Íslendingur en fær allt frítt í breska heilbrigðiskerfinu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. janúar 2020 13:30 Halldóra Skúladóttir, markþjálfi. Stöð 2 „Ég hef verið að glíma við alls konar heilsukvilla í gegnum árin, ég hef verið að glíma við mjaðmasjúkdóm síðan ég var krakki og er búin að fara í nokkrar aðgerðir síðan 2009,” segir Halldóra Skúladóttir markþjálfi sem flutti ásamt eiginmanni sínum og yngstu dóttur til Leeds á Englandi haustið 2015. Það sem kom henni í opna skjöldu á Englandi var hvernig hún gekk snurðulaust inn í breska heilbrigðiskerfið þegar bakverkir fór að þjaka hana svo illa að hún var að verða óvinnufær. Halldóra, Maríus Sigurjónsson eiginmaður hennar og dóttir þeirra Eyrún eru viðmælendur Lóu Pind Aldísardóttur í 7. þætti af „Hvar er best að búa?“ sem er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Skömmu áður en Lóa heimsótti þau í Leeds neyddist Halldóra til að hætta að vinna þegar bakverkir eftir bílslys fóru að ágerast mjög. Í myndskeiðinu sem hér fylgir lýsir Halldóra samskiptum sínum við breska heilbrigðiskerfið í samanburði við það íslenska. „Íslenskir læknar eru frábærir en viðmótið er einhvern veginn öðruvísi hér.“ Hjálpar fólki í sex löndum Þau hjónin, Halldóra og Maríus, voru árið 2015 komin á fimmtugsaldur og fannst þau föst í streituhring á Íslandi. Tvær af fjórum dætrum voru fluttar að heiman, ein var á leið til Bretlands sem au-pair og þá ákváðu þau að láta langþráðan draum um að flytja til útlanda rætast. Maríus fékk vinnu sem flugvirki hjá Jet 2 flugfélaginu en Halldóra vann við að þjálfa starfsfólk í heimaaðhlynningu og halda forvarnnámskeið fyrir fólk í áhættuhópi fyrir sykursýki - þar til hún neyddist til að hætta að vinna fyrir rúmu ári. Í dag eru Halldóra og Maríus flutt til Þýskalands, þar sem honum bauðst vinna á Frankfurt Hahn-flugvellinum. Halldóra hefur haldið áfram að sinna markþjálfun í gegnum netið og er núna að hjálpa fólki í sex mismunandi löndum, allt frá Norðurlöndunum til Amman í Jórdaníu. Auk þess heldur hún námskeið og fyrirlestra og stundar nám í lausnamiðaðri dáleiðslu- og sálmeðferð (Solution focused hypnotherapy and pshychotherapy) og í sumar setti hún vefsíðuna www.kvennarad.is í loftið með greinum og pistlum um hugarfar, hegðun og heilsu kvenna. Lóa Pind Aldísardóttir heimsótti Halldóru, Maríus og Eyrúnu fyrir þáttaröðina „Hvar er best að búa?“ og sjá má afraksturinn í 7. þætti sem er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld kl. 19:10. Í þessari átta þátta seríu heimsækir Lóa Pind fólk og fjölskyldur í níu löndum í fjórum heimsálfum. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður þessa þáttar er Lúðvík Páll Lúðvíksson og klippingu annaðist Tumi Bjartur Valdimarsson. Framleitt af Lóa Production fyrir Stöð 2. Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Sjá meira
„Ég hef verið að glíma við alls konar heilsukvilla í gegnum árin, ég hef verið að glíma við mjaðmasjúkdóm síðan ég var krakki og er búin að fara í nokkrar aðgerðir síðan 2009,” segir Halldóra Skúladóttir markþjálfi sem flutti ásamt eiginmanni sínum og yngstu dóttur til Leeds á Englandi haustið 2015. Það sem kom henni í opna skjöldu á Englandi var hvernig hún gekk snurðulaust inn í breska heilbrigðiskerfið þegar bakverkir fór að þjaka hana svo illa að hún var að verða óvinnufær. Halldóra, Maríus Sigurjónsson eiginmaður hennar og dóttir þeirra Eyrún eru viðmælendur Lóu Pind Aldísardóttur í 7. þætti af „Hvar er best að búa?“ sem er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Skömmu áður en Lóa heimsótti þau í Leeds neyddist Halldóra til að hætta að vinna þegar bakverkir eftir bílslys fóru að ágerast mjög. Í myndskeiðinu sem hér fylgir lýsir Halldóra samskiptum sínum við breska heilbrigðiskerfið í samanburði við það íslenska. „Íslenskir læknar eru frábærir en viðmótið er einhvern veginn öðruvísi hér.“ Hjálpar fólki í sex löndum Þau hjónin, Halldóra og Maríus, voru árið 2015 komin á fimmtugsaldur og fannst þau föst í streituhring á Íslandi. Tvær af fjórum dætrum voru fluttar að heiman, ein var á leið til Bretlands sem au-pair og þá ákváðu þau að láta langþráðan draum um að flytja til útlanda rætast. Maríus fékk vinnu sem flugvirki hjá Jet 2 flugfélaginu en Halldóra vann við að þjálfa starfsfólk í heimaaðhlynningu og halda forvarnnámskeið fyrir fólk í áhættuhópi fyrir sykursýki - þar til hún neyddist til að hætta að vinna fyrir rúmu ári. Í dag eru Halldóra og Maríus flutt til Þýskalands, þar sem honum bauðst vinna á Frankfurt Hahn-flugvellinum. Halldóra hefur haldið áfram að sinna markþjálfun í gegnum netið og er núna að hjálpa fólki í sex mismunandi löndum, allt frá Norðurlöndunum til Amman í Jórdaníu. Auk þess heldur hún námskeið og fyrirlestra og stundar nám í lausnamiðaðri dáleiðslu- og sálmeðferð (Solution focused hypnotherapy and pshychotherapy) og í sumar setti hún vefsíðuna www.kvennarad.is í loftið með greinum og pistlum um hugarfar, hegðun og heilsu kvenna. Lóa Pind Aldísardóttir heimsótti Halldóru, Maríus og Eyrúnu fyrir þáttaröðina „Hvar er best að búa?“ og sjá má afraksturinn í 7. þætti sem er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld kl. 19:10. Í þessari átta þátta seríu heimsækir Lóa Pind fólk og fjölskyldur í níu löndum í fjórum heimsálfum. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður þessa þáttar er Lúðvík Páll Lúðvíksson og klippingu annaðist Tumi Bjartur Valdimarsson. Framleitt af Lóa Production fyrir Stöð 2.
Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Sjá meira