„Krísufundur“ í Sandringham: Ýja að afhjúpandi viðtali fái hertogahjónin ekki sínu framgengt Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. janúar 2020 12:56 Hertogahjónin af Sussex lögðu undir sig forsíður blaðanna í morgun. Vísir/getty Bresku dagblöðin greina frá því í dag að hertogahjónin af Sussex, þau Harry Bretaprins og Meghan Markle, hyggist veita ítarlegt sjónvarpsviðtal, fái þau ekki sínu framgengt í viðræðum við Elísabetu Bretadrottningu. Síðar í dag fer fram „krísufundur“ konungsfjölskyldunnar í Sandringham, þar sem framtíðarhlutverk hjónanna innan fjölskyldunnar er á dagskrá. Sjá einnig: Megxit skekur Bretland: „Meghan fær það sem hún vill“ Tilefni fundarins er óvænt ákvörðun Harry og Meghan þess efnis að þau ætli sér að yfirgefa framlínu bresku konungsfjölskyldunnar og segja sig frá embættisskyldum sínum. Þau greindu jafnframt frá því í yfirlýsingu að þau hyggist verða „fjárhagslega sjálfstæð“. Drottningin boðaði í kjölfarið til áðurnefnds fundar sem beðið er með mikilli eftirvæntingu í Bretlandi. Á meðal viðstaddra verða drottningin sjálf, Karl Bretaprins, Vilhjálmur Bretaprins og áðurnefndur Harry. Meghan tekur þátt í fundinum símleiðis en hún er nú stödd í Kanada, þar sem hertogahjónin ætla að búa sér heimili með syni sínum, Archie. Viðtal við Opruh í burðarliðnum? Forsíður bresku dagblaðanna voru í morgun undirlagðar fréttum af fundinum. Þannig hafa mörg blaðanna ýjað að því að Harry og Meghan ætli að „láta allt flakka“ í sjónvarpsviðtali, mögulega við spjallþáttamógúlinn Opruh Winfrey, verði niðurstaða viðræðna við drottninguna ekki ásættanleg. Konungsfjölskyldan ku ekki vera ánægð þann ráðahag, sem kæmi til með að „sverta orðspor“ krúnunnar. Tom Bradby, sjónvarpsmaður og vinur hertogahjónanna, skrifaði pistil um málið í Sunday Times í gær. Bradby vann að gerð heimildarmyndar með Harry og Meghan á síðasta ári og þekkir því ágætlega til. „Ég hef nokkuð skýra hugmynd um það sem gæti birst á skjánum í löngu, hispurslausu viðtali og ég held að það verði ekki fallegt á að líta,“ skrifar Bradby. Hafna umfjöllun um ósætti Ákvörðun hertogahjónanna um að slíta sig frá krúnunni á þennan hátt hefur kynt enn frekar undir orðrómi um ósætti milli bræðranna Vilhjálms og Harrys. Times greindi frá því í morgun að sambandið þeirra á milli væri afar stirt þessi misserin vegna þess að sá fyrrnefndi hefði horn í síðu Meghan. Í sameiginlegri yfirlýsingu prinsanna segir að umfjöllun í „bresku dagblaði“ í dag um meint ósætti þeirra á milli sé beinlínis röng. Þá sé orðfæri á borð við það sem viðhaft er í umfjölluninni móðgandi og allt að því skaðlegt. Í umfjöllun BBC um fundinn í Sandringham segir að drottningin vonist eftir niðurstöðu í mál hertogahjónanna innan nokkurra daga. Á meðal umræðuefna verði fjárhagur hjónanna, hvort þau fái að halda titlum sínum og hvaða skyldum þau þurfi áfram að sinna. Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Harry og Meghan hverfa af Madame Tussauds í London Forráðamenn Madame Tussauds safninu í London hafa tekið vaxmyndastyttur af Harry Bretaprins og Meghan Markle af safninu. 10. janúar 2020 11:30 Megxit skekur Bretland: „Meghan fær það sem hún vill“ Fjallað er um ákvörðun hertogahjónanna af Sussex, þeirra Harry og Meghan, um að draga sig í hlé frá bresku konungsfjölskyldunni, hætta að sinna embættisskyldum og verða fjárhagslega sjálfstæð á forsíðum allra stærstu dagblaða Bretlands í dag. 9. janúar 2020 10:45 Meghan farin aftur til Kanada Hertogaynjan af Sussex, Meghan Markle, er farin aftur til Kanada til þess að vera með átta mánaða gömlum syni þeirra Harry Bretaprins, Archie. 10. janúar 2020 10:30 Drottningin boðar til fundar vegna Meghan og Harry Harry Bretaprins og Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, eru meðal þeirra sem Elísabet II Englandsdrottning hefur boðað til fundar á morgun til að ræða framtíðarhlutverk þeirra. Í vikunni tilkynntu hjónin um þá ákvörðun sína að þau ætli sér að fara úr framlínu bresku konungsfjölskyldunnar. 