Lífið

Tilfinningaþrunginn flutningur Demi Lovato þegar hún sneri aftur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Lovato átti erfitt í gegnum allan flutninginn.
Lovato átti erfitt í gegnum allan flutninginn.

Demi Lovato kom fram á Grammy-verðlaunahátíðinni og það í fyrsta sinn eftir að hún var lögð inn á spítala vegna ofneyslu fíkniefna þann 24. júlí árið 2018.

Í kjölfarið var Lovato lengi á spítala og fór síðan í langa og stranga meðferð. Í gær tók hún lagið Anyone og var flutningur hennar vægast sagt tilfinningaþrunginn en Lovato grét í raun í gegnum allt lagið.

Bandaríska tónlistarkonan Billie Eilish sópaði til sín öllum stærstu verðlaununum á Grammy-verðlaunahátíðinni í nótt.

Alls vann Eilish til fimm verðlauna. Hún var valin besti nýliðinn og á lag ársins, Bad Guy, sem einnig var valin smáskífa ársins. Þá var plata hennar When We All Fall Asleep, Where Do We Go bæði valin plata ársins sem og poppplata ársins.

Hér að neðan má sjá flutning Lovato.


Tengdar fréttir

Demi Lovato útskrifuð af sjúkrahúsi

Bandaríska söngkonan Demi Lovato hefur yfirgefið Cedars-Sinai sjúkrahúsið, hvar hún hefur dvalið síðastliðnar vikur eftir að hafa verið lögð þar inn vegna ofneyslu fíkniefna.

Demi Lovato enn þungt haldin

Lovato var flutt með hraði á sjúkrahús á þriðjudag í liðinni viku og var sögð hafa verið í mikilli lífshættu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×