsta fengið fjölda skilaboða frá fólki sem hafi ætlað að kjósa þau en sent atkvæðið á vitlaust númer. „En nú efumst við. Kannski, miðað við viðtökurnar og miðað við allt sem við erum búin að fá sent á okkur eftir þetta, finnst okkur þetta gríðarlega leiðinlegt,“ sagði Jón. Allir geta dansað Tengdar fréttir Manuela og Jón Eyþór send heim í undanúrslitaþættinum Keppnin var hnífjöfn þegar Manuela og Jón Eyþór voru send heim. 24. janúar 2020 21:45 Manuela Ósk og Jón Eyþór: Ósátt með að detta út þar sem rangt símanúmer birtist á skjánum Manuela Ósk Harðardóttir og Jón Eyþór Gottskálksson þykir leitt með málavexti eftir að þau duttu út úr þættinum Allir geta dansað sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi. 25. janúar 2020 19:29 Manuela Ósk fann ástina á dansgólfinu Manuela Ósk og Jón Eyþór ná vel saman á dansgólfinu og utan þess. 24. janúar 2020 09:02 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Sjá meira
Manuela Ósk Harðardóttir og Jón Eyþór Gottskálksson, sem duttu út úr þættinum Allir geta dansað á Stöð 2 á föstudagskvöld, munu fá að taka þátt í lokaþættinum um næstu helgi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Stöð 2. Í samantekt dansanna á föstudagskvöld, þegar símakosning var hafin, birtist fyrir mistök símanúmer annars danspars þegar sýnt var úr dansatriði þeirra Manuelu og Jóns Eyþórs. Í tilkynningu er áréttað að mistökin hafi verið leiðrétt af umsjónarmönnum þáttarins, sem tilgreint hafi sérstaklega símanúmer Manuelu og Jóns sem kom ekki fram í upprifjuninni. Að auki hafi símanúmerum keppenda verið rennt yfir skjáinn á meðan á skemmtiatriðum stóð. „Hins vegar, til að gæta allrar sanngirni hafa Stöð 2 og Rvk studios, framleiðendur þáttanna, tekið þá ákvörðun að bjóða parinu sem var sent heim að ganga aftur til liðs við þáttinn og verða því fimm pör í spennandi úrslitaþætti föstudagskvöldið 31.janúar næstkomandi,“ segir í tilkynningu Stöðvar 2. Þarna hefði átt að standa 900 9004. Manuela segir í samtali við Vísi að þau Jón ætli að sjálfsögðu að taka boðinu um að taka þátt í lokaþættinum. „Þetta var frábær lending og besta lausnin því það var augljóst að þetta var svolítið ósanngjarnt.“ Þá mæti þau hress og upplitsdjörf á sjónvarpsskjám landsmanna næsta föstudagskvöld. „Við ætlum að galdra fram einhvern dásamlegan vínarvals,“ segir Manuela kímin. Sátt með frammistöðuna Mistökin voru með hætti að þegar opnað var á símakosninguna og samantekt dansanna sýnd birtist símanúmerið hjá dansparinu Völu Eiríks og Sigurði Má Atlasyni við atriði Manuelu og Jóns. Þeirra símanúmer birtist því ekki en númer Völu og Sigurðar tvisvar. Manuela og Jón ræddu málið fyrst í útvarpsþættinum Bakaríinu á Bylgjunni í gærmorgun og kváðust sátt með frammistöðu sína en leiðinlegt væri að detta út við þessar aðstæður. Inntur eftir því hvort að mistökin kynnu að útskýra af hverju Manuela og Jón hafi lent á botninum sagði Jón að svo kynni að vera. Þau hafi í það minnsta fengið fjölda skilaboða frá fólki sem hafi ætlað að kjósa þau en sent atkvæðið á vitlaust númer. „En nú efumst við. Kannski, miðað við viðtökurnar og miðað við allt sem við erum búin að fá sent á okkur eftir þetta, finnst okkur þetta gríðarlega leiðinlegt,“ sagði Jón.
Allir geta dansað Tengdar fréttir Manuela og Jón Eyþór send heim í undanúrslitaþættinum Keppnin var hnífjöfn þegar Manuela og Jón Eyþór voru send heim. 24. janúar 2020 21:45 Manuela Ósk og Jón Eyþór: Ósátt með að detta út þar sem rangt símanúmer birtist á skjánum Manuela Ósk Harðardóttir og Jón Eyþór Gottskálksson þykir leitt með málavexti eftir að þau duttu út úr þættinum Allir geta dansað sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi. 25. janúar 2020 19:29 Manuela Ósk fann ástina á dansgólfinu Manuela Ósk og Jón Eyþór ná vel saman á dansgólfinu og utan þess. 24. janúar 2020 09:02 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Sjá meira
Manuela og Jón Eyþór send heim í undanúrslitaþættinum Keppnin var hnífjöfn þegar Manuela og Jón Eyþór voru send heim. 24. janúar 2020 21:45
Manuela Ósk og Jón Eyþór: Ósátt með að detta út þar sem rangt símanúmer birtist á skjánum Manuela Ósk Harðardóttir og Jón Eyþór Gottskálksson þykir leitt með málavexti eftir að þau duttu út úr þættinum Allir geta dansað sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi. 25. janúar 2020 19:29
Manuela Ósk fann ástina á dansgólfinu Manuela Ósk og Jón Eyþór ná vel saman á dansgólfinu og utan þess. 24. janúar 2020 09:02