12. janúar 2020 07:53 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Bresku dagblöðin greina frá því í dag að hertogahjónin af Sussex, þau Harry Bretaprins og Meghan Markle, hyggist veita ítarlegt sjónvarpsviðtal, fái þau ekki sínu framgengt í viðræðum við Elísabetu Bretadrottningu. Síðar í dag fer fram „krísufundur“ konungsfjölskyldunnar í Sandringham, þar sem framtíðarhlutverk hjónanna innan fjölskyldunnar er á dagskrá. Sjá einnig: Megxit skekur Bretland: „Meghan fær það sem hún vill“ Tilefni fundarins er óvænt ákvörðun Harry og Meghan þess efnis að þau ætli sér að yfirgefa framlínu bresku konungsfjölskyldunnar og segja sig frá embættisskyldum sínum. Þau greindu jafnframt frá því í yfirlýsingu að þau hyggist verða „fjárhagslega sjálfstæð“. Drottningin boðaði í kjölfarið til áðurnefnds fundar sem beðið er með mikilli eftirvæntingu í Bretlandi. Á meðal viðstaddra verða drottningin sjálf, Karl Bretaprins, Vilhjálmur Bretaprins og áðurnefndur Harry. Meghan tekur þátt í fundinum símleiðis en hún er nú stödd í Kanada, þar sem hertogahjónin ætla að búa sér heimili með syni sínum, Archie. Viðtal við Opruh í burðarliðnum? Forsíður bresku dagblaðanna voru í morgun undirlagðar fréttum af fundinum. Þannig hafa mörg blaðanna ýjað að því að Harry og Meghan ætli að „láta allt flakka“ í sjónvarpsviðtali, mögulega við spjallþáttamógúlinn Opruh Winfrey, verði niðurstaða viðræðna við drottninguna ekki ásættanleg. Konungsfjölskyldan ku ekki vera ánægð þann ráðahag, sem kæmi til með að „sverta orðspor“ krúnunnar. Tom Bradby, sjónvarpsmaður og vinur hertogahjónanna, skrifaði pistil um málið í Sunday Times í gær. Bradby vann að gerð heimildarmyndar með Harry og Meghan á síðasta ári og þekkir því ágætlega til. „Ég hef nokkuð skýra hugmynd um það sem gæti birst á skjánum í löngu, hispurslausu viðtali og ég held að það verði ekki fallegt á að líta,“ skrifar Bradby. Hafna umfjöllun um ósætti Ákvörðun hertogahjónanna um að slíta sig frá krúnunni á þennan hátt hefur kynt enn frekar undir orðrómi um ósætti milli bræðranna Vilhjálms og Harrys. Times greindi frá því í morgun að sambandið þeirra á milli væri afar stirt þessi misserin vegna þess að sá fyrrnefndi hefði horn í síðu Meghan. Í sameiginlegri yfirlýsingu prinsanna segir að umfjöllun í „bresku dagblaði“ í dag um meint ósætti þeirra á milli sé beinlínis röng. Þá sé orðfæri á borð við það sem viðhaft er í umfjölluninni móðgandi og allt að því skaðlegt. Í umfjöllun BBC um fundinn í Sandringham segir að drottningin vonist eftir niðurstöðu í mál hertogahjónanna innan nokkurra daga. Á meðal umræðuefna verði fjárhagur hjónanna, hvort þau fái að halda titlum sínum og hvaða skyldum þau þurfi áfram að sinna.
Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Harry og Meghan hverfa af Madame Tussauds í London Forráðamenn Madame Tussauds safninu í London hafa tekið vaxmyndastyttur af Harry Bretaprins og Meghan Markle af safninu. 10. janúar 2020 11:30 Megxit skekur Bretland: „Meghan fær það sem hún vill“ Fjallað er um ákvörðun hertogahjónanna af Sussex, þeirra Harry og Meghan, um að draga sig í hlé frá bresku konungsfjölskyldunni, hætta að sinna embættisskyldum og verða fjárhagslega sjálfstæð á forsíðum allra stærstu dagblaða Bretlands í dag. 9. janúar 2020 10:45 Meghan farin aftur til Kanada Hertogaynjan af Sussex, Meghan Markle, er farin aftur til Kanada til þess að vera með átta mánaða gömlum syni þeirra Harry Bretaprins, Archie. 10. janúar 2020 10:30 Drottningin boðar til fundar vegna Meghan og Harry Harry Bretaprins og Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, eru meðal þeirra sem Elísabet II Englandsdrottning hefur boðað til fundar á morgun til að ræða framtíðarhlutverk þeirra. Í vikunni tilkynntu hjónin um þá ákvörðun sína að þau ætli sér að fara úr framlínu bresku konungsfjölskyldunnar. 12. janúar 2020 07:53 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Harry og Meghan hverfa af Madame Tussauds í London Forráðamenn Madame Tussauds safninu í London hafa tekið vaxmyndastyttur af Harry Bretaprins og Meghan Markle af safninu. 10. janúar 2020 11:30
Megxit skekur Bretland: „Meghan fær það sem hún vill“ Fjallað er um ákvörðun hertogahjónanna af Sussex, þeirra Harry og Meghan, um að draga sig í hlé frá bresku konungsfjölskyldunni, hætta að sinna embættisskyldum og verða fjárhagslega sjálfstæð á forsíðum allra stærstu dagblaða Bretlands í dag. 9. janúar 2020 10:45
Meghan farin aftur til Kanada Hertogaynjan af Sussex, Meghan Markle, er farin aftur til Kanada til þess að vera með átta mánaða gömlum syni þeirra Harry Bretaprins, Archie. 10. janúar 2020 10:30
Drottningin boðar til fundar vegna Meghan og Harry Harry Bretaprins og Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, eru meðal þeirra sem Elísabet II Englandsdrottning hefur boðað til fundar á morgun til að ræða framtíðarhlutverk þeirra. Í vikunni tilkynntu hjónin um þá ákvörðun sína að þau ætli sér að fara úr framlínu bresku konungsfjölskyldunnar. 12. janúar 2020 07:53